10 söluhæstu bílgerðirnar vestanhafs 2015 Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 10:12 Ford F-150 varð söluhæstur 34. árið í röð. Bandaríkjamenn eru ekki lengi að gera upp nýliðið ár þegar kemur að tölum um selda bíla og nú þegar hefur verið birtur listi yfir 10 söluhæstu bílgerðirnar í fyrra. Ekki kemur á óvart að á toppi listans er Ford-150 til 350, eða Ford F-Series eins og kaninn kallar þessa pallbíla. Þetta er 34. árið í röð sem Ford F-150 er söluhæsta bílgerðin í Bandaríkjunum og svo öruggur er hann í fyrsta sæti listans að ólíklegt er að þetta muni breytast á næstu árum. Af honum seldust hvorki meira né minna en 780.354 eintök. Það er fimmtíu sinnum fleiri bílar en allir bílar sem seldust á Íslandi í fyrra. Annað magnað við þennan lista er að í þremur efstu sætunum sitja pallbílar og svo virðist sem ást Bandaríkjamanna á slíkum bílum hafi aldrei verið meiri. Á topp 10 listanum eru líka tveir jepplingar og báðir japanskir, en sala jepplinga, jeppa og pallbíla hefur verið með ólíkindum góð á liðnu ári þar vestra. Það er þá helst á kostnað venjulegra fólksbíla og minnkar sala vinsælla bíla eins og Honda Accord um 8,4% og Nissan Altima um 7,0% frá árinu 2014. Þrír bandarískir bílar eru á toppi listans og 7 japanskir þar á eftir og er það marks um góðan árangur japanskra bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Þessar bílgerðir seldust mest í fyrra í Bandaríkjunum: 1. Ford F-150 – 780.354 (+3,5%) 2. Chevrolet Silverado - 600.544 (13,4%) 3. Ram 1500 - 451.116 (+2,6%) 4. Toyota Camry - 429.355 (+0,2%) 5. Toyota Corolla - 363.332 (+7,0%) 6. Honda Accord - 355.557 (-8,4%) 7. Honda CR-V - 345.647 (+3,2%) 8. Honda Civic 335.384 (+3,0%) 9. Nissan Altima - 333.398 (-7,0%) 10. Toyota RAV4 - 315.412 (+17,8%) Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent
Bandaríkjamenn eru ekki lengi að gera upp nýliðið ár þegar kemur að tölum um selda bíla og nú þegar hefur verið birtur listi yfir 10 söluhæstu bílgerðirnar í fyrra. Ekki kemur á óvart að á toppi listans er Ford-150 til 350, eða Ford F-Series eins og kaninn kallar þessa pallbíla. Þetta er 34. árið í röð sem Ford F-150 er söluhæsta bílgerðin í Bandaríkjunum og svo öruggur er hann í fyrsta sæti listans að ólíklegt er að þetta muni breytast á næstu árum. Af honum seldust hvorki meira né minna en 780.354 eintök. Það er fimmtíu sinnum fleiri bílar en allir bílar sem seldust á Íslandi í fyrra. Annað magnað við þennan lista er að í þremur efstu sætunum sitja pallbílar og svo virðist sem ást Bandaríkjamanna á slíkum bílum hafi aldrei verið meiri. Á topp 10 listanum eru líka tveir jepplingar og báðir japanskir, en sala jepplinga, jeppa og pallbíla hefur verið með ólíkindum góð á liðnu ári þar vestra. Það er þá helst á kostnað venjulegra fólksbíla og minnkar sala vinsælla bíla eins og Honda Accord um 8,4% og Nissan Altima um 7,0% frá árinu 2014. Þrír bandarískir bílar eru á toppi listans og 7 japanskir þar á eftir og er það marks um góðan árangur japanskra bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Þessar bílgerðir seldust mest í fyrra í Bandaríkjunum: 1. Ford F-150 – 780.354 (+3,5%) 2. Chevrolet Silverado - 600.544 (13,4%) 3. Ram 1500 - 451.116 (+2,6%) 4. Toyota Camry - 429.355 (+0,2%) 5. Toyota Corolla - 363.332 (+7,0%) 6. Honda Accord - 355.557 (-8,4%) 7. Honda CR-V - 345.647 (+3,2%) 8. Honda Civic 335.384 (+3,0%) 9. Nissan Altima - 333.398 (-7,0%) 10. Toyota RAV4 - 315.412 (+17,8%)
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent