Álfar leggjast gegn raflínu í Hafnarfirði Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2015 09:30 Ríflega 800 íbúar sendu inn neikvæða umsögn til bæjaryfirvalda vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Einnig bárust umsagnir frá Hraunavinum, álfum, huldufólki og dvergum. Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra. Suðurnesjalína 2 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Mikill fjöldi umsagna barst skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði vegna fyrirhugaðrar lagningar Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki í Vallahverfi í Hafnarfirði að bæjarmörkum við Sveitarfélagið Voga. Hraunavinir mótmæla harðlega loftlínunni og telja ósnortin hraunsvæði í Almenningi í hættu. Einnig mótmæla þau byggingu tengivirkis og fara fram á að Hafnarfjörður veiti Landsneti ekki framkvæmdaleyfi fyrir línulögninni að óbreyttu. Benda þeir á að framkvæmdin valdi óafturkræfum náttúruspjöllum og valdi íbúum á svæðinu truflunum og ónæði. Málið var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar Hafnarfjarðarbæjar og bárust um 800 undirskriftir íbúa í hverfinu þar sem fyrirhugaðri línulögn er mótmælt. Telja íbúar að línan sé of nærri íbúabyggð og vilja sumir meina að tengivirkið og fyrirhuguð lína auki sjónmengun og geri svæðið óaðlaðandi til búsetu. Ríflega 4.000 manns búa í Vallahverfinu í dag og eru áform um að fjölga íbúum töluvert á næstu árum og áratugum. Fram kemur í umsögn Harðar Einarssonar hæstaréttarlögmanns að Hafnarfjarðarbær hafi ekki staðið nægilega vel að grenndarkynningunni og vanrækt hlutverk sitt með því að setja lagninguna ekki í umhverfismat. Það umhverfismat sem hafi verið framkvæmt á sínum tíma vegna Suðvesturlínu sé ekki nothæft vegna mikilla annmarka. Landsnet bendir á að framkvæmdin sé í samræmi við lög og gerð sé grein fyrir lagningunni í gildandi deiliskipulagstillögu. Einnig er bent á að sveitarfélagið hafi heimild til að gefa út framkvæmdaleyfi byggt á gildandi aðalskipulagi að loknu umhverfismati. Það sé einnig staðreynd að landeigendur í Hafnarfirði hafi gefið samþykki sitt fyrir lagningunni. Ragnhildur Jónsdóttir og Lárus Vilhjálmsson sendu inn athugasemd um loftlínuna fyrir hönd huldufólks, álfa og dverga sem búa í Hafnarfirði. Þau Ragnhildur og Lárus segja huldufólk ítrekað hafa þurft að gefa eftir heimili sín fyrir byggð mannfólks. Vilji álfar, huldufólk og dvergar að raflínur séu lagðar meðfram vegamannvirkjum sem þegar eru á svæðinu svo það raski ekki heimilum þeirra.
Suðurnesjalína 2 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira