Ætla að gefa út fyrirmæli til lögreglustjóra um hvernig á að yfirheyra viðkvæma Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. janúar 2016 11:32 Engar samræmdar verklagsreglur eru til í dag um meðhöndlun lögreglu á málum þar sem grunur leikur á ofbeldi gegn fötluðu fólki. Vísir/GVA Engar samræmdar verklagsreglur hafa verið settar af ríkislögreglustjóra eða ríkissaksóknara um viðbrögð lögreglu þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Til stendur þó hjá ríkissaksóknara að gefa út almenn fyrirmæli til allra lögreglustjóra um tilhögun skýrslutöku af viðkvæmum vitnum og sakborningum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/AntonÞetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, sem svarið byggir meðal annars á, eru í gildi verklagsreglur um skráningu og meðferð heimilisofbeldismála sem tilkynnt eru lögreglu þar sem kveðið er á um að ef þolandi er fatlaður skuli tilkynna réttindagæslumanni fatlaðs fólks um málið. Reglurnar kveða einnig á um að í þeim tilvikum þar sem sakborningur eða brotaþoli er ekki fær um að eiga orðaskipti á mæltu máli skuli á sama hátt kallaður til kunnáttumaður til aðstoðar, eins og það er orðað í svarinu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara var haldinn sérstakur fræðslufundur með öllum ákærendum í apríl á síðasta ári þar sem fjallað var um skýrslutökur af viðkvæmum vitnum og sakborningum. Þar var meðal annars fjallað um þau atriði sem hafa ber í huga þegar rannsókn hefst og fyrir liggur að sakborningur eða brotaþoli er með þroskaskerðingu. „Sérstaklega var farið yfir ákvæði laga um tilhögun skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi, enda skiptir mjög miklu að vandað sé til verka þegar teknar eru skýrslur í málum sem þessum,“ segir í svarinu. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Engar samræmdar verklagsreglur hafa verið settar af ríkislögreglustjóra eða ríkissaksóknara um viðbrögð lögreglu þegar grunur kemur upp um ofbeldi gegn fötluðu fólki. Til stendur þó hjá ríkissaksóknara að gefa út almenn fyrirmæli til allra lögreglustjóra um tilhögun skýrslutöku af viðkvæmum vitnum og sakborningum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra.Vísir/AntonÞetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra, sem svarið byggir meðal annars á, eru í gildi verklagsreglur um skráningu og meðferð heimilisofbeldismála sem tilkynnt eru lögreglu þar sem kveðið er á um að ef þolandi er fatlaður skuli tilkynna réttindagæslumanni fatlaðs fólks um málið. Reglurnar kveða einnig á um að í þeim tilvikum þar sem sakborningur eða brotaþoli er ekki fær um að eiga orðaskipti á mæltu máli skuli á sama hátt kallaður til kunnáttumaður til aðstoðar, eins og það er orðað í svarinu. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara var haldinn sérstakur fræðslufundur með öllum ákærendum í apríl á síðasta ári þar sem fjallað var um skýrslutökur af viðkvæmum vitnum og sakborningum. Þar var meðal annars fjallað um þau atriði sem hafa ber í huga þegar rannsókn hefst og fyrir liggur að sakborningur eða brotaþoli er með þroskaskerðingu. „Sérstaklega var farið yfir ákvæði laga um tilhögun skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi, enda skiptir mjög miklu að vandað sé til verka þegar teknar eru skýrslur í málum sem þessum,“ segir í svarinu.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira