Ein bók frá Andra Snæ á síðustu tíu árum Jakob Bjarnar skrifar 15. janúar 2016 13:04 Afköst rithöfunda eru misjöfn, Gyrðir virðist vera duglegastur en sá sem leggur mesta hugsun í verk sín verður að teljast Andri Snær. Uppfært klukkan 11, 20. janúar 2016. Athugasemdir hafa borist þess efnis að fyrirsögnin sé röng, Draumalandið kom út í mars árið 2007 og er því innan tíu ára rammans. Hið rétta er að Andri Snær sendi frá sér eina bók á tæpum tíu árum. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni en nánar er gerð grein fyrir henni hér. Erfitt er að setja mælistiku á listrænt framlag hvers um sig, slíkt verður ekki metið í blaðsíðum og/eða fjölda titla og er afstætt. En, eins og formaður stjórnar listmannalauna, Bryndís Loftsdóttir, hefur ítrekað sagt í tengslum við umræðu sem farið hefur af stað eftir úthlutun listamannalauna og þá ekki síst fréttar Vísis um að öll stjórn Rithöfundasambandsins hlaut full laun út árið 2016: „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Fréttablaðið birti úttekt þar sem gerð er grein fyrir úthlutun síðustu tíu ára. Þar segir Bryndís jafnframt að miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað, og Bryndís lesið, þá séu Íslendingar að fá mikið fyrir peningana. Úthlutanir séu byggðar á faglegu mati og „þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Orð Bryndísar kalla á að farið sé yfir afköstin og Vísir svarar kallinu. Hér verður skoðað höfundarverk þeirra höfunda sem hafa fengið, á þessu tíu ára tímabili, í mánuðum talið meira en níu ár. Ekki verður litið til þýðinga né leikritunar – en slík skrif eru oftar en ekki sérpöntuð af leikhúsunum og greitt fyrir þau sérstaklega. Hér er sem sagt einkum litið til útgáfu bóka: skáldsagna, smásagnasafna og ljóðabóka. Eitt og annað athyglisvert kemur á daginn, og einhverjum kann að þykja merkilegt að aðeins ein kona, Kristín Steinsdóttir, er meðal þeirra sjö efstu sem hér eru nefndir.Margvísleg verk frá Braga ÓlafssyniBragi Ólafsson hefur verið nokkuð þaulsetinn við skrifpúlt sitt. Árið 2010 kom út bókin Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Árið 2012 kom skáldsagan Fjarveran og svo í fyrra kom skáldsagan Sögumaðurinn út. Ljóðabókin Rómantískt andrúmsloft kom út árið 2012 og svo sendi hann frá sér smásagnasafnið Mátunarklefann árið 2007. Rússneski þátturinn, smásagnasafn, kom út árið 2014. Þá má og geta þess, sem má heita athyglisvert einmitt í þessu samhengi, að í fyrra kom út stutt og umdeild skáldsaga eftir Braga, Bögglapóststofan en hún kom hins vegar ekki fyrir almannasjónir heldur var skrifuð sérstaklega fyrir fjárfestingafyrirtækið Gamma.Afköst Gyrðis hljóta að teljast með miklum ágætum.visir/antonGyrðir Elíasson býsna iðinn Gyrðir er einn viðurkenndasti rithöfundur landsins og hann má heita með þeim duglegri í þessum hópi. Samkvæmt Wikipedia hefur Gyrðir sent frá sér þrjár ljóðabækur á þessu tímabili sem um ræðir. Nokkur almenn orð um kulnun sólar (2009), Nokkur ljóð (2012) og Hér vex enginn sítrónuviður (2012). Gyrðir sendi frá sér smásagnasafnið Milli trjánna árið 2009 og þá Koparakur 2014. Þá má nefna til sögunnar smáprósarnir Lungnafiskana árið 2014. Sé litið til skáldsagna Gyrðis þá eru þær tvær á þessu tímabili: Sandárbókin. Pasoralsónata (2007) og Suðurglugginn (2012). Og þó þýðingar séu hér utan sviga verður að geta þess að Gyrðir er óhemju afkastamikill á því sviði.Kristín Steinsdóttir skipulagður höfundurHeimildir um afurðir rithöfunda eru tætingslegar en ef enn er stuðst við Wikipedia þá er Kristín Steinsdóttir mjög skipulagður höfundur. Fjögur verk voru gefin út eftir hana á þessu umrædda tímabili: Skáldsögurnar Ljósa (2010), Bjarna-Dísa (2012) og Vonarlandið (2014). Auk þess leit barnabókin Hetjur dagsins ljós árið 2009.Vandvirkur SjónSjón er afar vandvirkur rithöfundur og útgefnar bækur á þessu umrædda tímabili eru ekki margar. Á móti kemur að fáir ef nokkrir rithöfundar hafa fengið eins mörg og margvísleg verðlaun fyrir verk sín og Sjón. Þau verða hins vegar ekki tíunduð hér. Útgefnar bækur frá og með að telja árinu 2007 eru Söngur steinasafnarans. Rökkurbýsnir voru gefnar út árið 2008 og Mánasteinn árið 2013. Þá sendi Sjón frá sér ljóðabókina Gráspörvar og ígulker 2015.Endurminningar Sigurðar PálssonarSigurður Pálsson skáld er vitaskuld einn okkar snjallasti þýðandi en við horfum ekki til þess hér, eins og áður sagði. Endurminningar Sigurðar komu allar út á þessu tímabili sem um ræðir: Minnisbók, Bernskubók og Táningabók, eins og sjá má á síðu Forlagsins. Sigurður hefur verið einna afkastamesta og viðurkenndasta ljóðskáld Íslendinga og á tímabilinu sendi hann frá sér ljóðabókina Ljóðorkulind (2012) og 2009 kom út Ljóðorkuþörf.Víkingurinn Einar MárEinar Már hefur verið lengi að og telst með þeim höfundum íslenskum sem hafa farið utan og gert garðinn frægan. En sé litið til útgáfu verka hans undanfarin tíu árin er þessi niðurstaðan: Árið 2007 kom út skáldsagan Rimlar hugans, Íslenskir kóngar kom út 2012 og svo Hundadagar í fyrra. Þá má og nefna greinasöfnin Hvíta bókin (2009) og Bankastræti núll (2011), bækur sem Mál og menning gaf út þannig að eftir var tekið.Andri Snær gefur sér góðan tíma, áður en hann sendir frá sér verk í prentsmiðjuna.visir/valliOfurvandvirkur Andri SnærEf Sjón má heita vandvirkur, þá verður Andri Snær að teljast ofurvandvirkur – svo mjög að hann sker sig úr. Á þessu tíu ára tímabili sem er undir fór aðeins eitt verk eftir hann í gegnum prentvélarnar. Þetta er bókin Tímakistan sem kom út árið 2013. Þetta er samkvæmt hans eigin heimasíðu. Það að aðeins megi finna eitt útgefið verk eftir Andra Snæ á þessu tímabili hlýtur að gefa tilefni til að velta fyrir sér hvað felst í orðum Bryndísar Loftsdóttur þar sem hún fullyrðir að faglega sé að verki staðið hjá úthlutunarnefndunum og að listmannalaunin séu verkefnatengd. En, umsóknirnar eru trúnaðarmál og nefndirnar eru bundnar þagnarskyldu.VarnaglarHeimildir sem Vísir byggir á, í þeirri viðleitni að fá yfirsýn yfir útgefin verk umræddra höfunda, eru furðanlega tætingslegar. Hvergi virðist að finna heildstætt yfirlit yfir útgáfuna. Feta má sig eftir rangölum gegnir.is, sem er vefur bókasafnanna, eða leitir.is en það er tímafrekt og ruglingslegt þar sem endurútgáfur og þýðingar verkanna eru í einum hrærigraut. Forlagið er með gagnlegan vef þar sem haldið utan um verk höfunda, höfundarnir sjálfir, svo sem Bragi Ólafsson og Andri Snær eru með heimasíður þar sem finna má upplýsingar um útgáfuna og þá má nefna vef á borð við bokmenntir.is og svo wikipedia. Hér verður því að slá varnagla, vera kann að útgáfuskrá þeirra höfunda sem hér eru nefndir, sé ekki tæmandi og eru allar ábendingar þess efnis vel þegnar, og verður þá þeim verkum bætt inní, eftir atvikum. Tengdar fréttir Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Uppfært klukkan 11, 20. janúar 2016. Athugasemdir hafa borist þess efnis að fyrirsögnin sé röng, Draumalandið kom út í mars árið 2007 og er því innan tíu ára rammans. Hið rétta er að Andri Snær sendi frá sér eina bók á tæpum tíu árum. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni en nánar er gerð grein fyrir henni hér. Erfitt er að setja mælistiku á listrænt framlag hvers um sig, slíkt verður ekki metið í blaðsíðum og/eða fjölda titla og er afstætt. En, eins og formaður stjórnar listmannalauna, Bryndís Loftsdóttir, hefur ítrekað sagt í tengslum við umræðu sem farið hefur af stað eftir úthlutun listamannalauna og þá ekki síst fréttar Vísis um að öll stjórn Rithöfundasambandsins hlaut full laun út árið 2016: „Að baki hverri umsókn liggur verkefni til grundvallar sem matið byggir fyrst og fremst á. Menn fá ekki úthlutað til tíu ára á einu bretti. Þessir listamenn hafa þurft að sækja um aftur og aftur og fengið umsóknir sínar samþykktar,“ segir Bryndís.Fréttablaðið birti úttekt þar sem gerð er grein fyrir úthlutun síðustu tíu ára. Þar segir Bryndís jafnframt að miðað við framvinduskýrslur sem listamenn hafa skilað, og Bryndís lesið, þá séu Íslendingar að fá mikið fyrir peningana. Úthlutanir séu byggðar á faglegu mati og „þá væntanlega byggt á verkefni og frammistöðu viðkomandi listamanns. Það verður þá bara að segjast eins og er að þetta séu góðir listamenn að mati úthlutunarnefndar sem er í stöðugri breytingu því fólk má ekki sitja lengur en þrjú ár.“ Orð Bryndísar kalla á að farið sé yfir afköstin og Vísir svarar kallinu. Hér verður skoðað höfundarverk þeirra höfunda sem hafa fengið, á þessu tíu ára tímabili, í mánuðum talið meira en níu ár. Ekki verður litið til þýðinga né leikritunar – en slík skrif eru oftar en ekki sérpöntuð af leikhúsunum og greitt fyrir þau sérstaklega. Hér er sem sagt einkum litið til útgáfu bóka: skáldsagna, smásagnasafna og ljóðabóka. Eitt og annað athyglisvert kemur á daginn, og einhverjum kann að þykja merkilegt að aðeins ein kona, Kristín Steinsdóttir, er meðal þeirra sjö efstu sem hér eru nefndir.Margvísleg verk frá Braga ÓlafssyniBragi Ólafsson hefur verið nokkuð þaulsetinn við skrifpúlt sitt. Árið 2010 kom út bókin Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Árið 2012 kom skáldsagan Fjarveran og svo í fyrra kom skáldsagan Sögumaðurinn út. Ljóðabókin Rómantískt andrúmsloft kom út árið 2012 og svo sendi hann frá sér smásagnasafnið Mátunarklefann árið 2007. Rússneski þátturinn, smásagnasafn, kom út árið 2014. Þá má og geta þess, sem má heita athyglisvert einmitt í þessu samhengi, að í fyrra kom út stutt og umdeild skáldsaga eftir Braga, Bögglapóststofan en hún kom hins vegar ekki fyrir almannasjónir heldur var skrifuð sérstaklega fyrir fjárfestingafyrirtækið Gamma.Afköst Gyrðis hljóta að teljast með miklum ágætum.visir/antonGyrðir Elíasson býsna iðinn Gyrðir er einn viðurkenndasti rithöfundur landsins og hann má heita með þeim duglegri í þessum hópi. Samkvæmt Wikipedia hefur Gyrðir sent frá sér þrjár ljóðabækur á þessu tímabili sem um ræðir. Nokkur almenn orð um kulnun sólar (2009), Nokkur ljóð (2012) og Hér vex enginn sítrónuviður (2012). Gyrðir sendi frá sér smásagnasafnið Milli trjánna árið 2009 og þá Koparakur 2014. Þá má nefna til sögunnar smáprósarnir Lungnafiskana árið 2014. Sé litið til skáldsagna Gyrðis þá eru þær tvær á þessu tímabili: Sandárbókin. Pasoralsónata (2007) og Suðurglugginn (2012). Og þó þýðingar séu hér utan sviga verður að geta þess að Gyrðir er óhemju afkastamikill á því sviði.Kristín Steinsdóttir skipulagður höfundurHeimildir um afurðir rithöfunda eru tætingslegar en ef enn er stuðst við Wikipedia þá er Kristín Steinsdóttir mjög skipulagður höfundur. Fjögur verk voru gefin út eftir hana á þessu umrædda tímabili: Skáldsögurnar Ljósa (2010), Bjarna-Dísa (2012) og Vonarlandið (2014). Auk þess leit barnabókin Hetjur dagsins ljós árið 2009.Vandvirkur SjónSjón er afar vandvirkur rithöfundur og útgefnar bækur á þessu umrædda tímabili eru ekki margar. Á móti kemur að fáir ef nokkrir rithöfundar hafa fengið eins mörg og margvísleg verðlaun fyrir verk sín og Sjón. Þau verða hins vegar ekki tíunduð hér. Útgefnar bækur frá og með að telja árinu 2007 eru Söngur steinasafnarans. Rökkurbýsnir voru gefnar út árið 2008 og Mánasteinn árið 2013. Þá sendi Sjón frá sér ljóðabókina Gráspörvar og ígulker 2015.Endurminningar Sigurðar PálssonarSigurður Pálsson skáld er vitaskuld einn okkar snjallasti þýðandi en við horfum ekki til þess hér, eins og áður sagði. Endurminningar Sigurðar komu allar út á þessu tímabili sem um ræðir: Minnisbók, Bernskubók og Táningabók, eins og sjá má á síðu Forlagsins. Sigurður hefur verið einna afkastamesta og viðurkenndasta ljóðskáld Íslendinga og á tímabilinu sendi hann frá sér ljóðabókina Ljóðorkulind (2012) og 2009 kom út Ljóðorkuþörf.Víkingurinn Einar MárEinar Már hefur verið lengi að og telst með þeim höfundum íslenskum sem hafa farið utan og gert garðinn frægan. En sé litið til útgáfu verka hans undanfarin tíu árin er þessi niðurstaðan: Árið 2007 kom út skáldsagan Rimlar hugans, Íslenskir kóngar kom út 2012 og svo Hundadagar í fyrra. Þá má og nefna greinasöfnin Hvíta bókin (2009) og Bankastræti núll (2011), bækur sem Mál og menning gaf út þannig að eftir var tekið.Andri Snær gefur sér góðan tíma, áður en hann sendir frá sér verk í prentsmiðjuna.visir/valliOfurvandvirkur Andri SnærEf Sjón má heita vandvirkur, þá verður Andri Snær að teljast ofurvandvirkur – svo mjög að hann sker sig úr. Á þessu tíu ára tímabili sem er undir fór aðeins eitt verk eftir hann í gegnum prentvélarnar. Þetta er bókin Tímakistan sem kom út árið 2013. Þetta er samkvæmt hans eigin heimasíðu. Það að aðeins megi finna eitt útgefið verk eftir Andra Snæ á þessu tímabili hlýtur að gefa tilefni til að velta fyrir sér hvað felst í orðum Bryndísar Loftsdóttur þar sem hún fullyrðir að faglega sé að verki staðið hjá úthlutunarnefndunum og að listmannalaunin séu verkefnatengd. En, umsóknirnar eru trúnaðarmál og nefndirnar eru bundnar þagnarskyldu.VarnaglarHeimildir sem Vísir byggir á, í þeirri viðleitni að fá yfirsýn yfir útgefin verk umræddra höfunda, eru furðanlega tætingslegar. Hvergi virðist að finna heildstætt yfirlit yfir útgáfuna. Feta má sig eftir rangölum gegnir.is, sem er vefur bókasafnanna, eða leitir.is en það er tímafrekt og ruglingslegt þar sem endurútgáfur og þýðingar verkanna eru í einum hrærigraut. Forlagið er með gagnlegan vef þar sem haldið utan um verk höfunda, höfundarnir sjálfir, svo sem Bragi Ólafsson og Andri Snær eru með heimasíður þar sem finna má upplýsingar um útgáfuna og þá má nefna vef á borð við bokmenntir.is og svo wikipedia. Hér verður því að slá varnagla, vera kann að útgáfuskrá þeirra höfunda sem hér eru nefndir, sé ekki tæmandi og eru allar ábendingar þess efnis vel þegnar, og verður þá þeim verkum bætt inní, eftir atvikum.
Tengdar fréttir Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Völdu nefndina sem úthlutaði þeim árslaunum Stjórn Rithöfundasambandsins hlaut öll hámarksstyrk úr launasjóði listamanna. Stjórnin valdi sjálf úthlutunarnefndina. Formaðurinn segir stjórnina ekki hafa afskipti af störfum nefndarinnar. 11. janúar 2016 14:39
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11