Audi E-tron Quattro smíðaður í Belgíu Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2016 14:23 Audi E-Tron Quattro rafmagnsbíllinn. Miklar hrókeringar verða í verksmiðjum Audi á næstunni vegna tilkomu nýs rafmagnsbíls Audi, E-tron Quattro sem kemur á markað árið 2018. Smíði rafmagnsbílsins mun fara fram í verksmiðju Audi í Belgíu, en þar er nú smíðaðir bílarnir Audi A1 og Q3. Smíði A1 verður flutt til Spánar og Q3 til Ungverjalands. Verksmiðjan á Spáni er í Martorell og þar eru aðallega smíðaðir Seat bílar. Seat og Audi tilheyra bæði Volkswagen bílafjölskyldunni, en algengt er að smíði bíla innan þeirra sé flutt á milli staða og bílar ákveðinna merkja séu framleidd í verksmiðjum sem tilheyra öðrum merkjum. Í verksmiðju Audi í nágrenni Brussel í Belgíu verða ekki bara framleiddur þessi nýi rafmagnsbíll, heldur einnig rafhlöðurnar í hann sem og rafhlöður í aðra rafmagns- eða tengiltvinnbíla Volkswagen bílafjölskyldunnar. Með því verður þessi verksmiðja miðstöð rqafbílaframleiðslu bíla sem tilheyra þeirri fjölskyldu. Audi E-tron Quattro verður fyrsti rafmagnsbíll Audi og honum er beint gegn Tesla Model X bílnum og er Audi ekki að fela það. Bíllinn liggur á milli Q5 og Q7 í stærð og því erfitt að segja til um hvort kalla á hann jeppling eða jeppa. Hann mun hafa 500 km drægi og hægt á að verða að hlaða hann upp að 80% á 25 mínútum í hraðhleðslustöð. Audi E-tron Quattro verður með 3 rafmótora, einn að framan og tvo að aftan og hann verður ári snarpur og fer sprettinn í 100 á litlum 4,6 sekúndum. Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent
Miklar hrókeringar verða í verksmiðjum Audi á næstunni vegna tilkomu nýs rafmagnsbíls Audi, E-tron Quattro sem kemur á markað árið 2018. Smíði rafmagnsbílsins mun fara fram í verksmiðju Audi í Belgíu, en þar er nú smíðaðir bílarnir Audi A1 og Q3. Smíði A1 verður flutt til Spánar og Q3 til Ungverjalands. Verksmiðjan á Spáni er í Martorell og þar eru aðallega smíðaðir Seat bílar. Seat og Audi tilheyra bæði Volkswagen bílafjölskyldunni, en algengt er að smíði bíla innan þeirra sé flutt á milli staða og bílar ákveðinna merkja séu framleidd í verksmiðjum sem tilheyra öðrum merkjum. Í verksmiðju Audi í nágrenni Brussel í Belgíu verða ekki bara framleiddur þessi nýi rafmagnsbíll, heldur einnig rafhlöðurnar í hann sem og rafhlöður í aðra rafmagns- eða tengiltvinnbíla Volkswagen bílafjölskyldunnar. Með því verður þessi verksmiðja miðstöð rqafbílaframleiðslu bíla sem tilheyra þeirri fjölskyldu. Audi E-tron Quattro verður fyrsti rafmagnsbíll Audi og honum er beint gegn Tesla Model X bílnum og er Audi ekki að fela það. Bíllinn liggur á milli Q5 og Q7 í stærð og því erfitt að segja til um hvort kalla á hann jeppling eða jeppa. Hann mun hafa 500 km drægi og hægt á að verða að hlaða hann upp að 80% á 25 mínútum í hraðhleðslustöð. Audi E-tron Quattro verður með 3 rafmótora, einn að framan og tvo að aftan og hann verður ári snarpur og fer sprettinn í 100 á litlum 4,6 sekúndum.
Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent