Eitt mikilvægasta framlagið til hagfræði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Stærðfræðingurinn John Nash tók við Abelverðlaununum í Ósló þann 19. maí síðastliðinn. Hann og eiginkona hans létust í bílslysi á laugardaginn. nordicphotos/afp Einn kunnasti hugsuður samtímans, John Forbes Nash, lét lífið um helgina. Hann og eiginkona hans, Alicia, voru farþegar í leigubíl og mun leigubílstjórinn hafa misst stjórn á bifreiðinni og ekið á. Nash var lærður stærðfræðingur. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1994 fyrir jafnvægiskenningu sína og Abelverðlaunin í stærðfræði fyrir einungis örfáum dögum. Nash lauk doktorsverkefni sínu við Princeton-háskóla þegar hann var einungis 21 árs. Grunninn að leikjafræði Nash byggði hann á kenningum Johns von Neumann. Leikjafræðin varð síðar einn af hornsteinum hagfræðinnar og raunar þekkt í sálfræði og fleiri félagsvísindagreinum. Financial Times segir að eftir að Nash setti kenningu sína fram hafi hagfræðingar hætt að setja fram líkön þar sem gert er ráð fyrir að fullkomin samkeppni ríki á markaði og byrjað að teikna líkön þar sem sérhver aðili þarf að taka tillit til samkeppnisaðilanna. Roger Myerson, sem sjálfur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að jafnvægiskenning Nash hafi verið jafn mikilvæg fyrir félagsvísindin og uppgötvun James Watson og Francis Crick á DNA var fyrir líftæknivísindin. „Þetta var eitt mikilvægasta framlag í sögu hagfræðinnar,“ hefur Financial Times eftir Myerson. Nash var fæddur þann 13. júní 1928 í Bluefield í Vestur-Virginíu. Eftir að hann lauk doktorsgráðu sinni hóf hann störf hjá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Þar hitti hann Aliciu frá El Salvador, með þeim tókust ástir og þau giftu sig. Þegar Nash greindist svo með geðklofa árið 1959 varð Alicia hans helsta stoð í lífinu. Ofsóknaræði og ranghugmyndir sóttu sífellt meira á hann og lagðist hann ítrekað á spítala. Hann hætti að vinna og hegðun hans varð æ skringilegri. Vegna veikinda urðu samskipti þeirra hjóna erfiðari og þau skildu árið 1963 en tóku saman aftur. Nóbelsverðlaun Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Einn kunnasti hugsuður samtímans, John Forbes Nash, lét lífið um helgina. Hann og eiginkona hans, Alicia, voru farþegar í leigubíl og mun leigubílstjórinn hafa misst stjórn á bifreiðinni og ekið á. Nash var lærður stærðfræðingur. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1994 fyrir jafnvægiskenningu sína og Abelverðlaunin í stærðfræði fyrir einungis örfáum dögum. Nash lauk doktorsverkefni sínu við Princeton-háskóla þegar hann var einungis 21 árs. Grunninn að leikjafræði Nash byggði hann á kenningum Johns von Neumann. Leikjafræðin varð síðar einn af hornsteinum hagfræðinnar og raunar þekkt í sálfræði og fleiri félagsvísindagreinum. Financial Times segir að eftir að Nash setti kenningu sína fram hafi hagfræðingar hætt að setja fram líkön þar sem gert er ráð fyrir að fullkomin samkeppni ríki á markaði og byrjað að teikna líkön þar sem sérhver aðili þarf að taka tillit til samkeppnisaðilanna. Roger Myerson, sem sjálfur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að jafnvægiskenning Nash hafi verið jafn mikilvæg fyrir félagsvísindin og uppgötvun James Watson og Francis Crick á DNA var fyrir líftæknivísindin. „Þetta var eitt mikilvægasta framlag í sögu hagfræðinnar,“ hefur Financial Times eftir Myerson. Nash var fæddur þann 13. júní 1928 í Bluefield í Vestur-Virginíu. Eftir að hann lauk doktorsgráðu sinni hóf hann störf hjá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Þar hitti hann Aliciu frá El Salvador, með þeim tókust ástir og þau giftu sig. Þegar Nash greindist svo með geðklofa árið 1959 varð Alicia hans helsta stoð í lífinu. Ofsóknaræði og ranghugmyndir sóttu sífellt meira á hann og lagðist hann ítrekað á spítala. Hann hætti að vinna og hegðun hans varð æ skringilegri. Vegna veikinda urðu samskipti þeirra hjóna erfiðari og þau skildu árið 1963 en tóku saman aftur.
Nóbelsverðlaun Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira