584 flóttamenn síðustu sex áratugina Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu.
Fréttir af flugi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira