Stjörnustríð upp að hlið Hringadróttinssögu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. janúar 2016 21:06 Safnarinn Rey er ein aðalsöguhetjan í The Force Awakens. mynd/disney Nýjasta viðbót Star Wars seríunnar, The Force Awakens, var í dag tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Tilnefningarnar fimm þýða að Stjörnustríðsmyndirnar hafa jafnað Hringadróttinssögu Peter Jackson yfir þær myndir sem hlotið hafa flestar Óskarstilnefningar, alls þrjátíu talsins. Þetta kemur fram á Mashable. The Force Awakens var tilnefnd fyrir bestu tæknibrellur, bestu klippingu, bestu tónlist, bestu hljóðvinnslu og bestu hljóðblöndun. Star Wars myndirnar hafa alls hlotið tíu verðlaun en það dugar ekki til að fara fram úr Hringadróttinssögu. Þriðja mynd þríleiksins hlaut ellefu Óskarsstyttur og jafnaði þar með met Ben-Hur og Titanic yfir fjölda verðlauna stakrar myndar á einni hátíð. Jedi riddararnir og andstæðingar þeirra hafa hins vegar hlotið tíu verðlaun og munar þar mestu um fyrstu myndina, A New Hope, sem hlaut ellefu tilnefningar og sjö verðlaun. Sé litið til annarra mynda sem eiga sér stað í ævintýraheimi J.R.R. Toilken á sköpunarverk George Lucas enn langt í land því þríleikurinn um Hobbitann hlaut átta tilnefningar og ein verðlaun. Engar aðrar myndaseríur komast með tærnar þar sem áðurnefndar myndir hafa hælana. Harry Potter myndirnar voru tilnefndar tólf sinnum, leyniþjónustumaður hennar hátignar, James Bond, hefur verið tilnefndur fjórtán sinnum og Star Trek og Leðurblökumaðurinn hafa verið tilnefnd fimmtán sinnum. Minnst tvær Stjörnustríðsmyndir eru væntanlegar og því verður að teljast líklegt að flokkurinn muni taka fram úr Hringadróttinssögu á endanum. Það er þó enn langt í að þær nái í skottið á John Williams, sem samdi einmitt tónlistina í öllum Star Wars myndunum, sem hefur verið tilnefndur alls fimmtíu sinnum. Bíó og sjónvarp Óskarinn Star Wars Tengdar fréttir Star Wars: Hver er Rey? Spoiler viðvörun. Samansafn af kenningum og staðreyndum um aðalhetju nýju Star Wars myndanna. 29. desember 2015 14:00 Star Wars halar inn milljarð á tólf dögum Nýjasta myndin í Star Wars sagnabálkinum hefur slegið enn eitt metið. Á sunnudag hafði myndin, sem er sú sjöunda í röðinni, halað inn einn milljarð bandaríkjadala. 28. desember 2015 09:35 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Nýjasta viðbót Star Wars seríunnar, The Force Awakens, var í dag tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna. Tilnefningarnar fimm þýða að Stjörnustríðsmyndirnar hafa jafnað Hringadróttinssögu Peter Jackson yfir þær myndir sem hlotið hafa flestar Óskarstilnefningar, alls þrjátíu talsins. Þetta kemur fram á Mashable. The Force Awakens var tilnefnd fyrir bestu tæknibrellur, bestu klippingu, bestu tónlist, bestu hljóðvinnslu og bestu hljóðblöndun. Star Wars myndirnar hafa alls hlotið tíu verðlaun en það dugar ekki til að fara fram úr Hringadróttinssögu. Þriðja mynd þríleiksins hlaut ellefu Óskarsstyttur og jafnaði þar með met Ben-Hur og Titanic yfir fjölda verðlauna stakrar myndar á einni hátíð. Jedi riddararnir og andstæðingar þeirra hafa hins vegar hlotið tíu verðlaun og munar þar mestu um fyrstu myndina, A New Hope, sem hlaut ellefu tilnefningar og sjö verðlaun. Sé litið til annarra mynda sem eiga sér stað í ævintýraheimi J.R.R. Toilken á sköpunarverk George Lucas enn langt í land því þríleikurinn um Hobbitann hlaut átta tilnefningar og ein verðlaun. Engar aðrar myndaseríur komast með tærnar þar sem áðurnefndar myndir hafa hælana. Harry Potter myndirnar voru tilnefndar tólf sinnum, leyniþjónustumaður hennar hátignar, James Bond, hefur verið tilnefndur fjórtán sinnum og Star Trek og Leðurblökumaðurinn hafa verið tilnefnd fimmtán sinnum. Minnst tvær Stjörnustríðsmyndir eru væntanlegar og því verður að teljast líklegt að flokkurinn muni taka fram úr Hringadróttinssögu á endanum. Það er þó enn langt í að þær nái í skottið á John Williams, sem samdi einmitt tónlistina í öllum Star Wars myndunum, sem hefur verið tilnefndur alls fimmtíu sinnum.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Star Wars Tengdar fréttir Star Wars: Hver er Rey? Spoiler viðvörun. Samansafn af kenningum og staðreyndum um aðalhetju nýju Star Wars myndanna. 29. desember 2015 14:00 Star Wars halar inn milljarð á tólf dögum Nýjasta myndin í Star Wars sagnabálkinum hefur slegið enn eitt metið. Á sunnudag hafði myndin, sem er sú sjöunda í röðinni, halað inn einn milljarð bandaríkjadala. 28. desember 2015 09:35 Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Star Wars: Hver er Rey? Spoiler viðvörun. Samansafn af kenningum og staðreyndum um aðalhetju nýju Star Wars myndanna. 29. desember 2015 14:00
Star Wars halar inn milljarð á tólf dögum Nýjasta myndin í Star Wars sagnabálkinum hefur slegið enn eitt metið. Á sunnudag hafði myndin, sem er sú sjöunda í röðinni, halað inn einn milljarð bandaríkjadala. 28. desember 2015 09:35
Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58
Óskarinn 2016: The Revenant með tólf tilnefningar Sjáðu allar tilnefningarnar. The Revenant leiðir með tólf tilnefningar, næst koma Mad Max með tíu og The Martian með sjö. 14. janúar 2016 14:13