Liðka til fyrir millilandaflugi út á land sveinn arnarsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Ríkið gæti aukið tekjur sínar um 1,3 milljarða árlega með því að koma á beinu millilandaflugi á Egilsstaði og Akureyri. Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega. Forsætisráðherra skipaði þennan starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík kæmist á laggirnar. Starfshópurinn lét vinna fyrir sig skýrslu sem sýnir ótvírætt að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Með því að gera ráð fyrir fjórum lendingum á viku, tveimur á Egilsstöðum og tveimur á Akureyri, með rúmlega eitt hundrað erlenda ferðamenn í hverri ferð gæti tekjuaukning hins opinbera af ferðunum verið um 1.250 milljónir króna á hverju ári og innspýtingin á svæðin norðaustanlands verið um 3,6 milljarðar króna. Af þeim rúmlega milljón ferðamönnum sem koma til landsins munu því samkvæmt þessum útreikningum aðeins 22 þúsund fara í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Að mati skýrsluhöfunda er það samt sem áður nægilegt til að ríkið njóti góðs af. Matthías segir þetta hreina viðbót við lendingar í Keflavík og vera brotabrot af fjölda lendinga þar. „Fjöldi lendinga í viku hverri er um 400 yfir hásumarið í Keflavík. Því erum við aðeins að tala um eitt prósent af lendingum til landsins. Þetta mun því ekki hafa nein neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á öðrum stöðum á landinu. Innviðir á norðausturhorni landsins eru vannýttir stóran hluta árs og æskilegt og gott fyrir íslenskt samfélag að nýta þessa innviði betur og dreifa ferðamönnum betur um landið,“ segir Matthías. Ferðaþjónustuaðilar hafa margsinnis bent á að álag vegna ferðamanna á suðvesturhorni landsins sé komið að þolmörkum og mikilvægt sé að grípa til aðgerða til þess að dreifa álaginu betur um landið svo ekki fari að sjá á náttúru þess. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega. Forsætisráðherra skipaði þennan starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík kæmist á laggirnar. Starfshópurinn lét vinna fyrir sig skýrslu sem sýnir ótvírætt að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Með því að gera ráð fyrir fjórum lendingum á viku, tveimur á Egilsstöðum og tveimur á Akureyri, með rúmlega eitt hundrað erlenda ferðamenn í hverri ferð gæti tekjuaukning hins opinbera af ferðunum verið um 1.250 milljónir króna á hverju ári og innspýtingin á svæðin norðaustanlands verið um 3,6 milljarðar króna. Af þeim rúmlega milljón ferðamönnum sem koma til landsins munu því samkvæmt þessum útreikningum aðeins 22 þúsund fara í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Að mati skýrsluhöfunda er það samt sem áður nægilegt til að ríkið njóti góðs af. Matthías segir þetta hreina viðbót við lendingar í Keflavík og vera brotabrot af fjölda lendinga þar. „Fjöldi lendinga í viku hverri er um 400 yfir hásumarið í Keflavík. Því erum við aðeins að tala um eitt prósent af lendingum til landsins. Þetta mun því ekki hafa nein neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á öðrum stöðum á landinu. Innviðir á norðausturhorni landsins eru vannýttir stóran hluta árs og æskilegt og gott fyrir íslenskt samfélag að nýta þessa innviði betur og dreifa ferðamönnum betur um landið,“ segir Matthías. Ferðaþjónustuaðilar hafa margsinnis bent á að álag vegna ferðamanna á suðvesturhorni landsins sé komið að þolmörkum og mikilvægt sé að grípa til aðgerða til þess að dreifa álaginu betur um landið svo ekki fari að sjá á náttúru þess.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira