Klang Games metið á tæpan milljarð ingvar haraldsson skrifar 25. júlí 2015 09:00 Ívar, Oddur og Guðmundur stofnuðu Klang Games árið 2013 og eiga enn stærstan hlut í fyrirtækinu. mynd/klang games Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Klang Games er metið á tæpan milljarð króna eftir hlutafjárkaup breska fjárfestingarfélagsins London Venture Capital í fyrirtækinu. Fjárfestarnir keyptu hlut í félaginu fyrir 630 þúsund Bandaríkjadali, eða um 85 milljónir íslenskra króna. Klang Games var stofnað árið 2013 af Ívari Emilssyni, Oddi Snæ Magnússyni og Guðmundi Hallgrímssyni listamanni, sem jafnan er kallaður Mundi Vondi. Ívar og Oddur eru fyrrverandi starfsmenn CCP og hafa talsverða reynslu af hönnun tölvuleikja. Stofnendurnir eiga fyrirtækið enn að mestu. Ívar segir að við fjárfestingu London Venture Capital hækki virði fyrirtækisins enn frekar þar sem það sé afar virt innan tölvuleikjaheimsins. Þá muni sambönd breska fyrirtækisins og reynsla þess hjálpa frekari vexti Klang Games. David Lau-Kee, meðeigandi hjá London Venture Capital, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins. Lau-Kee var áður varaforseti tölvuleikjarisans Electronic Arts. Klang Games er við það að gefa út sinn fyrsta tölvuleik, ReRunners, sem kemur út á snjallsíma. Til að byrja með verður leikurinn prufukeyrður á Filippseyjum, Nýja-Sjálandi og í Ástralíu. Í kjölfarið er stefnt að því að leikurinn komi út um allan heim í október. Leikurinn kemur út á ensku, frönsku, ítölsku, þýsku og spænsku en nú stendur yfir vinna við að þýða leikinn. Ívar lýsir ReRunners sem risastórum heimi þar sem hægt er að ferðast um og keppa við aðra spilara. Framtíðarsýn Klang Games er skýr að mati Ívars. „Okkar markmið er að slá í gegn. Við erum að búa til alveg frábæran leik og við ætlum að halda áfram að reyna að búa til frábæra fjölspilunarleiki,“ segir hann. Klang Games er staðsett í Berlín. Ívar segir einkum tvær ástæður fyrir því að fyrirtækið hafi valið að starfa þar. „Það er rosalega erfitt að fá erlenda fjárfesta til Íslands því peningurinn er fastur. Það er samt ekki aðalástæðan. Aðalástæðan er betri aðgangur að starfsfólki. Eins og ástandið er í dag er auðveldara að fá fólk til að flytja til Berlínar en Íslands,“ segir Ívar.Í ReRunners verður hægt að keppa við aðra spilara í hinum ýmsu borðum.Mynd/Klang Games Leikjavísir Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Klang Games er metið á tæpan milljarð króna eftir hlutafjárkaup breska fjárfestingarfélagsins London Venture Capital í fyrirtækinu. Fjárfestarnir keyptu hlut í félaginu fyrir 630 þúsund Bandaríkjadali, eða um 85 milljónir íslenskra króna. Klang Games var stofnað árið 2013 af Ívari Emilssyni, Oddi Snæ Magnússyni og Guðmundi Hallgrímssyni listamanni, sem jafnan er kallaður Mundi Vondi. Ívar og Oddur eru fyrrverandi starfsmenn CCP og hafa talsverða reynslu af hönnun tölvuleikja. Stofnendurnir eiga fyrirtækið enn að mestu. Ívar segir að við fjárfestingu London Venture Capital hækki virði fyrirtækisins enn frekar þar sem það sé afar virt innan tölvuleikjaheimsins. Þá muni sambönd breska fyrirtækisins og reynsla þess hjálpa frekari vexti Klang Games. David Lau-Kee, meðeigandi hjá London Venture Capital, tekur sæti í stjórn fyrirtækisins. Lau-Kee var áður varaforseti tölvuleikjarisans Electronic Arts. Klang Games er við það að gefa út sinn fyrsta tölvuleik, ReRunners, sem kemur út á snjallsíma. Til að byrja með verður leikurinn prufukeyrður á Filippseyjum, Nýja-Sjálandi og í Ástralíu. Í kjölfarið er stefnt að því að leikurinn komi út um allan heim í október. Leikurinn kemur út á ensku, frönsku, ítölsku, þýsku og spænsku en nú stendur yfir vinna við að þýða leikinn. Ívar lýsir ReRunners sem risastórum heimi þar sem hægt er að ferðast um og keppa við aðra spilara. Framtíðarsýn Klang Games er skýr að mati Ívars. „Okkar markmið er að slá í gegn. Við erum að búa til alveg frábæran leik og við ætlum að halda áfram að reyna að búa til frábæra fjölspilunarleiki,“ segir hann. Klang Games er staðsett í Berlín. Ívar segir einkum tvær ástæður fyrir því að fyrirtækið hafi valið að starfa þar. „Það er rosalega erfitt að fá erlenda fjárfesta til Íslands því peningurinn er fastur. Það er samt ekki aðalástæðan. Aðalástæðan er betri aðgangur að starfsfólki. Eins og ástandið er í dag er auðveldara að fá fólk til að flytja til Berlínar en Íslands,“ segir Ívar.Í ReRunners verður hægt að keppa við aðra spilara í hinum ýmsu borðum.Mynd/Klang Games
Leikjavísir Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira