Yfirmaður fíkniefnadeildar fundaði með innanríkisráðherra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. janúar 2016 18:29 Aldís Hilmarsdóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir. vísir/heiða/stefán Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, og Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, funduðu í dag. Þetta staðfestir Aldís í samtali við Vísi en vill ekki upplýsa um efni fundarins. Samkvæmt frétt á vef Ríkisútvarpsins voru samskipti Aldísar og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til umræðu. „Ég óskaði sjálf eftir fundinum en ég bað um hann skömmu fyrir jól. Hann frestaðist vegna fría og anna,“ segir Aldís. Hún telur að það sem fram á fundinum sé ekki fjölmiðlaefni og ætlar ekki að upplýsa um það. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Sigríður Björk viðrað þá skoðun sína að færa Aldísi úr starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar og finna henni annað hlutverk. Samkvæmt frétt á vef Fréttatímans eru Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, andvígir því að Aldís verði færð úr núverandi stöðu sinni. „Ég veit ekkert um fundinn eða hvað fór þar fram og tjái mig ekki um hann,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í samtali við Vísi. „Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að verið er að fara yfir stöðu fíkniefnadeildarinnar og skoða skipulag innan lögreglunnar.“ Sigríður Björk hefur áður sagt að verið sé að endurskipuleggja innra skipulag en það gerði hún í viðtali í Íslandi í dag fyrir tveimur dögum. Líkt og fjallað hefur verið um hafa mál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildarinnar verið til skoðunar að undanförnu. Í vikunni var tilkynnt um að ríkissaksóknari hefði mál annars mannsins hjá sér en héraðssaksóknari fer með hitt. Ekki náðist í Ólöfu Nordal við vinnslu fréttarinnar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, og Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins, funduðu í dag. Þetta staðfestir Aldís í samtali við Vísi en vill ekki upplýsa um efni fundarins. Samkvæmt frétt á vef Ríkisútvarpsins voru samskipti Aldísar og Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, til umræðu. „Ég óskaði sjálf eftir fundinum en ég bað um hann skömmu fyrir jól. Hann frestaðist vegna fría og anna,“ segir Aldís. Hún telur að það sem fram á fundinum sé ekki fjölmiðlaefni og ætlar ekki að upplýsa um það. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Sigríður Björk viðrað þá skoðun sína að færa Aldísi úr starfi sem yfirmaður fíkniefnadeildar og finna henni annað hlutverk. Samkvæmt frétt á vef Fréttatímans eru Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, andvígir því að Aldís verði færð úr núverandi stöðu sinni. „Ég veit ekkert um fundinn eða hvað fór þar fram og tjái mig ekki um hann,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir í samtali við Vísi. „Það liggur hins vegar í hlutarins eðli að verið er að fara yfir stöðu fíkniefnadeildarinnar og skoða skipulag innan lögreglunnar.“ Sigríður Björk hefur áður sagt að verið sé að endurskipuleggja innra skipulag en það gerði hún í viðtali í Íslandi í dag fyrir tveimur dögum. Líkt og fjallað hefur verið um hafa mál tveggja starfsmanna fíkniefnadeildarinnar verið til skoðunar að undanförnu. Í vikunni var tilkynnt um að ríkissaksóknari hefði mál annars mannsins hjá sér en héraðssaksóknari fer með hitt. Ekki náðist í Ólöfu Nordal við vinnslu fréttarinnar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00 Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Haraldur ríkislögreglustjóri: Það líðst engin spilling Ríkislögreglustjóri segir spillingarmál innan lögreglunnar sjaldgæf. Hann segir samskiptavanda hjá LRH hugsanlega mega rekja til þess að í fyrsta sinn sé kona í forystusætinu. 8. janúar 2016 06:00
Aðstoðarlögreglustjóri neitar að tjá sig um spillinguna Í áraraðir hafði verið kvartað yfir lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild lögreglunnar vegna gruns samstarfsfélaga um óeðlileg samskipti við brotamenn. 11. janúar 2016 06:00