Komið að ögurstundu Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. janúar 2016 00:01 Andri Snær telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins og spyr sig hvort hann þori, geti og vilji bjóða sig fram til forseta Íslands. Honum finnst verkefni embættisins spennandi. Fréttablaðið/Stefán Tæplega fjörutíu og tvö þúsund Íslendingar hafa þegar þetta er skrifað, skrifað undir á vefsíðunni Hjartalandsins.is þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er einn þeirra sem hefur verið ötull í baráttu sinni fyrir verndun hálendis Íslands. Í nóvember héldu hann og Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður blaðamannafund til að vekja athygli á starfi Gætum garðsins, samtaka sem vinna að því að vekja athygli á sérstöðu og verðmæti miðhálendisins og hvetja til stofnunar þjóðgarðs sem næði yfir víðerni Vatnajökuls, Horfsjökuls og Langjökuls. Andri Snær telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? Andri Snær býr í austurborginni með eiginkonu sinni Margréti Sjöfn Torp og börnum þeirra fjórum, Hlyn Snæ, Kristínu Lovísu, Elínu Freyju, Huldu Filippíu og hundinum Trommu. Tromma gægist út um dyragættina, sérstakur á að líta, mjóleitur, grannur með silkisléttan feld með eins konar tígrismynstri og blíðleg augu. „Hann gæti verið blanda af kengúru og tígrisdýri eða ketti,“ segir Andri Snær léttur í lundu. „Hann geltir svona tvisvar í viku.“ Tromma er tveggja ára og af tegundinni Whippet. Andri Snær lýsir því að þegar hann eignaðist hundinn hafi hann séð fyrir sér að hann myndi bæta ráð sittt og fara með hann oft út að hlaupa. „En hann hleypur á sextíu kílómetra hraða, þess á milli vill hann kúra eins og köttur.“ Intróvert eins og eigandinn? „Já, ég er ansi hræddur um það.“ Tromma kemur sér fyrir við stóran stofugluggann, teygir upp hálsinn og sperrir upp eyrun meðan hún fylgist með smáfuglum í garðinum. Annað augað hefur hún þó stundum sýnilega á gestinum. Andri Snær sest við borðstofuborðið. Jón Sigurðsson gægist svarthvítur og innrammaður á svífandi konu í mynd eftir Kristínu Blöndal. Til vinstri í holinu er blá og grænmáluð Herðubreið Stórvals og forvitnileg gömul svarthvít mynd af pari í fjallgöngu. Árið er liðið. Janúar fékk nafn eftir guðinum Janusi sem hafði tvö andlit og gat horft aftur í tímann með öðru en til framtíðar með hinu. Við lítum til baka.Messur í stofunniAndri Snær er fjórðu kynslóðar Árbæingur. „Það er áhugavert að alast upp í úthverfi sem virðist á yfirborðinu ekki eiga neina sögu eða merkingu, hvorki hinn sögulegi miðbær né sveitin né sjávarþorpið. Í dag alast langflestir Íslendingar upp í nýbyggðum sögulausum úthverfum og oft fylgja þau skilaboð um að sá sem býr þar sé ekki ,,alvöru", að maður hafi ekki kynnst ,,lífinu". Langafi og langamma voru frumbyggjar í Árbænum, langafi var múrarmeistari og byggði mörg helstu stórhýsin í Reykjavík eins og Landspítalann og Arnarhvál, Hann reisti stórt íbúðarhús áður en hverfið sjálft var skipulagt. Allir árbæingar sofa í dag hornrétt á svefnherbergi langaafa og langömmu. Húsið hét Selás 3 og það var stórt og reisulegt og þannig séð sögulegt fyrir þetta hverfi, stofan var vígð til að halda þar messur og þar var lengi vel eini síminn í hverfinu. En húsið var rifið einn daginn þegar ég var rúmlega tvítugur. Okkur þótti það leiðinlegt en við gerðum ekkert í því og húsið var eflaust selt á andvirði raðhúsalóðar. Þá sá ég svo skýrt að ef maður tekur ekki afstöðu hefur maður engin áhrif á heiminn. Stundum verður maður bara að taka slaginn og stíga fram.“Andri Snær steig fram og gaf út sína fyrstu ljóðabók Ljóðasmygl og skáldarán árið 1995 þá tuttugu og tveggja ára gamall. Ári seinna gaf hann út Bónusljóð sem vöktu athygli og voru lengi vel mest selda ljóðabók á Íslandi.Að vernda það sem maður elskar„Ein af fyrirmyndum mínum er Þórður Helgason skáld. Þórður er vinur pabba míns og var mér mikil stoð þegar ég gaf út mína fyrstu bók. Hann las yfir ljóðin og sagði mér hvað ég ætti að halda áfram að vinna með og hverju ég ætti að sleppa. Hann hleypti í mig kjarki. Seinna meir kynntist ég merkilegu fólki í náttúruverndarbaráttunni, einn þeirra var Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur. Hann var einstaklega fjölhæfur listamaður, ljósmyndari, kafari, líffræðingur, rithöfundur og náttúra Íslands varð hans ævistarf. Hann átt sér skýra sýn um hvernig þekking og skilningur gæti gert okkur kleift að umgangast jörðina betur. Einkunnarorð hans voru þessi: Þú verndar aðeins það sem þú elskar, þú elskar aðeins það sem þú þekkir. Þú þekkir aðeins það sem þér er kennt.“Sterkar kvenfyrirmyndirFyrirmyndir hans í lífinu eru fleiri sterkar. Þær eru reyndar fjölmargar og standa honum nærri. „Ég er kominn af miklu fjallafólki, amma og afi voru frumkvöðlar í Jöklarannsóknarfélaginu og svo afi og amma í Teigagerði sem héldu uppi villimannabúskap á Melrakkasléttu en þar geymir fjölskyldan sjálfsmyndina. Pabbi er fæddur á Norðfirði en þaðan var Herdís amma sem var mikill húmoristi og kjarnakona. Björn afi er fæddur á Bíldudal en hann varð skurðlæknir í New York og nýtur elliáranna á Florida, 94 ára gamall en ég leit mest upp til móðurbróður míns sem varð einn fremsti krókódílasérfræðingur í heimi. Svo er það Árni Þór frændi minn sem keppti í Sarajevo 1984, sem hafði eðlilega mikil áhrif á 11 ára strák. Það eru margar sterkar konur í kringum mig. Mamma er eineggja tvíburi svo ég á næstum tvær mömmur. Hulda amma fékk reiðhjól í fermingargjöf og hjólaði frá Reykjavík til Stykkishólms til að heimsækja ömmu sína en hún varð síðan fyrsta konan sem fékk svifflugupróf. Hulda systir mín er fyrsta íslenska konan til að verða heilaskurðlæknir. Magga konan mín er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, hún er minn besti vinur og nánasti samstarfsmaður, hún er eitilharður yfirlesari og hefur lyft bókunum mínum á hærra plan.“Mótandi ár í BandaríkjunumUngum var Andra Snæ kennt að umgangast náttúruna af virðingu. „Þegar við vorum komin heim keypti pabbi Volvo Lapplander og við hossuðumst um allt hálendið. Maður skynjaði vel hversu stórbrotið en um leið viðkvæmt landið okkar er og ég held að þessi ferðalög hafi skilið nokkuð mikilvægt eftir sig.“ Andri flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna þegar hann var þriggja ára og bjó þar fram til níu ára aldurs. Árin í Bandaríkjunum mótuðu sýn hans á landið. „Ég þóttist mjög sigldur þegar ég kom heim til Íslands. Þótt ég hafi ekki verið gamall fannst mér margir vankostir Íslands vera kostir, ég fékk einhverja íróníska fjarlægð eða kannski bólusetningu og ég sá hluti einhvernveginn frá öðru sjónarhorni. Mér finnst ennþá eins og við séum stundum ginkeypt og hendum því sem er einstakt og sérstakt fyrir einhvern misskilning.“Of mikið vald stórfyrirtækjaÍ bókum sínum hefur hann átt það til að spegla samfélagið með ýmsum hætti. Hann er ólíkindatól. „Ég held að í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur sé ég að leika mér að hugmyndum og mér finnst áhugavert að reyna nýja hluti og ný sjónarhorn, það á ekki bara við um skáldskapinn heldur áhugamálin og hugsjónirnar líka.“ Andri Snær hefur haldið ótal fyrirlestra um skapandi hugsun og náttúruvernd. „Mér finnast hugmyndir áhugaverðar og stórar spurningar sem varða samfélagið og framtíðina. Síðustu ár hef ég verið upptekin af stórum ákvörðunum sem hafa verið teknar á Íslandi varðandi fórnum á náttúru landsins og virðist byggja á eftirsókn í öryggi sem færir í rauninni of mikið vald í hendur örfárra stórfyrirtækja. Oft heyrir maður rök um að ekkert annað sé hægt að gera en fólk hefur alltaf val, ekki síst hér á Íslandi. Ef menn vilja stjórna fólki er merkilega einfalt að taka frá þeim valkostina, mér finnst fólki hafa verið stýrt inn í stóriðjustefnuna.Aukið vald með nýrri stjórnarskráHann nefnir að vinna að nýrri stjórnarskrá sé mikilvæg í þessu samhengi. „Nýja stjórnarskráin er mjög fallegt plagg og hún færir fólki aukið vald. Allt ferlið frá grasrótinni til þúsund manna þjóðfundar til stjórnarskrárnefndar var fallegur gjörningur og dæmi um eitthvað sem Íslendingar geta gert og ættu að vera stoltir af, eitthvað sem lýsir héðan. Heimildarmynd um ferlið hefur verið sýnd í háskólum og lagadeildum um allan heim. Fólk horfir hugfangið á stemninguna og hvernig þetta rímar við okkar tíma og kröfu um aukið lýðræði en svo kemur lokaskiltið um að henni hafi verið stungið ofan í skúffu og salurinn hrópar bara NEI! Að henda þessari vinnu og skera á þetta lýðræðislega ferli er táknrænt fyrir hvernig við núllum út kraftana hjá hvort öðru og eyðileggjum gríðarlega vinnu. Íslendingar erlendis horfa forviða upp á hvað er að gerast hérna heima. Ég hitti einn á þorrablóti í Sviss sem sagði mér að þar með hafi hann endanlega gefist upp á að nokkuð myndi breytast hérna.“Önnur framtíðarsýnAndri Snær vill aðra framtíðarsýn. „Menn geta spurt af hverju menn eru ekki bara kátir? Er ekki excelskjalið að lagast? Er ekki allt komið í fullan gang? En ég held að ósamstaðan liggi í stórum málum þar sem markmiðið virðist vera að sigra en ekki að ná sáttum eða sameiginlegri niðurstöðu. Þetta virðist vera ósiður inni á þingi en síðan er þessu varpað út í samfélagið - þar sem frjáls félagasamtök og grasrótarhópar eru meðhöndlaðir eins og hver önnur stjórnarandstaða sem ber að sigrast á. Auðvitað er niðurstaðan neikvæð fyrir samfélagið. Þegar alræði meirihlutans kemur saman við flokksræði - þá er niðurstaðan hreint einræði. Almenningur býr í fjölbreyttu samfélagi og á vini, ættingja og vinnufélaga með margvíslegar skoðanir - en þegar menn setja hlemminn á hálft samfélagið - þá hlýtur að sjóða upp úr. Dæmin eru ótal mörg þar sem umdeildum málum er meðvitað haldið utan kosningabaráttunnar en fylgi keypt með rándýrum loforðum. Fjögur ár virðast skipulögð í meginatriðum í einni sumarbústaðaferð flokksleiðtoga og svo á bara að framkvæma án umræðu. Eina vald almennings er að bölva viðkomandi á samfélagsmiðlum. Við höfum allt of veika framtíðarsýn, það er einhver tilfinning fyrir því að við séum að bítast um sömu bitana, að samfélagið sé á ystu nöf. Ástæðan fyrir því að ég steig fram í Draumalandinu var að ég hitti sérfræðinga sem beinlínis sögðu mér að þegar þeir tjáðu sig kæmu skipanir að ofan um að þeir ættu ekki að upplýsa almenning. Það særði mína innstu réttlætiskennd og mér fannst að þetta ætti ekki að gerast á þessu landi. Mér fannst þetta algjört brot á því hvernig við eigum að haga okkur. Að múlbinda doktor í líffræði eða jarðfræði og banna honum að tala vegna þess að orð hans gætu haft áhrif er eins og að svindla í fótbolta. Taka með höndum boltann og labba með hann í markið og blinda dómarann í leiðinni. Mér fannst það vera skylda rithöfundar að stíga inn í þetta ástand.Lýðræði snýst um valÍslenskt lýðræði segir Andri Snær að eigi að snúast um marga valkosti, ekki þrönga. „Mér finnst sérkennilegt að ég hafi þurft að taka þátt í baráttu fyrir verndun Þjórsárvera á sjálfri 21. öldinni. Þegar fólk segir: Það er engin önnur hugmynd, þá ættum við að hugsa okkar gang. Við vitum að það eru alltaf til aðrar leiðir. Við megum ekki njörva heimsmyndina. Lýðræði snýst um val, og ef að þú ætlar að hafa val þá þarftu að hafa valkosti. Ef fólk hefur verið barið niður í það að það sé bara einn kostur, þá er það ekki lýðræði. Og þess vegna sjáum við þessar miklu tilfinningar kringum stóriðjustefnuna. Við sjáum síðan hvernig menn tefla saman landsbyggð og höfuðborg eða níðyrðið 101 Reykjavík þegar raunin er sú að það eru jafn margir eða fleiri náttúruverndarsinnar úti á landi. Heimili fólks og heimabyggð er fólki heilagt og hálendið er sömuleiðis mörgum heilagt. Þegar þessu er stillt upp sem andstæðum verður niðurstaðan fullkomlega klofið samfélag. “Það á ekki allt að vera í rugliAndri Snær leiðir hugann að auðlindum landsins, öðrum en Íslendingum. „Ísland veiðir um 1% af öllum fiski í heiminum, það er meira en Þjóðverjar, Danir og Frakkar veiða til samans. Ísland bræðir um 2% af öllu áli í heiminum, meira en Þjóðverjar og Frakkar til samans, við erum með uppsetta orku sem gæti nánast knúið Danmörku, hitaveiturnar skila okkur orku á við tvö kjarnorkuver, hreint of ókeypis, við erum með sex hundruð þúsund tonn af hreinu vatni á mann, sem er kannski dýrmætasta auðlindin. Við erum með fleiri ferðamann á mann heldur en flestar Evrópuþjóðar. Ímyndum okkur allar þessar auðlindir samankomnar í einni 300.000 manna borg í Evrópu. Borg eins og Árósar, Malmö eða Kiel. Þessi Íslandsborg væri sjálfkrafa orðin stærsta iðnaðarborgin, mesta fiskveiðiborgin, mesta orkuborgin, stærsti ferðamannastaðurinn og hún ætti jafnframt mestu ósnortnu náttúruna, flestar lóur miðað við höfðatölu, gott listalíf ásamt því að öll kjöt og mjólkurframleiðsla fer fram innan borgarmúranna. Myndi einhverjum detta í hug að þessir borgarbúar væru blankir skuldugir og fúlir? Myndu menn telja að þeir væru svo aðkrepptir að þeir hefðu ekki efni á myndarlegum þjóðgarði? Það á ekki að vera allt í rugli hérna. Hér eru grunninnviðir fyrir milljón manna samfélag. Og ef við erum ekki ,,Noregur norðursins" af þessum auðlindum þá eru sumar þeirra kannski ekki auðlindir, kannski bara gildrur sem draga athyglina frá því sem skiptir meira máli í menntun, viðskiptum eða vísindum. Ef við horfum á lönd með 10% af bananarækt heimsins eða mestu demantanámurnar þá er auðlegð ekki endilega fylgifiskur hráefnanna. Framtíðin býr ekki í því að sækja í fleiri auðlindir, við gætum fullvirkjað hálendið án þess að fá fleiri störf eða peninga. Mér hugnast ekki þessi framtíðarsýn að markmiðið sé saxa og saxa á náttúrugæðin og í hvert skipti er það alveg bráðnauðsynlegt. Þeir sem best þekkja landið eru allir orðnir vígmóðir bardagamenn, og eyða sínum tíma í að verja það sem þykir fallegt og heilagt.“Vanrækt hálendiHann segir framtíðina hljóta að liggja í því að að búa til verðmæti úr hráefninu. „Eða nýta hráefni sem aðrir hafa búið til eins og Danir. Megnið af sjávarfanginu fer í svína, kjúklinga og laxafóður. Allt álið fer óunnið úr landi. Eftir 20 ár efast ég um að mönnum detti það lengur í hug. Það er eins og að breyta harðvið í spónaplötur vegna þess að aðalmálið er að höggva skóginn. Við eigum núna hálendi sem er afar verðmætt og skilar okkur tekjum á við sjálfa landhelgina en það er vanrækt. Menn skera niður í landvörslu. Það er svo skrítið að ástæðan gæti varla verið annað en hugmyndafræðileg. Að eiga glæsilega þjóðgarð yrði okkur mikils virði, hálendið er þarna núna, en það þarf að passa upp á það. Við þurfum á sérstöðu að halda til að bæta upp vankosti Íslands, við verðum að eiga eitthvað sem er öfgafullt og heilagt.“BaráttumaðurAndri Snær segist aðspurður baráttumaður. Hann geti ekki að því gert. Það sé einhvern veginn gróið í hann að spyrna við. „Þetta gæti verið barátta fyrir ljóðinu, ljóðið á heima víðar eða að það skorti skáldskap í umhverfið, það gæti verið að mér finnist barnabækur ekki njóta þeirrar virðingar sem þær eiga skilið. Það gæti verið eitthvað slíkt. Það gæti verið eins og nýjasta dæmið þar sem að kemur eins og skipun að ofan að ráðamaður ákveður bara að ríkið eða þjóðin eigi að byggja hús eftir eigin höfði. Eins og þetta sé hans persónulega mál.“ Andri Snær vísar í ósk forsætisráðherra um byggingu í gömlum stíl Guðjóns Samúelssonar. „ Ég er sammála því að húsið er fallegt í sjálfu sér en vinnubrögðin ganga ekki upp. Skipulagsmál eru víða í ólestri og mistök blasa alls staðar við. En ríkið hefur byggt glæsilegustu hús landsins og sum þeirra eru á viðkvæmum stöðum eins og nýji Hæstaréttur og viðbygging alþingis sem Batteríið hannaði. Ef við viljum eignast Guðjón Samúelsson í samtímanum verðum við að trúa á fólk og gefa því tækifæri. Við getum ekki sniðgengið heila fagstétt. Hæfir arkitektar hafa hrökklast úr landi vegna verkefnaskorts. Ef maður þekkir arkitektúr almennt eða sögu Guðjóns Samúelssonar frá svona dönskum skólaverkefnum til Hallgrímskirkju og Þjóðleikhúss þá byggjum við ekki Disney-hús þótt það líti vel út á jólakortinu. Þú málar ekki eitthvað sem á að líkjast Kjarval eða biður Gus Gus að semja lag í anda Rick Ashley til að framkalla vellíðunartilfinningu.“ Á sama tíma viðurkennir hann að grunnhugsunin sé skiljanleg. „Menn verða að byggja hús sem falla að umhverfinu og það hefur allt of oft mistekist. En við verðum líka að hugsa um nýju hverfin. Ef ráðherra hefur raunverulegan áhuga á skipulagsmálum og arkitektúr þá væri mikilvægt að ræða gæði byggingarlistar almennt á Íslandi. Það lagast ekki með því að vantreysta samtíðarfólki. Það er í grundvallaratriðum rangt.“Firrt elíta gegn salti jarðarÞessi ósk finnst Andra kristalla þau skil sem hafa orðið á milli skapandi stétta á Íslandi og þeirra sem virðast ráða. „Menn hafa verið að keyra upp þennan klofning þar sem 101 Reykjavík og landsbyggðin er sett upp sem andstæður. Hin firrta elíta gegn salti jarðar. Í rauninni eru þetta tveir viðkæmir hópar sem þurfa á hinum að halda enda verða allar framfarir við blöndun og skörun hugmynda. Frábært dæmi er verkefni Listaháskólans, stefnumót hönnuða og bænda. Úthverfakrakkar sem vissu ekkert um búskap unnu með völdum bæjum og útkoman var mjög spennandi.“ Í pistli Andra, Í landi hinna klikkuðu karlmanna, segir hann að á Íslandi fái ótrúlegasta vitleysa gagnrýnislausa framsetningu. Er það svo? „Þetta á sér líka góðar hliðar. Ég held það megi ekki vanmeta alla vitleysuna sem býr í okkur. Ég hugsaði um það þegar ég ferðaðist um Nýja Englandi þar sem öll húsin líta eins út og allir vita hvernig þeir eiga að haga sér. Þetta átti við um eilífar hugmyndir um tvöföldun og þreföldun á öllu, öllum þessum æðum sem grípa okkur og hvort sem það eru loðdýr, hótel eða kísilver. Þetta er ,,röðin" í sínu ýktasta veldi. Andri Snær sagði í sama pistil að hérlendis sé fjallað um sturlun sem norm, jafnvel lífsnauðsyn og æði sé æðsta dyggðin – allt sé talið eðlilegt ef ,,heimamaður“ vill þetta. Síðast en ekki síst segir ekkert jafn klikkað á Íslandi og hinn heilagi heimamaður. „Heilagi heimamaðurinn er útgáfa af freka karlinum. Bæjarstjóri í þrjú hundruð manna sveitarfélagi í samningaviðræður við óþekkt rússnenskt olíufyrirtæki á meðan annar smábær hefur látið teikna alþjóðlegan flugvöll og malbikaðan Finnafjörð. Maður fær símtöl frá fólki sem býr einmitt á þessum stöðum og þau segja: karlarnir eru orðnir alveg vitlausir núna. Það var allt í fínu fyrir viku síðan. Heilagi heimamaðurinn talar eins og hann sé handhafi landsbyggðarinnar. Sá sem efast er sjálfkrafa á móti landsbyggðinni. En hvað með fólkið út á landi sem er á móti honum? Er það á móti sjálfu sér? Það er ekki skemmtilegt að horfa upp á landsbyggðina blæða út og þorp leggjast af. Það er harmleikur. Stóri harmleikurinn væri að spilla landinu vegna þess að grunnþörf þorps er allt í einu orðin orka sem gæti knúið Kaupmannahöfn. Landsbyggðinni er gert að þróast út frá skammtímahagsmunum verktaka og orkufyrirtækja, annars er enginn áhugi á þeim. Vestfirðir eru gott dæmi. Hvað myndi gerast þar í menningu, listum, hátækni, landbúnaði, ferðaþjónustu og menntun ef þeir fengju fimm milljarða eins og kísilverið á bakka fær í meðgjöf? Í rauninni finnst manni eins og það sé verið að spila á fólk.“Þori ég, get ég, vil ég?Nú horfum við fram í tímann. Í júní verða forsetakosningar. Hefur hann hugsað um að bjóða sig fram til forseta? „Ég hef forðast þessa spurningu eins og heitan eldinn en hugsaði fyrst alvarlega um það þegar Guðmundur Páll ræddi það fyrir nokkrum árum. Vinkona mín spurði um þetta og ég hugsaði: Þori ég? Get ég? Vil ég? Eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki neitað er hversu áhugaverðir tímarnir eru einmitt núna. Ég held að flestir vilji aukin völd og ný stjórnarskrá færir öryggisventilinn frá forseta til þjóðarinnar. Þarna er kafli um hvernig ákveðinn hluti landsmanna getur skotið málum til þjóðaratkvæðis. IceSave málið er reyndar gott dæmi. Ólafur Ragnar braut blað og færði þjóðinni kosningarétt í stóru máli og þjóðin kaus. Ég held að fólk vilji þetta vald. Með nýju stjórnarskránni er öryggisventillinn færður til grasrótarinnar.“ segir hann og vísar í InDefence hópinn sem var stofnaður í október 2008 af nokkrum Íslendingum sem ofbauð framferði breskra stjórnvalda gegn Íslandi við bankahrunið 2008. „ Þarna var komin grasrótarhreyfing sem aflaði sér meiri þekkingar og víðara tengslanets en sjálf ríkisstjórnin. Ríkisstjórnin fól að vanda ákveðinni skrifstofu í ráðuneytinu að sjá um verkefnið. En þeir voru í rauninni liðfærri en grasrótarhópurinn þar sem hver virkjar sitt tengslanet. Píanókennari úti í bæ gat náð sér í sérþekkingu sem jafnaðist á við upplýsingar þingheims og embættismanna. Mér finnst þetta spennandi tilhugsun sem styrkir tiltrú mina á aukið lýðræði. Með auknu lýðræði og þáttöku almennings í að taka ákvarðanir. Lýðræði er lifandi ferli og aukið aðgengi að upplýsingum hlýtur að kalla á þróun og það gerðist með stjórnarskránni.Ögurstund hvað varðar hálendi ÍslandsSíðan finnst mér við standa á ögurstund hvað varðar hálendi Íslands. Mér finnst náttúra Íslands ekki eiga sér málsvara hjá íslenskum stjórnvöldum og svo er heimurinn allur að breytast og ég hef sett mig vel inn í þau mál. Ég er reyndar í miðju verkefni hvað varðar bráðnun jökla og hnattrænar breytingar og hef rætt við marga helstu sérfræðinga heims á því sviði. Þar naut ég góðs af fólki sem Ólafur Ragnar bauð til landsins." Andri Snær nefnir Evrópu og flóttamannstrauminn. Hann segir mikilvægt að forseti Íslands styðji við Evrópu á umbrotatímum. „Mér finnst að forsetinn þurfi að vera mjög jákvæður gagnvart Evrópu. Ekki endilega hvað varðar að ganga í Evrópusambandið. Það eru leiðindaraddir komnar upp í allri Evrópu sem minna of mikið á það fólk sem kveikti í álfunni tvisvar á tuttugustu öld. Við getum ekki flúið þennan veruleika sem flóttamannastraumurinn er en það er hægt að leysa hann. Hvenær hefur Evrópa verið betri en hún er núna? Ekki 1940. Ekki 1980. Hún hefur aldrei verið betri,“ segir hann og leiðir hugann að stríðsárunum, kreppunni og þegar austurblokkin var í járnum. „Það er ekki sjálfsagt að það sé ekki stríð í Evrópu og Ísland á að styðja álfuna og tala hana upp, en ekki niður. Tromma og Andri Snær kveðja. Á leiðinni að dyrum tekur hann fram svarthvíta innrammaða ljósmynd af ömmu sinni og afa úr móðurætt sem er stillt upp í holinu. Þar sem þau standa brosandi með glampa í augunum á snævi þaktri jörð. „Þarna eru þau í brúðkaupsferðinni sinni uppi á Vatnajökli árið 1956 og á jöklinum er nefnd eftir þeim Brúðarbunga. Það er eitthvað við þessa mynd og þau sem minnir mig stundum á hvað er mikilvægt og hvað ekki.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Tæplega fjörutíu og tvö þúsund Íslendingar hafa þegar þetta er skrifað, skrifað undir á vefsíðunni Hjartalandsins.is þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason er einn þeirra sem hefur verið ötull í baráttu sinni fyrir verndun hálendis Íslands. Í nóvember héldu hann og Björk Guðmundsdóttir tónlistarmaður blaðamannafund til að vekja athygli á starfi Gætum garðsins, samtaka sem vinna að því að vekja athygli á sérstöðu og verðmæti miðhálendisins og hvetja til stofnunar þjóðgarðs sem næði yfir víðerni Vatnajökuls, Horfsjökuls og Langjökuls. Andri Snær telur komið að ögurstundu í baráttu fyrir vernd hálendisins, en það eru ekki einu verkefnin sem hann hefur ástríðu fyrir. Hann hefur í mörg ár talað fyrir auknu lýðræði og framtíðarsýn sem byggir á hugviti og sköpunarkrafti. Hann hefur ekki tekið ákvörðun um að bjóða sig fram til forseta. En spyr sig í anda þeirra kvenna sem hann lítur upp til. Þori ég, get ég, vil ég? Andri Snær býr í austurborginni með eiginkonu sinni Margréti Sjöfn Torp og börnum þeirra fjórum, Hlyn Snæ, Kristínu Lovísu, Elínu Freyju, Huldu Filippíu og hundinum Trommu. Tromma gægist út um dyragættina, sérstakur á að líta, mjóleitur, grannur með silkisléttan feld með eins konar tígrismynstri og blíðleg augu. „Hann gæti verið blanda af kengúru og tígrisdýri eða ketti,“ segir Andri Snær léttur í lundu. „Hann geltir svona tvisvar í viku.“ Tromma er tveggja ára og af tegundinni Whippet. Andri Snær lýsir því að þegar hann eignaðist hundinn hafi hann séð fyrir sér að hann myndi bæta ráð sittt og fara með hann oft út að hlaupa. „En hann hleypur á sextíu kílómetra hraða, þess á milli vill hann kúra eins og köttur.“ Intróvert eins og eigandinn? „Já, ég er ansi hræddur um það.“ Tromma kemur sér fyrir við stóran stofugluggann, teygir upp hálsinn og sperrir upp eyrun meðan hún fylgist með smáfuglum í garðinum. Annað augað hefur hún þó stundum sýnilega á gestinum. Andri Snær sest við borðstofuborðið. Jón Sigurðsson gægist svarthvítur og innrammaður á svífandi konu í mynd eftir Kristínu Blöndal. Til vinstri í holinu er blá og grænmáluð Herðubreið Stórvals og forvitnileg gömul svarthvít mynd af pari í fjallgöngu. Árið er liðið. Janúar fékk nafn eftir guðinum Janusi sem hafði tvö andlit og gat horft aftur í tímann með öðru en til framtíðar með hinu. Við lítum til baka.Messur í stofunniAndri Snær er fjórðu kynslóðar Árbæingur. „Það er áhugavert að alast upp í úthverfi sem virðist á yfirborðinu ekki eiga neina sögu eða merkingu, hvorki hinn sögulegi miðbær né sveitin né sjávarþorpið. Í dag alast langflestir Íslendingar upp í nýbyggðum sögulausum úthverfum og oft fylgja þau skilaboð um að sá sem býr þar sé ekki ,,alvöru", að maður hafi ekki kynnst ,,lífinu". Langafi og langamma voru frumbyggjar í Árbænum, langafi var múrarmeistari og byggði mörg helstu stórhýsin í Reykjavík eins og Landspítalann og Arnarhvál, Hann reisti stórt íbúðarhús áður en hverfið sjálft var skipulagt. Allir árbæingar sofa í dag hornrétt á svefnherbergi langaafa og langömmu. Húsið hét Selás 3 og það var stórt og reisulegt og þannig séð sögulegt fyrir þetta hverfi, stofan var vígð til að halda þar messur og þar var lengi vel eini síminn í hverfinu. En húsið var rifið einn daginn þegar ég var rúmlega tvítugur. Okkur þótti það leiðinlegt en við gerðum ekkert í því og húsið var eflaust selt á andvirði raðhúsalóðar. Þá sá ég svo skýrt að ef maður tekur ekki afstöðu hefur maður engin áhrif á heiminn. Stundum verður maður bara að taka slaginn og stíga fram.“Andri Snær steig fram og gaf út sína fyrstu ljóðabók Ljóðasmygl og skáldarán árið 1995 þá tuttugu og tveggja ára gamall. Ári seinna gaf hann út Bónusljóð sem vöktu athygli og voru lengi vel mest selda ljóðabók á Íslandi.Að vernda það sem maður elskar„Ein af fyrirmyndum mínum er Þórður Helgason skáld. Þórður er vinur pabba míns og var mér mikil stoð þegar ég gaf út mína fyrstu bók. Hann las yfir ljóðin og sagði mér hvað ég ætti að halda áfram að vinna með og hverju ég ætti að sleppa. Hann hleypti í mig kjarki. Seinna meir kynntist ég merkilegu fólki í náttúruverndarbaráttunni, einn þeirra var Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur og rithöfundur. Hann var einstaklega fjölhæfur listamaður, ljósmyndari, kafari, líffræðingur, rithöfundur og náttúra Íslands varð hans ævistarf. Hann átt sér skýra sýn um hvernig þekking og skilningur gæti gert okkur kleift að umgangast jörðina betur. Einkunnarorð hans voru þessi: Þú verndar aðeins það sem þú elskar, þú elskar aðeins það sem þú þekkir. Þú þekkir aðeins það sem þér er kennt.“Sterkar kvenfyrirmyndirFyrirmyndir hans í lífinu eru fleiri sterkar. Þær eru reyndar fjölmargar og standa honum nærri. „Ég er kominn af miklu fjallafólki, amma og afi voru frumkvöðlar í Jöklarannsóknarfélaginu og svo afi og amma í Teigagerði sem héldu uppi villimannabúskap á Melrakkasléttu en þar geymir fjölskyldan sjálfsmyndina. Pabbi er fæddur á Norðfirði en þaðan var Herdís amma sem var mikill húmoristi og kjarnakona. Björn afi er fæddur á Bíldudal en hann varð skurðlæknir í New York og nýtur elliáranna á Florida, 94 ára gamall en ég leit mest upp til móðurbróður míns sem varð einn fremsti krókódílasérfræðingur í heimi. Svo er það Árni Þór frændi minn sem keppti í Sarajevo 1984, sem hafði eðlilega mikil áhrif á 11 ára strák. Það eru margar sterkar konur í kringum mig. Mamma er eineggja tvíburi svo ég á næstum tvær mömmur. Hulda amma fékk reiðhjól í fermingargjöf og hjólaði frá Reykjavík til Stykkishólms til að heimsækja ömmu sína en hún varð síðan fyrsta konan sem fékk svifflugupróf. Hulda systir mín er fyrsta íslenska konan til að verða heilaskurðlæknir. Magga konan mín er hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, hún er minn besti vinur og nánasti samstarfsmaður, hún er eitilharður yfirlesari og hefur lyft bókunum mínum á hærra plan.“Mótandi ár í BandaríkjunumUngum var Andra Snæ kennt að umgangast náttúruna af virðingu. „Þegar við vorum komin heim keypti pabbi Volvo Lapplander og við hossuðumst um allt hálendið. Maður skynjaði vel hversu stórbrotið en um leið viðkvæmt landið okkar er og ég held að þessi ferðalög hafi skilið nokkuð mikilvægt eftir sig.“ Andri flutti með foreldrum sínum til Bandaríkjanna þegar hann var þriggja ára og bjó þar fram til níu ára aldurs. Árin í Bandaríkjunum mótuðu sýn hans á landið. „Ég þóttist mjög sigldur þegar ég kom heim til Íslands. Þótt ég hafi ekki verið gamall fannst mér margir vankostir Íslands vera kostir, ég fékk einhverja íróníska fjarlægð eða kannski bólusetningu og ég sá hluti einhvernveginn frá öðru sjónarhorni. Mér finnst ennþá eins og við séum stundum ginkeypt og hendum því sem er einstakt og sérstakt fyrir einhvern misskilning.“Of mikið vald stórfyrirtækjaÍ bókum sínum hefur hann átt það til að spegla samfélagið með ýmsum hætti. Hann er ólíkindatól. „Ég held að í öllu því sem ég tek mér fyrir hendur sé ég að leika mér að hugmyndum og mér finnst áhugavert að reyna nýja hluti og ný sjónarhorn, það á ekki bara við um skáldskapinn heldur áhugamálin og hugsjónirnar líka.“ Andri Snær hefur haldið ótal fyrirlestra um skapandi hugsun og náttúruvernd. „Mér finnast hugmyndir áhugaverðar og stórar spurningar sem varða samfélagið og framtíðina. Síðustu ár hef ég verið upptekin af stórum ákvörðunum sem hafa verið teknar á Íslandi varðandi fórnum á náttúru landsins og virðist byggja á eftirsókn í öryggi sem færir í rauninni of mikið vald í hendur örfárra stórfyrirtækja. Oft heyrir maður rök um að ekkert annað sé hægt að gera en fólk hefur alltaf val, ekki síst hér á Íslandi. Ef menn vilja stjórna fólki er merkilega einfalt að taka frá þeim valkostina, mér finnst fólki hafa verið stýrt inn í stóriðjustefnuna.Aukið vald með nýrri stjórnarskráHann nefnir að vinna að nýrri stjórnarskrá sé mikilvæg í þessu samhengi. „Nýja stjórnarskráin er mjög fallegt plagg og hún færir fólki aukið vald. Allt ferlið frá grasrótinni til þúsund manna þjóðfundar til stjórnarskrárnefndar var fallegur gjörningur og dæmi um eitthvað sem Íslendingar geta gert og ættu að vera stoltir af, eitthvað sem lýsir héðan. Heimildarmynd um ferlið hefur verið sýnd í háskólum og lagadeildum um allan heim. Fólk horfir hugfangið á stemninguna og hvernig þetta rímar við okkar tíma og kröfu um aukið lýðræði en svo kemur lokaskiltið um að henni hafi verið stungið ofan í skúffu og salurinn hrópar bara NEI! Að henda þessari vinnu og skera á þetta lýðræðislega ferli er táknrænt fyrir hvernig við núllum út kraftana hjá hvort öðru og eyðileggjum gríðarlega vinnu. Íslendingar erlendis horfa forviða upp á hvað er að gerast hérna heima. Ég hitti einn á þorrablóti í Sviss sem sagði mér að þar með hafi hann endanlega gefist upp á að nokkuð myndi breytast hérna.“Önnur framtíðarsýnAndri Snær vill aðra framtíðarsýn. „Menn geta spurt af hverju menn eru ekki bara kátir? Er ekki excelskjalið að lagast? Er ekki allt komið í fullan gang? En ég held að ósamstaðan liggi í stórum málum þar sem markmiðið virðist vera að sigra en ekki að ná sáttum eða sameiginlegri niðurstöðu. Þetta virðist vera ósiður inni á þingi en síðan er þessu varpað út í samfélagið - þar sem frjáls félagasamtök og grasrótarhópar eru meðhöndlaðir eins og hver önnur stjórnarandstaða sem ber að sigrast á. Auðvitað er niðurstaðan neikvæð fyrir samfélagið. Þegar alræði meirihlutans kemur saman við flokksræði - þá er niðurstaðan hreint einræði. Almenningur býr í fjölbreyttu samfélagi og á vini, ættingja og vinnufélaga með margvíslegar skoðanir - en þegar menn setja hlemminn á hálft samfélagið - þá hlýtur að sjóða upp úr. Dæmin eru ótal mörg þar sem umdeildum málum er meðvitað haldið utan kosningabaráttunnar en fylgi keypt með rándýrum loforðum. Fjögur ár virðast skipulögð í meginatriðum í einni sumarbústaðaferð flokksleiðtoga og svo á bara að framkvæma án umræðu. Eina vald almennings er að bölva viðkomandi á samfélagsmiðlum. Við höfum allt of veika framtíðarsýn, það er einhver tilfinning fyrir því að við séum að bítast um sömu bitana, að samfélagið sé á ystu nöf. Ástæðan fyrir því að ég steig fram í Draumalandinu var að ég hitti sérfræðinga sem beinlínis sögðu mér að þegar þeir tjáðu sig kæmu skipanir að ofan um að þeir ættu ekki að upplýsa almenning. Það særði mína innstu réttlætiskennd og mér fannst að þetta ætti ekki að gerast á þessu landi. Mér fannst þetta algjört brot á því hvernig við eigum að haga okkur. Að múlbinda doktor í líffræði eða jarðfræði og banna honum að tala vegna þess að orð hans gætu haft áhrif er eins og að svindla í fótbolta. Taka með höndum boltann og labba með hann í markið og blinda dómarann í leiðinni. Mér fannst það vera skylda rithöfundar að stíga inn í þetta ástand.Lýðræði snýst um valÍslenskt lýðræði segir Andri Snær að eigi að snúast um marga valkosti, ekki þrönga. „Mér finnst sérkennilegt að ég hafi þurft að taka þátt í baráttu fyrir verndun Þjórsárvera á sjálfri 21. öldinni. Þegar fólk segir: Það er engin önnur hugmynd, þá ættum við að hugsa okkar gang. Við vitum að það eru alltaf til aðrar leiðir. Við megum ekki njörva heimsmyndina. Lýðræði snýst um val, og ef að þú ætlar að hafa val þá þarftu að hafa valkosti. Ef fólk hefur verið barið niður í það að það sé bara einn kostur, þá er það ekki lýðræði. Og þess vegna sjáum við þessar miklu tilfinningar kringum stóriðjustefnuna. Við sjáum síðan hvernig menn tefla saman landsbyggð og höfuðborg eða níðyrðið 101 Reykjavík þegar raunin er sú að það eru jafn margir eða fleiri náttúruverndarsinnar úti á landi. Heimili fólks og heimabyggð er fólki heilagt og hálendið er sömuleiðis mörgum heilagt. Þegar þessu er stillt upp sem andstæðum verður niðurstaðan fullkomlega klofið samfélag. “Það á ekki allt að vera í rugliAndri Snær leiðir hugann að auðlindum landsins, öðrum en Íslendingum. „Ísland veiðir um 1% af öllum fiski í heiminum, það er meira en Þjóðverjar, Danir og Frakkar veiða til samans. Ísland bræðir um 2% af öllu áli í heiminum, meira en Þjóðverjar og Frakkar til samans, við erum með uppsetta orku sem gæti nánast knúið Danmörku, hitaveiturnar skila okkur orku á við tvö kjarnorkuver, hreint of ókeypis, við erum með sex hundruð þúsund tonn af hreinu vatni á mann, sem er kannski dýrmætasta auðlindin. Við erum með fleiri ferðamann á mann heldur en flestar Evrópuþjóðar. Ímyndum okkur allar þessar auðlindir samankomnar í einni 300.000 manna borg í Evrópu. Borg eins og Árósar, Malmö eða Kiel. Þessi Íslandsborg væri sjálfkrafa orðin stærsta iðnaðarborgin, mesta fiskveiðiborgin, mesta orkuborgin, stærsti ferðamannastaðurinn og hún ætti jafnframt mestu ósnortnu náttúruna, flestar lóur miðað við höfðatölu, gott listalíf ásamt því að öll kjöt og mjólkurframleiðsla fer fram innan borgarmúranna. Myndi einhverjum detta í hug að þessir borgarbúar væru blankir skuldugir og fúlir? Myndu menn telja að þeir væru svo aðkrepptir að þeir hefðu ekki efni á myndarlegum þjóðgarði? Það á ekki að vera allt í rugli hérna. Hér eru grunninnviðir fyrir milljón manna samfélag. Og ef við erum ekki ,,Noregur norðursins" af þessum auðlindum þá eru sumar þeirra kannski ekki auðlindir, kannski bara gildrur sem draga athyglina frá því sem skiptir meira máli í menntun, viðskiptum eða vísindum. Ef við horfum á lönd með 10% af bananarækt heimsins eða mestu demantanámurnar þá er auðlegð ekki endilega fylgifiskur hráefnanna. Framtíðin býr ekki í því að sækja í fleiri auðlindir, við gætum fullvirkjað hálendið án þess að fá fleiri störf eða peninga. Mér hugnast ekki þessi framtíðarsýn að markmiðið sé saxa og saxa á náttúrugæðin og í hvert skipti er það alveg bráðnauðsynlegt. Þeir sem best þekkja landið eru allir orðnir vígmóðir bardagamenn, og eyða sínum tíma í að verja það sem þykir fallegt og heilagt.“Vanrækt hálendiHann segir framtíðina hljóta að liggja í því að að búa til verðmæti úr hráefninu. „Eða nýta hráefni sem aðrir hafa búið til eins og Danir. Megnið af sjávarfanginu fer í svína, kjúklinga og laxafóður. Allt álið fer óunnið úr landi. Eftir 20 ár efast ég um að mönnum detti það lengur í hug. Það er eins og að breyta harðvið í spónaplötur vegna þess að aðalmálið er að höggva skóginn. Við eigum núna hálendi sem er afar verðmætt og skilar okkur tekjum á við sjálfa landhelgina en það er vanrækt. Menn skera niður í landvörslu. Það er svo skrítið að ástæðan gæti varla verið annað en hugmyndafræðileg. Að eiga glæsilega þjóðgarð yrði okkur mikils virði, hálendið er þarna núna, en það þarf að passa upp á það. Við þurfum á sérstöðu að halda til að bæta upp vankosti Íslands, við verðum að eiga eitthvað sem er öfgafullt og heilagt.“BaráttumaðurAndri Snær segist aðspurður baráttumaður. Hann geti ekki að því gert. Það sé einhvern veginn gróið í hann að spyrna við. „Þetta gæti verið barátta fyrir ljóðinu, ljóðið á heima víðar eða að það skorti skáldskap í umhverfið, það gæti verið að mér finnist barnabækur ekki njóta þeirrar virðingar sem þær eiga skilið. Það gæti verið eitthvað slíkt. Það gæti verið eins og nýjasta dæmið þar sem að kemur eins og skipun að ofan að ráðamaður ákveður bara að ríkið eða þjóðin eigi að byggja hús eftir eigin höfði. Eins og þetta sé hans persónulega mál.“ Andri Snær vísar í ósk forsætisráðherra um byggingu í gömlum stíl Guðjóns Samúelssonar. „ Ég er sammála því að húsið er fallegt í sjálfu sér en vinnubrögðin ganga ekki upp. Skipulagsmál eru víða í ólestri og mistök blasa alls staðar við. En ríkið hefur byggt glæsilegustu hús landsins og sum þeirra eru á viðkvæmum stöðum eins og nýji Hæstaréttur og viðbygging alþingis sem Batteríið hannaði. Ef við viljum eignast Guðjón Samúelsson í samtímanum verðum við að trúa á fólk og gefa því tækifæri. Við getum ekki sniðgengið heila fagstétt. Hæfir arkitektar hafa hrökklast úr landi vegna verkefnaskorts. Ef maður þekkir arkitektúr almennt eða sögu Guðjóns Samúelssonar frá svona dönskum skólaverkefnum til Hallgrímskirkju og Þjóðleikhúss þá byggjum við ekki Disney-hús þótt það líti vel út á jólakortinu. Þú málar ekki eitthvað sem á að líkjast Kjarval eða biður Gus Gus að semja lag í anda Rick Ashley til að framkalla vellíðunartilfinningu.“ Á sama tíma viðurkennir hann að grunnhugsunin sé skiljanleg. „Menn verða að byggja hús sem falla að umhverfinu og það hefur allt of oft mistekist. En við verðum líka að hugsa um nýju hverfin. Ef ráðherra hefur raunverulegan áhuga á skipulagsmálum og arkitektúr þá væri mikilvægt að ræða gæði byggingarlistar almennt á Íslandi. Það lagast ekki með því að vantreysta samtíðarfólki. Það er í grundvallaratriðum rangt.“Firrt elíta gegn salti jarðarÞessi ósk finnst Andra kristalla þau skil sem hafa orðið á milli skapandi stétta á Íslandi og þeirra sem virðast ráða. „Menn hafa verið að keyra upp þennan klofning þar sem 101 Reykjavík og landsbyggðin er sett upp sem andstæður. Hin firrta elíta gegn salti jarðar. Í rauninni eru þetta tveir viðkæmir hópar sem þurfa á hinum að halda enda verða allar framfarir við blöndun og skörun hugmynda. Frábært dæmi er verkefni Listaháskólans, stefnumót hönnuða og bænda. Úthverfakrakkar sem vissu ekkert um búskap unnu með völdum bæjum og útkoman var mjög spennandi.“ Í pistli Andra, Í landi hinna klikkuðu karlmanna, segir hann að á Íslandi fái ótrúlegasta vitleysa gagnrýnislausa framsetningu. Er það svo? „Þetta á sér líka góðar hliðar. Ég held það megi ekki vanmeta alla vitleysuna sem býr í okkur. Ég hugsaði um það þegar ég ferðaðist um Nýja Englandi þar sem öll húsin líta eins út og allir vita hvernig þeir eiga að haga sér. Þetta átti við um eilífar hugmyndir um tvöföldun og þreföldun á öllu, öllum þessum æðum sem grípa okkur og hvort sem það eru loðdýr, hótel eða kísilver. Þetta er ,,röðin" í sínu ýktasta veldi. Andri Snær sagði í sama pistil að hérlendis sé fjallað um sturlun sem norm, jafnvel lífsnauðsyn og æði sé æðsta dyggðin – allt sé talið eðlilegt ef ,,heimamaður“ vill þetta. Síðast en ekki síst segir ekkert jafn klikkað á Íslandi og hinn heilagi heimamaður. „Heilagi heimamaðurinn er útgáfa af freka karlinum. Bæjarstjóri í þrjú hundruð manna sveitarfélagi í samningaviðræður við óþekkt rússnenskt olíufyrirtæki á meðan annar smábær hefur látið teikna alþjóðlegan flugvöll og malbikaðan Finnafjörð. Maður fær símtöl frá fólki sem býr einmitt á þessum stöðum og þau segja: karlarnir eru orðnir alveg vitlausir núna. Það var allt í fínu fyrir viku síðan. Heilagi heimamaðurinn talar eins og hann sé handhafi landsbyggðarinnar. Sá sem efast er sjálfkrafa á móti landsbyggðinni. En hvað með fólkið út á landi sem er á móti honum? Er það á móti sjálfu sér? Það er ekki skemmtilegt að horfa upp á landsbyggðina blæða út og þorp leggjast af. Það er harmleikur. Stóri harmleikurinn væri að spilla landinu vegna þess að grunnþörf þorps er allt í einu orðin orka sem gæti knúið Kaupmannahöfn. Landsbyggðinni er gert að þróast út frá skammtímahagsmunum verktaka og orkufyrirtækja, annars er enginn áhugi á þeim. Vestfirðir eru gott dæmi. Hvað myndi gerast þar í menningu, listum, hátækni, landbúnaði, ferðaþjónustu og menntun ef þeir fengju fimm milljarða eins og kísilverið á bakka fær í meðgjöf? Í rauninni finnst manni eins og það sé verið að spila á fólk.“Þori ég, get ég, vil ég?Nú horfum við fram í tímann. Í júní verða forsetakosningar. Hefur hann hugsað um að bjóða sig fram til forseta? „Ég hef forðast þessa spurningu eins og heitan eldinn en hugsaði fyrst alvarlega um það þegar Guðmundur Páll ræddi það fyrir nokkrum árum. Vinkona mín spurði um þetta og ég hugsaði: Þori ég? Get ég? Vil ég? Eina ástæðan fyrir því að ég hef ekki neitað er hversu áhugaverðir tímarnir eru einmitt núna. Ég held að flestir vilji aukin völd og ný stjórnarskrá færir öryggisventilinn frá forseta til þjóðarinnar. Þarna er kafli um hvernig ákveðinn hluti landsmanna getur skotið málum til þjóðaratkvæðis. IceSave málið er reyndar gott dæmi. Ólafur Ragnar braut blað og færði þjóðinni kosningarétt í stóru máli og þjóðin kaus. Ég held að fólk vilji þetta vald. Með nýju stjórnarskránni er öryggisventillinn færður til grasrótarinnar.“ segir hann og vísar í InDefence hópinn sem var stofnaður í október 2008 af nokkrum Íslendingum sem ofbauð framferði breskra stjórnvalda gegn Íslandi við bankahrunið 2008. „ Þarna var komin grasrótarhreyfing sem aflaði sér meiri þekkingar og víðara tengslanets en sjálf ríkisstjórnin. Ríkisstjórnin fól að vanda ákveðinni skrifstofu í ráðuneytinu að sjá um verkefnið. En þeir voru í rauninni liðfærri en grasrótarhópurinn þar sem hver virkjar sitt tengslanet. Píanókennari úti í bæ gat náð sér í sérþekkingu sem jafnaðist á við upplýsingar þingheims og embættismanna. Mér finnst þetta spennandi tilhugsun sem styrkir tiltrú mina á aukið lýðræði. Með auknu lýðræði og þáttöku almennings í að taka ákvarðanir. Lýðræði er lifandi ferli og aukið aðgengi að upplýsingum hlýtur að kalla á þróun og það gerðist með stjórnarskránni.Ögurstund hvað varðar hálendi ÍslandsSíðan finnst mér við standa á ögurstund hvað varðar hálendi Íslands. Mér finnst náttúra Íslands ekki eiga sér málsvara hjá íslenskum stjórnvöldum og svo er heimurinn allur að breytast og ég hef sett mig vel inn í þau mál. Ég er reyndar í miðju verkefni hvað varðar bráðnun jökla og hnattrænar breytingar og hef rætt við marga helstu sérfræðinga heims á því sviði. Þar naut ég góðs af fólki sem Ólafur Ragnar bauð til landsins." Andri Snær nefnir Evrópu og flóttamannstrauminn. Hann segir mikilvægt að forseti Íslands styðji við Evrópu á umbrotatímum. „Mér finnst að forsetinn þurfi að vera mjög jákvæður gagnvart Evrópu. Ekki endilega hvað varðar að ganga í Evrópusambandið. Það eru leiðindaraddir komnar upp í allri Evrópu sem minna of mikið á það fólk sem kveikti í álfunni tvisvar á tuttugustu öld. Við getum ekki flúið þennan veruleika sem flóttamannastraumurinn er en það er hægt að leysa hann. Hvenær hefur Evrópa verið betri en hún er núna? Ekki 1940. Ekki 1980. Hún hefur aldrei verið betri,“ segir hann og leiðir hugann að stríðsárunum, kreppunni og þegar austurblokkin var í járnum. „Það er ekki sjálfsagt að það sé ekki stríð í Evrópu og Ísland á að styðja álfuna og tala hana upp, en ekki niður. Tromma og Andri Snær kveðja. Á leiðinni að dyrum tekur hann fram svarthvíta innrammaða ljósmynd af ömmu sinni og afa úr móðurætt sem er stillt upp í holinu. Þar sem þau standa brosandi með glampa í augunum á snævi þaktri jörð. „Þarna eru þau í brúðkaupsferðinni sinni uppi á Vatnajökli árið 1956 og á jöklinum er nefnd eftir þeim Brúðarbunga. Það er eitthvað við þessa mynd og þau sem minnir mig stundum á hvað er mikilvægt og hvað ekki.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira