Þekkir þú heimsfræga leikkonu? Auður Guðjónsdóttir skrifar 26. janúar 2016 07:00 Ágæti lesandi. Mig langar til að spyrja þig hvort þú þekkir eða hafir sambönd við heimsþekkta og virta leikkonu sem þú telur að væri tilbúin til að koma til Íslands og hjálpa okkur við að vekja athygli umheimsins á taugakerfinu. Ef þú hefur þessi sambönd og ert tilbúinn til að nota þau bið ég þig vinsamlegast um að hafa samband. Hugmyndin er að biðja leikkonuna um að koma fram í eitt skipti í íslenskum fjölmiðli. Þar myndi hún hvetja þjóðarleiðtoga, yfirmenn viðeigandi alþjóðastofnana og alþjóðleg líknarfélög til að taka höndum saman og hrinda úr vör átaki til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið virkar. Hún myndi hvetja þessa sömu aðila til að hafa forgöngu um að láta greina gagnagrunna á alþjóðlegu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar í þeim. Sú stóra rannsóknarmynd sem þá myndi blasa við gæti leitt í ljós vannýtta vísindaþekkingu sem nota mætti til finna árangursríkari meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, MS, MND, flogaveiki, Parkinson og öðru ólagi í taugakerfinu. Leikkonan myndi hvetja þjóðarleiðtogana á þeim forsendum að þeir hefðu sjálfir yfirlýst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í september síðastliðnum að næstu 15 árin skuli tekið á málefnum taugakerfisins.Leiðum málið til lykta saman Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld talað máli taugakerfisins á alþjóðavísu, nú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og hjá Norðurlandaráði. Síðastliðið sumar sendu um 26 þúsund Íslendingar bænaskjal til aðalritara Sameinuðu þjóðanna og biðluðu um byr fyrir taugakerfið. Þessi vinna Íslands er að bera árangur og er meðal annars ein undirstaða þess að þjóðarleiðtogarnir samþykktu taugakerfið inn í pólitískt lokaskjal Sameinuðu þjóðanna um næstu heimsmarkmið, eins og getið er að ofan. Nú megum við ekki láta deigan síga og verðum að berjast með öllum ráðum svo að þjóðarleiðtogarnir standi við yfirlýsingu sína. Til þess þurfum við mjög sterka rödd. Það væri því afar kærkomið ef heimsfræg og virt leikkona vildi ljá okkur rödd sína til að auðvelda að koma málinu í traustan alþjóðlegan farveg. Að endingu þakka ég þeim tugum þúsunda Íslendinga sem komið hafa að þessu máli í gegnum árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti lesandi. Mig langar til að spyrja þig hvort þú þekkir eða hafir sambönd við heimsþekkta og virta leikkonu sem þú telur að væri tilbúin til að koma til Íslands og hjálpa okkur við að vekja athygli umheimsins á taugakerfinu. Ef þú hefur þessi sambönd og ert tilbúinn til að nota þau bið ég þig vinsamlegast um að hafa samband. Hugmyndin er að biðja leikkonuna um að koma fram í eitt skipti í íslenskum fjölmiðli. Þar myndi hún hvetja þjóðarleiðtoga, yfirmenn viðeigandi alþjóðastofnana og alþjóðleg líknarfélög til að taka höndum saman og hrinda úr vör átaki til aukins skilnings á því hvernig taugakerfið virkar. Hún myndi hvetja þessa sömu aðila til að hafa forgöngu um að láta greina gagnagrunna á alþjóðlegu taugavísindasviði og samkeyra upplýsingarnar í þeim. Sú stóra rannsóknarmynd sem þá myndi blasa við gæti leitt í ljós vannýtta vísindaþekkingu sem nota mætti til finna árangursríkari meðferðir og lækningu við mænu- og heilaskaða, geðsjúkdómum, Alzheimer, MS, MND, flogaveiki, Parkinson og öðru ólagi í taugakerfinu. Leikkonan myndi hvetja þjóðarleiðtogana á þeim forsendum að þeir hefðu sjálfir yfirlýst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í september síðastliðnum að næstu 15 árin skuli tekið á málefnum taugakerfisins.Leiðum málið til lykta saman Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld talað máli taugakerfisins á alþjóðavísu, nú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO og hjá Norðurlandaráði. Síðastliðið sumar sendu um 26 þúsund Íslendingar bænaskjal til aðalritara Sameinuðu þjóðanna og biðluðu um byr fyrir taugakerfið. Þessi vinna Íslands er að bera árangur og er meðal annars ein undirstaða þess að þjóðarleiðtogarnir samþykktu taugakerfið inn í pólitískt lokaskjal Sameinuðu þjóðanna um næstu heimsmarkmið, eins og getið er að ofan. Nú megum við ekki láta deigan síga og verðum að berjast með öllum ráðum svo að þjóðarleiðtogarnir standi við yfirlýsingu sína. Til þess þurfum við mjög sterka rödd. Það væri því afar kærkomið ef heimsfræg og virt leikkona vildi ljá okkur rödd sína til að auðvelda að koma málinu í traustan alþjóðlegan farveg. Að endingu þakka ég þeim tugum þúsunda Íslendinga sem komið hafa að þessu máli í gegnum árin.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar