Vill stytta biðtíma þolenda ofbeldis Snærós Sindradóttir skrifar 30. júlí 2015 07:00 Meira en tíu þúsund manns gengu niður Skólavörðustíg um síðustu helgi til að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Mikinn fjölda má meðal annars þakka Beauty Tips-byltingunni. Fréttablaðið/Valli „Ég vil tryggja skemmri málsmeðferðartíma fyrir þolendur kynferðisbrota,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur hafið vinnu við að setja saman starfshóp sem á að skoða verklag og viðbrögð lögreglunnar við kynferðisbrotum. Meðal annars verður ráðist í skipulagsbreytingar hjá embættinu í haust þar sem kynferðisbrotadeildin verður sérhæfð sem slík og aðrir málaflokkar teknir út úr deildinni. „Starfshópurinn verður í samstarfi við ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara og verður óskað eftir samstarfi við þá sem koma að þessum málaflokki, svo sem Stígamót, Landspítalann, réttargæslumenn og fleiri,“ segir Sigríður. Hér á Vísi.is kemur fram að mjög óalgengt sé að lögreglan hefji rannsókn á kynferðisofbeldi ef kæra þolanda liggur ekki fyrir. Umfjöllunina má lesa hér. „Rannsókn mála er eitt og dómsmeðferð annað. Það er þunn lína á milli þess að taka ráðin af brotaþola eða aðstoða við að upplýsa mál. Þolendur kynferðisbrota eru jafnan í mjög viðkvæmri stöðu og hafa oft ekki forsendur á þeirri stundu sem mögulegt er að tryggja sönnun að taka afstöðu til kæru.“ Umræða um verklag lögreglu hefur verið mikil síðustu daga. Sigríður Björk segir að starfshópurinn sé ekki svar við umræðunni. Vinna í honum hafi verið byrjuð fyrr. „Ég legg ríka áherslu á að þessi mál séu í lagi. Að skoða það hvernig við rannsökum þessi mál og vinnum úr þeim er lykilatriði.“Sigríður Björk GuðjónsdóttirMikill fjöldi felldur niður Gagnrýni á lögregluna hefur meðal annars snúið að því hve hátt hlutfall kæra eru felldar niður. Árið 2013 var rannsókn hætt í 52 prósentum tilfella þegar nauðgun hafði verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ótalið hve oft mál var látið niður falla hjá ríkissaksóknara. Samkvæmt rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur, mannfræðings og kynjafræðings, á ferli kynferðisbrota árið 2008 og 2009, kom fram að af 189 kærum um nauðgun sem bárust lögreglunni var rannsókn hætt í 101 skipti. Ýmist vegna formlegra ástæðna, svo sem vegna fyrningar eða af því að ekki var vitað hver ofbeldismaðurinn var. Einnig vegna efnislegra ástæðna, svo sem vegna þess að lögreglu þótti málið ekki líklegt til sakfellingar. Fjórum sinnum á tímabilinu var rannsókn hætt án þess að skýring væri gefin á því í gögnum málsins. Af þeim 88 málum sem send voru til ríkissaksóknara voru 57 mál felld niður, eða 64 prósent.Sjöfn Evertsdóttir og Þóra Sigfríður EinarsdóttirUmræðan getur valdið vanlíðan Þótt kæru sé vísað frá þýðir það ekki að málinu sé lokið fyrir þolanda. Umræða um kynferðisofbeldi hefur líklega aldrei verið meiri en síðustu vikur í kjölfar Beauty Tips-byltingarinnar svokölluðu. Í hópi nærri þrjátíu þúsund kvenna á Facebook fóru konur að segja sögur sínar af kynferðisofbeldi undir kassamerkinu #þöggun. Sjöfn Evertsdóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingar hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, segja að opnun umræðunnar geti bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á þolendur kynferðisofbeldis. „Við fögnum sannarlega þeirri miklu umræðu sem hefur verið. En eðli málsins samkvæmt eru ekki allir tilbúnir að opna á sína hluti. Það er gríðarlega mikilvægt að þolendur fái að ráða og stjórna því hvenær þeir opna á umræðuna,“ segir Sjöfn. Hún segir að grafískar lýsingar af kynferðisofbeldi geta vakið upp slæmar minningar hjá þolendum. „Við sem meðferðaraðilar höfum oft heyrt frásagnir þolenda sem forðast að lesa blöðin, geta ekki horft á sjónvarpið eða bíómyndir af ótta við að eitthvað þar veki upp minningarnar. Við þurfum að hafa það í huga að umræðan getur reynst fólki erfið. En við viljum ítreka að umræðan er af hinu góða og hefur meðal annars stuðlað að því að sífellt fleiri leita sér aðstoðar, sem er afar mikilvægt.Áfallastreituröskun algeng Sjöfn segir að áfallastreituröskun, sem er geðröskun sem sumt fólk finnur fyrir til lengri tíma eftir alvarlegt áfall, sé hvað algengust hjá þolendum kynferðisofbeldis. „Um níu prósent þeirra sem lenda í bílslysi þróa hana með sér en þegar við erum að tala um kynferðisofbeldi er talan allt að sextíu prósent.“ Undir þetta tekur Þóra. „Áfallastreituröskun er skipt í fjóra flokka. Fólk endurupplifir atburðinn, það forðast aðstæður sem geta minnt það á atburðinn, neikvæð breyting á hugarfari og líðan og ofurárvekni. Atburðurinn þarf að vera þess eðlis að þú óttist um líf þitt eða annarra, eða kynferðisofbeldi.“ Þá bætir Þóra við: „Það hefur verið ákveðinn misskilningur í umræðunni. Þó svo að fólk hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli er ekki þar með sagt að þú þróir með þér áfallastreituröskun.“ Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind Mar einn skipuleggjenda göngunnar. 29. júlí 2015 23:27 Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
„Ég vil tryggja skemmri málsmeðferðartíma fyrir þolendur kynferðisbrota,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur hafið vinnu við að setja saman starfshóp sem á að skoða verklag og viðbrögð lögreglunnar við kynferðisbrotum. Meðal annars verður ráðist í skipulagsbreytingar hjá embættinu í haust þar sem kynferðisbrotadeildin verður sérhæfð sem slík og aðrir málaflokkar teknir út úr deildinni. „Starfshópurinn verður í samstarfi við ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara og verður óskað eftir samstarfi við þá sem koma að þessum málaflokki, svo sem Stígamót, Landspítalann, réttargæslumenn og fleiri,“ segir Sigríður. Hér á Vísi.is kemur fram að mjög óalgengt sé að lögreglan hefji rannsókn á kynferðisofbeldi ef kæra þolanda liggur ekki fyrir. Umfjöllunina má lesa hér. „Rannsókn mála er eitt og dómsmeðferð annað. Það er þunn lína á milli þess að taka ráðin af brotaþola eða aðstoða við að upplýsa mál. Þolendur kynferðisbrota eru jafnan í mjög viðkvæmri stöðu og hafa oft ekki forsendur á þeirri stundu sem mögulegt er að tryggja sönnun að taka afstöðu til kæru.“ Umræða um verklag lögreglu hefur verið mikil síðustu daga. Sigríður Björk segir að starfshópurinn sé ekki svar við umræðunni. Vinna í honum hafi verið byrjuð fyrr. „Ég legg ríka áherslu á að þessi mál séu í lagi. Að skoða það hvernig við rannsökum þessi mál og vinnum úr þeim er lykilatriði.“Sigríður Björk GuðjónsdóttirMikill fjöldi felldur niður Gagnrýni á lögregluna hefur meðal annars snúið að því hve hátt hlutfall kæra eru felldar niður. Árið 2013 var rannsókn hætt í 52 prósentum tilfella þegar nauðgun hafði verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ótalið hve oft mál var látið niður falla hjá ríkissaksóknara. Samkvæmt rannsókn Hildar Fjólu Antonsdóttur, mannfræðings og kynjafræðings, á ferli kynferðisbrota árið 2008 og 2009, kom fram að af 189 kærum um nauðgun sem bárust lögreglunni var rannsókn hætt í 101 skipti. Ýmist vegna formlegra ástæðna, svo sem vegna fyrningar eða af því að ekki var vitað hver ofbeldismaðurinn var. Einnig vegna efnislegra ástæðna, svo sem vegna þess að lögreglu þótti málið ekki líklegt til sakfellingar. Fjórum sinnum á tímabilinu var rannsókn hætt án þess að skýring væri gefin á því í gögnum málsins. Af þeim 88 málum sem send voru til ríkissaksóknara voru 57 mál felld niður, eða 64 prósent.Sjöfn Evertsdóttir og Þóra Sigfríður EinarsdóttirUmræðan getur valdið vanlíðan Þótt kæru sé vísað frá þýðir það ekki að málinu sé lokið fyrir þolanda. Umræða um kynferðisofbeldi hefur líklega aldrei verið meiri en síðustu vikur í kjölfar Beauty Tips-byltingarinnar svokölluðu. Í hópi nærri þrjátíu þúsund kvenna á Facebook fóru konur að segja sögur sínar af kynferðisofbeldi undir kassamerkinu #þöggun. Sjöfn Evertsdóttir og Þóra Sigfríður Einarsdóttir, sálfræðingar hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni, segja að opnun umræðunnar geti bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á þolendur kynferðisofbeldis. „Við fögnum sannarlega þeirri miklu umræðu sem hefur verið. En eðli málsins samkvæmt eru ekki allir tilbúnir að opna á sína hluti. Það er gríðarlega mikilvægt að þolendur fái að ráða og stjórna því hvenær þeir opna á umræðuna,“ segir Sjöfn. Hún segir að grafískar lýsingar af kynferðisofbeldi geta vakið upp slæmar minningar hjá þolendum. „Við sem meðferðaraðilar höfum oft heyrt frásagnir þolenda sem forðast að lesa blöðin, geta ekki horft á sjónvarpið eða bíómyndir af ótta við að eitthvað þar veki upp minningarnar. Við þurfum að hafa það í huga að umræðan getur reynst fólki erfið. En við viljum ítreka að umræðan er af hinu góða og hefur meðal annars stuðlað að því að sífellt fleiri leita sér aðstoðar, sem er afar mikilvægt.Áfallastreituröskun algeng Sjöfn segir að áfallastreituröskun, sem er geðröskun sem sumt fólk finnur fyrir til lengri tíma eftir alvarlegt áfall, sé hvað algengust hjá þolendum kynferðisofbeldis. „Um níu prósent þeirra sem lenda í bílslysi þróa hana með sér en þegar við erum að tala um kynferðisofbeldi er talan allt að sextíu prósent.“ Undir þetta tekur Þóra. „Áfallastreituröskun er skipt í fjóra flokka. Fólk endurupplifir atburðinn, það forðast aðstæður sem geta minnt það á atburðinn, neikvæð breyting á hugarfari og líðan og ofurárvekni. Atburðurinn þarf að vera þess eðlis að þú óttist um líf þitt eða annarra, eða kynferðisofbeldi.“ Þá bætir Þóra við: „Það hefur verið ákveðinn misskilningur í umræðunni. Þó svo að fólk hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli er ekki þar með sagt að þú þróir með þér áfallastreituröskun.“
Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind Mar einn skipuleggjenda göngunnar. 29. júlí 2015 23:27 Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07
Segja tilmæli lögreglustjórans ýta undir skömm þolenda „Druslugangan fer fram á að kynferðisglæpir séu afgreiddir eins og aðrir glæpir og ekki faldir eins og hún fer fram á,“ segir Helga Lind Mar einn skipuleggjenda göngunnar. 29. júlí 2015 23:27
Þöggunin er enn til staðar hjá eldri kynslóðinni Druslugangan verður gengin frá Hallgrímskirkju klukkan tvö í dag. Átakið "drusluákall“ hefur vakið mikla athygli seinustu daga. 25. júlí 2015 09:00