Engin plön um þjóðaratkvæði um verðtryggingu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. janúar 2016 14:30 Sigmundur Davíð viðraði hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu í Eyjunni um helgina. Vísir/Valli Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann. Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Engin vinna hefur átt sér stað til undirbúnings þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi það í þættinum Eyjunni um helgina að verðtryggingin væri mál sem vel væri hægt að hugsa sér að færi í slíkt ferli. „Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð í þættinum.Ekki allir hrifnir Sterk viðbrögð hafa verið við þessari hugmynd, sem er þó ekki búið að skoða að neinu marki. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði til dæmis í sérstakri bloggfærslu um málið að ekkert kallaði á þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og þjóðfélagsrýnir, tók í sama streng og sagði á Facebook að Sigmundur væri að biðja um rándýrt klapp á bakið frá kjósendum og hjálp við að leysa ágreining innan hans eigin ríkisstjórnar.Þingflokkurinn til í þjóðaratkvæði Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segir vel koma til greina að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það liggur alveg ljóst fyrir að það er lagt upp með það að afnema verðtryggingu og ég er sannfærður um það að mikill meirihlutstuðningur á meðal þjóðarinnar við það að afnema verðtrygginguna.Ásmundur Einar, þingflokksformaður Framsóknarflokks.vísir/pjetur„Ég held að forsætisráðherra hafi verið að benda á það með þessu að þjóðarhjartað slær með þessum hætti,“ segir hann. „Þess vegna finnst mér það sem hann er að viðra þarna bara mjög jákvætt fyrir þetta mál, ef við gætum sett það í þjóðaratkvæðagreiðslu, ef menn geta ekki komið sér saman um það að fylgja þessum þjóðartakti,“ segir hann.Sannfærður um að grasrótin vilji afnám En nú hafa það ekki síst verið þingmenn Sjálfstæðisflokks sem hafa verið andsnúnir afnámi eða banni verðtryggingarinnar. Væru þið með þessari þjóðaratkvæðagreiðslu að afgreiða þann ágreining? „Ég er sannfærður um að bæði í grasrót Sjálfstæðisflokksins og hjá mörgum þingmönnum slær hjartað eins og þjóðarsálin almennt,“ segir hann. „En lykilatriði í þessu er að meirihluti þjóðarinnar vill afnema verðtrygginguna og þessi ríkisstjórn lagði upp með það og það er það sem Sigmundur Davíð var að tala um í þessu viðtali að það geti verið mjög jákvætt skref að athuga hvort það sé ekki bara raunverulegur þjóðarvilji til að afnema hana.“ Þingflokksfundur stendur nú yfir í flokknum þar sem meðal annars er verið að ræða um verðtrygginguna. „Ég hef þá trú að þjóðarhjartað slái með þeim hætti jafnvel þó einhverjir stjórnmálamenn og hluti forystumanna launþegahreyfinga og atvinnurekenda séu ekki sammála þessari skoðun,“ segir hann.
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01 Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fleiri fréttir Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Sjá meira
Ekkert kalli á hugmynd forsætisráðherra um þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Helgi Hrafn Gunnarsson segir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu eiga að koma frá þjóðinni sjálfri. 18. janúar 2016 09:01
Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Forsætisráðherra er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. 17. janúar 2016 20:02