Hvað kostar að framleiða einn lítra af mjólk? Þórólfur Matthíasson skrifar 31. júlí 2015 07:00 Í grein í nýlegu eintaki af vikuritinu Vísbendingu leitast ég við að svara spurningunni „Hvað kostar að meðaltali að framleiða einn lítra af mjólk á meðalmjólkurbúi?“. Eins og fram kemur í Vísbendingu sýnir kostnaðarlíkan Verðlagsnefndar búvara að það hafi kostað 179,77 krónur að framleiða einn lítra af mjólk árið 2012. Verðlagsnefndin er þó ekki trúuð á útkomu úr eigin líkani og skammtaði framleiðendum 127,39 krónur á lítrann á árinu 2012. Hér skeikar svo miklu að væri einhver glóra í kostnaðarlíkani Verðlagsnefndarinnar væru allir mjólkurbændur landsins löngu gjaldþrota! Með því að skoða búreikninga og sníða af þeim aðferðafræðilega agnúa kemur í ljós að kostnaður meðalmjólkurframleiðslubús á Íslandi af að framleiða einn lítra af mjólk var 121,19 krónur árið 2012. Það er því greinilegt að slumpverðlagning Verðlagsnefndar búvara er bændum síður en svo óhagstæð! Hefði Verðlagsnefnd búvara endurnýjað verðlagsgrundvöll sinn í samræmi við tækniþróun og vinnusparnað hefði verð til bænda átt að vera um 5% lægra árið 2012 en það í raun var. Þarna munar um 6 krónum á lítra. Hvort vinnslukostnaður sé ofmetinn með sama hætti skal ósagt látið, en sjaldan er ein báran stök í verðlagsmálum. En vinnubrögð af því tagi sem Verðlagsnefnd búvara er hér uppvís að eru ekki sæmandi fyrir nefnd sem að nafninu til starfar á kostnað og í þágu almennings í landinu. Ég vil endurtaka kröfu mína um að Verðlagsnefnd búvara geri opinberlega grein fyrir verðákvörðunum sínum. Jafnframt leyfi ég mér að krefjast þess að ráðherra landbúnaðarmála afturkalli auglýsingu nefndarinnar frá 17. júlí síðastliðnum og leggi fyrir nefndina að vinna sína vinnu af meiri nákvæmni. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðslu undir samkeppnislög hið allra fyrsta og lækka tolla á ostum og öðrum úrvinnsluafurðum mjólkur verulega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þórólfur Matthíasson Tengdar fréttir Enn af verðofbeldi Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. 23. júlí 2015 07:00 Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein í nýlegu eintaki af vikuritinu Vísbendingu leitast ég við að svara spurningunni „Hvað kostar að meðaltali að framleiða einn lítra af mjólk á meðalmjólkurbúi?“. Eins og fram kemur í Vísbendingu sýnir kostnaðarlíkan Verðlagsnefndar búvara að það hafi kostað 179,77 krónur að framleiða einn lítra af mjólk árið 2012. Verðlagsnefndin er þó ekki trúuð á útkomu úr eigin líkani og skammtaði framleiðendum 127,39 krónur á lítrann á árinu 2012. Hér skeikar svo miklu að væri einhver glóra í kostnaðarlíkani Verðlagsnefndarinnar væru allir mjólkurbændur landsins löngu gjaldþrota! Með því að skoða búreikninga og sníða af þeim aðferðafræðilega agnúa kemur í ljós að kostnaður meðalmjólkurframleiðslubús á Íslandi af að framleiða einn lítra af mjólk var 121,19 krónur árið 2012. Það er því greinilegt að slumpverðlagning Verðlagsnefndar búvara er bændum síður en svo óhagstæð! Hefði Verðlagsnefnd búvara endurnýjað verðlagsgrundvöll sinn í samræmi við tækniþróun og vinnusparnað hefði verð til bænda átt að vera um 5% lægra árið 2012 en það í raun var. Þarna munar um 6 krónum á lítra. Hvort vinnslukostnaður sé ofmetinn með sama hætti skal ósagt látið, en sjaldan er ein báran stök í verðlagsmálum. En vinnubrögð af því tagi sem Verðlagsnefnd búvara er hér uppvís að eru ekki sæmandi fyrir nefnd sem að nafninu til starfar á kostnað og í þágu almennings í landinu. Ég vil endurtaka kröfu mína um að Verðlagsnefnd búvara geri opinberlega grein fyrir verðákvörðunum sínum. Jafnframt leyfi ég mér að krefjast þess að ráðherra landbúnaðarmála afturkalli auglýsingu nefndarinnar frá 17. júlí síðastliðnum og leggi fyrir nefndina að vinna sína vinnu af meiri nákvæmni. Jafnframt skora ég á Alþingi að fella mjólkurframleiðslu undir samkeppnislög hið allra fyrsta og lækka tolla á ostum og öðrum úrvinnsluafurðum mjólkur verulega.
Enn af verðofbeldi Í ljósi þess að miklir hagsmunir samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar annars vegar og neytenda hins vegar eru í húfi fer ég fram á að Verðlagsnefnd búvara endurskoði verðlagningu sína frá 17. júlí 2015 og lækki heildsöluverð á ópakkaðri mjólk um minnst 10 krónur á lítrann. 23. júlí 2015 07:00
Hagfræðiprófessor segir reynt að bola burt KÚ Hagfræðiprófessor segir að Verðlagsnefnd búvöru rukki samkeppnisaðila Mjólkursamsölunnar um of fyrir mjólk til að knésetja þá. Forstjóri MS segir að án aðkomu hins opinbera lognist landbúnaður hér á landi út af. 23. júlí 2015 07:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun