„Excuse me, do you speak English?“ Kristjana Vigdís Ingvadóttir skrifar 26. janúar 2016 11:34 Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun