"Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. janúar 2016 16:17 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti sig andsnúinn afstöðu ríkisstjórnarinnar til viðskiptaþvingana gegn Rússum á þingi í morgun. Furðaði hann sig á afstöðu vinstriflokkanna í málinu og gagnrýndi sérstaklega Birgittu Jónsdóttur, þingkonu Pírata, fyrir ummæli hennar um að þingmenn sem hafi tekið undir gagnrýni útgerðarinnar á þvinganirnar hafi fengið styrki frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir síðustu kosningar.Birgitta Jónsdóttir þingmaður.Vísir/Stefán„Hæstvirtur þingmaður Birgitta Jónsdóttir hefur ekki úr háum stól að detta í þessari umræðu frekar en áður. Ummæli hennar í kvöldfréttum Sjónvarpsins 11. Janúar síðastliðinn, þar sem fjallaði um viðskiptabannið, segir meira um þingmanninn en þá þingmenn sem hún atar aur og lygum en því miður eru slík vinnubrögð daglegt brauð hjá hæstvirtum þingmanni Birgittu Jónsdóttur,“ sagði hann. Ummæli Ásmundar um Birgittu vöktu viðbrögð annarra þingmanna í salnum sem kölluðu fram í hvort ekki væri of langt gengið. Birgitta sagði síðar á fundinum í athugasemd við fundarstjórn forseta að Ásmundur hefði fengið gríðarlega há framlög frá útgerðinni fyrir kosningarnar 2013. „Maður bítur ekki í höndina sem fæðir mann. Og ég bendi fólki á að þetta finnur maður með einfaldri leit og þar er fremstur á blaði háttvirtur þingmaður Ásmundur Friðriksson með gríðarlega mikil fjárframlög frá útgerðinni,“ sagði hún og vitnaði til ganga á vef Ríkisendurskoðunar. Ásmundur hafnaði því að hafa gengið erinda þeirra fyrirtækja sem hefðu styrkt hann fyrir prófkjörið og sagðist ekki vita betur en að hafa fengið styrk upp á 100 þúsund krónur frá útgerðinni. Samkvæmt gögnunum fékk Ásmundur 450 þúsund krónur af 982.500 króna styrkjum frá fyrirtækjum frá félögum tengdum sjávarútvegi. Til viðbótar fékk hann svo 100 þúsund krónur frá fyrirtækinu Lýsi sem framleiðir olíu og feiti úr fisk. Yfirlit yfir styrkgreiðslur til Ásmundar samkvæmt gögnum Ríkisendurskoðunar og fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra:Bergraf ehf, 100.000 kr., Bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðisBergur‐Huginn ehf, 100.000 kr., Útgerð fiskiskipaBjarndal ehf, 50.000 kr., LögfræðiþjónustaGröfuþjónusta Tryggva ehf, 100.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiHáteigur fiskverkun ehf, 100.000 kr., Söltun, þurrkun og hersla fiskafurða, krabbadýra og lindýraHenson Sporst Europe, 25.000 kr., Framleiðsla á öðrum fatnaði og fylgihlutumHótel Keflavík ehf, 30.000 kr., Hótel og gistiheimili án veitingaþjónustuLýsi hf, 100.000 kr., Framleiðsla á olíu og feitiNesfiskur ehf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýraOSB Lagnir ehf, 50.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiRekan ehf, 30.000 kr., Önnur ótalin sérhæfð byggingarstarfsemiSjúkraþjálfun Elíasa, 7.500 kr., Starfsemi sjúkraþjálfaraVísir hf, 50.000 kr., Útgerð fiskiskipaVSÓ Ráðgjöf ehf, 40.000 kr., Starfsemi verkfræðingaÞorbjörn hf, 100.000 kr., Frysting fiskafurða, krabbadýra og lindýra
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira