Fjölbreytileikanum fagnað Sigríður Jónsdóttir skrifar 21. janúar 2016 10:15 Hvítt er falleg og skemmtileg sýning fyrir yngstu kynslóðina. Leikhús Hvítt - Töfraheimur litanna Catherine Wheels Production, Góðir gestir og Gaflaraleikhúsið Hafnarborg Höfundar: Andy Manley og Ian Cameron Leikstjórn: Gunnar Helgason Leikarar: Virginia Gillard og María Pálsdóttir Leikmynd / Búningar / Hljóð: Catherine Wheels leikhópurinn Í iðrum Hafnarborgar í Hafnarfirði má finna skjannahvíta töfraveröld þar sem umhverfi, verur og hlutir eru öll í sama föla litnum. Bómull og Krumpa búa í vel skipulögðum og tandurhreinum heimi, en störf þeirra snúast einmitt um að halda honum hreinum. Þær þrífa, þurrka af, laga og gæta þess að engir litir læðist inn. Ef svo fer þá fara þeir beint í ruslið. Þess á milli stunda þær björgunarstörf en reglulega falla egg af himnum ofan sem þær grípa af mikilli lagni og veita húsaskjól. En einn daginn kemur óvæntur gestur í heimsókn … Það er sorgleg staðreynd að skammarlega fáar barnasýningar hafa verið frumsýndar á þessu leikári, einkum fyrir yngstu kynslóðina. En Hvítt er einmitt sérstaklega skapað fyrir okkar allra yngstu leikhúsgesti og því ber hressilega að fagna. Ef marka má kæti og einbeitingu gestanna smáu á frumsýningunni þá var yfir miklu að gleðjast, einnig hjá þeim stærri.Ekki er í fjarri lagi að Hvítt gerist í svipuðum heimi og lagið fræga eftir Nick Cave þar sem allir kettirnir eru málaðir hvítir svo þeir sjáist í næturhúminu. En undir dauðhreinsuðu yfirborði leynist marglitur fjölbreytileikinn sem er svo miklu skemmtilegri. Þótt orðin í handritinu séu ekki mörg er textinn skynsamlega skrifaður, uppbyggingin þétt og úrlausnin ánægjuleg. Verkið var þó frekar endasleppt, það hefði verið gaman að sjá Bómull og Krumpu njóta litadýrðarinnar aðeins lengur. Öll umgjörð sýningarinnar er í höndum leikhópsins en leikmyndin, búningarnir, tónlist og hljóð eru glimrandi góð. Leikhúslausnirnar eru einfaldar en frumlegar og tónlistin er að sama skapi angurblíð án þess að vera of væmin. Gunnar Helgason annast leikstjórnina og heldur þétt utan um sýninguna; sviðshreyfingar eru skýrar, uppbrotin skondin og alltaf stutt í ljúfan húmorinn. Einnig eiga þær Virginia Gillard og María Pálsdóttir hrós skilið fyrir að halda yngstu áhorfendunum við efnið. Samvinna þeirra er falleg og vel unnin. Þær skapa einnig mikið af hljóðmyndinni sjálfar og vakti það mikla kátínu. Þá á Virginia einstaklega gott augnablik þegar Bómull, full eftirsjár, laumast ein í björgunarleiðangur. Hvítt er kjörin sýning til að kynna ungum áhorfendum þá töfra sem leikhúsið getur kallað fram á góðum degi. Þó að sýningin sé í styttra lagi þá hittir hún beint í mark, bæði með boðskap sínum og framsetningu. Niðurstaða: Tilvalin og litrík skemmtun fyrir yngstu leikhúskynslóðina. Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús Hvítt - Töfraheimur litanna Catherine Wheels Production, Góðir gestir og Gaflaraleikhúsið Hafnarborg Höfundar: Andy Manley og Ian Cameron Leikstjórn: Gunnar Helgason Leikarar: Virginia Gillard og María Pálsdóttir Leikmynd / Búningar / Hljóð: Catherine Wheels leikhópurinn Í iðrum Hafnarborgar í Hafnarfirði má finna skjannahvíta töfraveröld þar sem umhverfi, verur og hlutir eru öll í sama föla litnum. Bómull og Krumpa búa í vel skipulögðum og tandurhreinum heimi, en störf þeirra snúast einmitt um að halda honum hreinum. Þær þrífa, þurrka af, laga og gæta þess að engir litir læðist inn. Ef svo fer þá fara þeir beint í ruslið. Þess á milli stunda þær björgunarstörf en reglulega falla egg af himnum ofan sem þær grípa af mikilli lagni og veita húsaskjól. En einn daginn kemur óvæntur gestur í heimsókn … Það er sorgleg staðreynd að skammarlega fáar barnasýningar hafa verið frumsýndar á þessu leikári, einkum fyrir yngstu kynslóðina. En Hvítt er einmitt sérstaklega skapað fyrir okkar allra yngstu leikhúsgesti og því ber hressilega að fagna. Ef marka má kæti og einbeitingu gestanna smáu á frumsýningunni þá var yfir miklu að gleðjast, einnig hjá þeim stærri.Ekki er í fjarri lagi að Hvítt gerist í svipuðum heimi og lagið fræga eftir Nick Cave þar sem allir kettirnir eru málaðir hvítir svo þeir sjáist í næturhúminu. En undir dauðhreinsuðu yfirborði leynist marglitur fjölbreytileikinn sem er svo miklu skemmtilegri. Þótt orðin í handritinu séu ekki mörg er textinn skynsamlega skrifaður, uppbyggingin þétt og úrlausnin ánægjuleg. Verkið var þó frekar endasleppt, það hefði verið gaman að sjá Bómull og Krumpu njóta litadýrðarinnar aðeins lengur. Öll umgjörð sýningarinnar er í höndum leikhópsins en leikmyndin, búningarnir, tónlist og hljóð eru glimrandi góð. Leikhúslausnirnar eru einfaldar en frumlegar og tónlistin er að sama skapi angurblíð án þess að vera of væmin. Gunnar Helgason annast leikstjórnina og heldur þétt utan um sýninguna; sviðshreyfingar eru skýrar, uppbrotin skondin og alltaf stutt í ljúfan húmorinn. Einnig eiga þær Virginia Gillard og María Pálsdóttir hrós skilið fyrir að halda yngstu áhorfendunum við efnið. Samvinna þeirra er falleg og vel unnin. Þær skapa einnig mikið af hljóðmyndinni sjálfar og vakti það mikla kátínu. Þá á Virginia einstaklega gott augnablik þegar Bómull, full eftirsjár, laumast ein í björgunarleiðangur. Hvítt er kjörin sýning til að kynna ungum áhorfendum þá töfra sem leikhúsið getur kallað fram á góðum degi. Þó að sýningin sé í styttra lagi þá hittir hún beint í mark, bæði með boðskap sínum og framsetningu. Niðurstaða: Tilvalin og litrík skemmtun fyrir yngstu leikhúskynslóðina.
Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira