Áhyggjulausa ævikvöldið Ellert B. Schram skrifar 12. júní 2015 07:00 Aldur Íslendinga hefur hækkað á undanförnum árum. Reiknað er með að líftími landsmanna lengist enn í næstu framtíð. Og er það vel. Tilveran er ævintýri sem við eigum öll að njóta sem lengst. Það gengur stundum upp og niður og fram og til baka, hvernig okkur, manneskjunum, vegnar á lífsleiðinni. Því verður seint breytt. En eftir stendur að samfélagið og þjóðin öll leitast við að gera öldruðu fólki kleift að njóta efri daga, þegar flestir eru hættir daglegri vinnu og sestir í helgan stein. Stærstu skrefin sem stigin hafa verið í þeim efnum eru lífeyrissjóðirnir og almannatryggingarnar. Hugsunin á bak við þau kerfi (lífeyrinn og tryggingarnar) er fyrst og fremst sú að aldrað fólk hafi aðgang að fjármunum, eigi sér skjól og sjóð, sem tryggir þeim að minnsta kosti lágmarksframfæri í ellinni. Nú verður að segja það eins og það er, að því miður standa margir aldraðir frammi fyrir þeirri staðreynd að lífeyrir, sem fólki stendur til boða frá kerfinu, er minni en svo að hægt sé að fleyta fram lífinu af honum einum. Margir eldri borgarar líða skort og fátækt, eiga varla til hnífs eða skeiðar og hafa auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, goldið fyrir afleiðingar hrunsins. Reiknað hefur verið út af glöggum mönnum að tjón aldraðra nemur milljörðum króna. Í lægri lífeyri og skerðingu á tryggingum. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verkalýðsfélög og stéttarsambönd háð baráttu fyrir hækkandi launum félagsmanna og eftir atvikum tekist að ná fram launahækkunum og félagslegum réttindum. Fólk á vinnumarkaðnum hefur sótt fram og sótt hækkanir launa og kjara. Og nú hafa stjórnvöld kynnt tillögur sínar um lausnir í gjaldeyrismálum og vakið vonir um að ríkissjóður nái að aflétta höftum og innheimta milljarða á milljarða ofan frá hinum föllnu bönkum. Ná aftur að hluta til þeim peningum til baka, sem almenningur og landsmenn allir hafa þurft að gjalda, í kjölfar hrunadansins. Það eru góð tíðindi og vekur bjartsýni um næstu framtíð.Lífskjör sem sæmd er að En í allri auðmýkt og með fullri virðingu, verða bæði ríki og þjóðin að horfast í augu við sína elstu borgara og viðurkenna og samþykkja, að þar er enn skarð fyrir skildi. Eldri borgarar hafa ekki verkfallsrétt. Eldri borgarar geta ekki hótað neinu, ekki lofað neinu, ekki gert tilkall til eins né neins, nema samábyrgðar og skilnings stjórnvalda. Aldraðir geta hvorki skorið upp herör gegn ríkinu né heldur almenningi. Eldri kynslóð Íslendinga um þessar mundir er fólkið sem upplifði fullveldi þjóðarinnar, byggði upp farsælt samfélag, fór í fararbroddi framfara og félagslegra réttinda. Þetta er kynslóðin sem innleiddi tækni, menntun og sókn í lífi og starfi þjóðarinnar. Það hlýtur að vera metnaður og skylda ráðamanna, þings og þjóðar, að sjá til þess að eldri borgarar búi ekki við kröpp kjör og skilningsleysi gagnvart þeim vanda sem blasir við að óbreyttu. Sjálfur er ég vel settur, með góðan lífeyri og eiginkonu sem enn er úti á vinnumarkaðnum. Svo er um marga fleiri. Viðfangsefnið snýst um það fólk, sem verður að lifa af rétt rúmlega tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Ég skora á stjórnvöld að rétta þessum hópi hjálparhönd. Leyfa því að halda reisn sinni og njóta ævikvöldsins. Í rauninni á ekki að líta á það sem hjálp, heldur sem þakklæti fyrir ævistarfið. Þetta snýst ekki um flokkapólitík, fjársýslu ríkisins eða sporslur, heldur hitt að eldri bræður okkar og systur, afar okkar og ömmur, búi við lífskjör, sem sæmd er að. Sem tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Aldur Íslendinga hefur hækkað á undanförnum árum. Reiknað er með að líftími landsmanna lengist enn í næstu framtíð. Og er það vel. Tilveran er ævintýri sem við eigum öll að njóta sem lengst. Það gengur stundum upp og niður og fram og til baka, hvernig okkur, manneskjunum, vegnar á lífsleiðinni. Því verður seint breytt. En eftir stendur að samfélagið og þjóðin öll leitast við að gera öldruðu fólki kleift að njóta efri daga, þegar flestir eru hættir daglegri vinnu og sestir í helgan stein. Stærstu skrefin sem stigin hafa verið í þeim efnum eru lífeyrissjóðirnir og almannatryggingarnar. Hugsunin á bak við þau kerfi (lífeyrinn og tryggingarnar) er fyrst og fremst sú að aldrað fólk hafi aðgang að fjármunum, eigi sér skjól og sjóð, sem tryggir þeim að minnsta kosti lágmarksframfæri í ellinni. Nú verður að segja það eins og það er, að því miður standa margir aldraðir frammi fyrir þeirri staðreynd að lífeyrir, sem fólki stendur til boða frá kerfinu, er minni en svo að hægt sé að fleyta fram lífinu af honum einum. Margir eldri borgarar líða skort og fátækt, eiga varla til hnífs eða skeiðar og hafa auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, goldið fyrir afleiðingar hrunsins. Reiknað hefur verið út af glöggum mönnum að tjón aldraðra nemur milljörðum króna. Í lægri lífeyri og skerðingu á tryggingum. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verkalýðsfélög og stéttarsambönd háð baráttu fyrir hækkandi launum félagsmanna og eftir atvikum tekist að ná fram launahækkunum og félagslegum réttindum. Fólk á vinnumarkaðnum hefur sótt fram og sótt hækkanir launa og kjara. Og nú hafa stjórnvöld kynnt tillögur sínar um lausnir í gjaldeyrismálum og vakið vonir um að ríkissjóður nái að aflétta höftum og innheimta milljarða á milljarða ofan frá hinum föllnu bönkum. Ná aftur að hluta til þeim peningum til baka, sem almenningur og landsmenn allir hafa þurft að gjalda, í kjölfar hrunadansins. Það eru góð tíðindi og vekur bjartsýni um næstu framtíð.Lífskjör sem sæmd er að En í allri auðmýkt og með fullri virðingu, verða bæði ríki og þjóðin að horfast í augu við sína elstu borgara og viðurkenna og samþykkja, að þar er enn skarð fyrir skildi. Eldri borgarar hafa ekki verkfallsrétt. Eldri borgarar geta ekki hótað neinu, ekki lofað neinu, ekki gert tilkall til eins né neins, nema samábyrgðar og skilnings stjórnvalda. Aldraðir geta hvorki skorið upp herör gegn ríkinu né heldur almenningi. Eldri kynslóð Íslendinga um þessar mundir er fólkið sem upplifði fullveldi þjóðarinnar, byggði upp farsælt samfélag, fór í fararbroddi framfara og félagslegra réttinda. Þetta er kynslóðin sem innleiddi tækni, menntun og sókn í lífi og starfi þjóðarinnar. Það hlýtur að vera metnaður og skylda ráðamanna, þings og þjóðar, að sjá til þess að eldri borgarar búi ekki við kröpp kjör og skilningsleysi gagnvart þeim vanda sem blasir við að óbreyttu. Sjálfur er ég vel settur, með góðan lífeyri og eiginkonu sem enn er úti á vinnumarkaðnum. Svo er um marga fleiri. Viðfangsefnið snýst um það fólk, sem verður að lifa af rétt rúmlega tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Ég skora á stjórnvöld að rétta þessum hópi hjálparhönd. Leyfa því að halda reisn sinni og njóta ævikvöldsins. Í rauninni á ekki að líta á það sem hjálp, heldur sem þakklæti fyrir ævistarfið. Þetta snýst ekki um flokkapólitík, fjársýslu ríkisins eða sporslur, heldur hitt að eldri bræður okkar og systur, afar okkar og ömmur, búi við lífskjör, sem sæmd er að. Sem tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun