Einn lokadans við verðbólguna Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2015 08:00 Hringrás launahækkana og verðbólgu verður alltaf vandamál meðan launafólk fær greitt í gjaldmiðli sem sveiflast með vísitölu neysluverðs. Staðan á vinnumarkaði er sú erfiðasta í rúmlega aldarfjórðung og áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu. Mörg stéttarfélög halda til streitu 50-70 prósenta launahækkunum þótt allir viti að kaupmáttaraukningin sem fylgir slíkum hækkunum muni hverfa í verðbólgu. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tíma. Launahækkanir keyrðu upp verðlag og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. „Ég skil ekki hvaða hagsmuni er verið að verja,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundi í Svörtuloftum hinn 13. maí við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar. Þórarinn vísaði þar til krafna um 50 prósenta hækkun launa. Atvinnurekendur myndu bara hagræða í rekstri sínum til að standa straum af slíkum hækkunum. Það myndi leiða til uppsagna og það starfsfólk sem fyrst myndi missa vinnuna væri það sem ætti minnsta hlutdeild í hagnaði, oft og tíðum starfsmenn með minni menntun og lægri laun. Framleiðni er lítil á Íslandi í samanburði við önnur OECD-ríki. Íslendingar framleiða einungis tæplega 37 dali á hverja vinnustund og eru á pari við Ítali en Norðmenn framleiða mest allra eða 63 dali á vinnustund. Framleiðni á Íslandi hefur á undanförnum áratugum verið langt undir meðaltali helstu viðskiptalanda Íslands. Er eðlilegt að launahækkanir séu á skjön við framleiðni í hagkerfinu, eða réttara sagt framleiðnileysi? Samtök atvinnulífsins hafa boðið 23,5 prósenta launahækkanir samtals yfir þriggja ára tímabil. Seðlabankinn telur að SA sé að teygja sig óþægilega langt með slíku boði jafnvel þótt það sé ekki nærri því nógu gott fyrir viðsemjendurna. Hagfræðingur VR telur að áhrif launahækkana á verðbólgu séu stórlega ofmetin og birti lærða grein um það á vefsíðu VR. Aðilar vinnumarkaðarins geta auðvitað barið höfðinu við stein, sleppt því að draga lærdóm af sögunni, gert eina tilraun enn og hækkað laun um meira en 23,5 prósent. Samtök atvinnulífsins geta tekið meðvitaða ákvörðun um að keyra upp verðbólgu að því gefnu að ríkisstjórnin haldi áfram að skila auðu í málinu. Menn gætu litið á þetta sem samfélagstilraun og prófraun á kenningu VR um ofmat áhrifa launahækkana á verðbólgu. Kjarni málsins er sá að þessi grein væri ekki skrifuð og þetta samtal væri ekki að eiga sér stað í samfélaginu ef launafólk fengi laun í gjaldmiðli sem sveiflaðist ekki með vísitölu neysluverðs. Þá væri kannski hægt að semja um raunverulegar hagsbætur til þeirra. Ákveðnir stjórnmálamenn bentu á, meðan þeir höfðu enn lífsþróttinn, að baráttan fyrir stöðugum gjaldmiðli væri stærsta stéttabarátta á Íslandi frá því vistarbandið var afnumið með lögum árið 1894. Það er nokkuð til í því. En þetta er stéttabarátta sem enginn hefur áhuga á í augnablikinu. Það verður kannski lærdómur samfélagstilraunarinnar sem ég nefndi hér framar, aldarfjórðungi eftir þjóðarsátt, að platpeningarnir sem launafólk fær launin sín greidd í henta bara atvinnurekendum en ekki launafólki.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
Hringrás launahækkana og verðbólgu verður alltaf vandamál meðan launafólk fær greitt í gjaldmiðli sem sveiflast með vísitölu neysluverðs. Staðan á vinnumarkaði er sú erfiðasta í rúmlega aldarfjórðung og áhrifa verkfalla gætir víða í samfélaginu. Mörg stéttarfélög halda til streitu 50-70 prósenta launahækkunum þótt allir viti að kaupmáttaraukningin sem fylgir slíkum hækkunum muni hverfa í verðbólgu. Á tímabilinu 1980-1990 hækkuðu laun um 1.450 prósent samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar, en kaupmáttur launa dróst saman um 14 prósent á sama tíma. Launahækkanir keyrðu upp verðlag og kaupmátturinn brann inni í verðbólgu þess tíma. „Ég skil ekki hvaða hagsmuni er verið að verja,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, á fundi í Svörtuloftum hinn 13. maí við kynningu á vaxtaákvörðun peningastefnunefndar. Þórarinn vísaði þar til krafna um 50 prósenta hækkun launa. Atvinnurekendur myndu bara hagræða í rekstri sínum til að standa straum af slíkum hækkunum. Það myndi leiða til uppsagna og það starfsfólk sem fyrst myndi missa vinnuna væri það sem ætti minnsta hlutdeild í hagnaði, oft og tíðum starfsmenn með minni menntun og lægri laun. Framleiðni er lítil á Íslandi í samanburði við önnur OECD-ríki. Íslendingar framleiða einungis tæplega 37 dali á hverja vinnustund og eru á pari við Ítali en Norðmenn framleiða mest allra eða 63 dali á vinnustund. Framleiðni á Íslandi hefur á undanförnum áratugum verið langt undir meðaltali helstu viðskiptalanda Íslands. Er eðlilegt að launahækkanir séu á skjön við framleiðni í hagkerfinu, eða réttara sagt framleiðnileysi? Samtök atvinnulífsins hafa boðið 23,5 prósenta launahækkanir samtals yfir þriggja ára tímabil. Seðlabankinn telur að SA sé að teygja sig óþægilega langt með slíku boði jafnvel þótt það sé ekki nærri því nógu gott fyrir viðsemjendurna. Hagfræðingur VR telur að áhrif launahækkana á verðbólgu séu stórlega ofmetin og birti lærða grein um það á vefsíðu VR. Aðilar vinnumarkaðarins geta auðvitað barið höfðinu við stein, sleppt því að draga lærdóm af sögunni, gert eina tilraun enn og hækkað laun um meira en 23,5 prósent. Samtök atvinnulífsins geta tekið meðvitaða ákvörðun um að keyra upp verðbólgu að því gefnu að ríkisstjórnin haldi áfram að skila auðu í málinu. Menn gætu litið á þetta sem samfélagstilraun og prófraun á kenningu VR um ofmat áhrifa launahækkana á verðbólgu. Kjarni málsins er sá að þessi grein væri ekki skrifuð og þetta samtal væri ekki að eiga sér stað í samfélaginu ef launafólk fengi laun í gjaldmiðli sem sveiflaðist ekki með vísitölu neysluverðs. Þá væri kannski hægt að semja um raunverulegar hagsbætur til þeirra. Ákveðnir stjórnmálamenn bentu á, meðan þeir höfðu enn lífsþróttinn, að baráttan fyrir stöðugum gjaldmiðli væri stærsta stéttabarátta á Íslandi frá því vistarbandið var afnumið með lögum árið 1894. Það er nokkuð til í því. En þetta er stéttabarátta sem enginn hefur áhuga á í augnablikinu. Það verður kannski lærdómur samfélagstilraunarinnar sem ég nefndi hér framar, aldarfjórðungi eftir þjóðarsátt, að platpeningarnir sem launafólk fær launin sín greidd í henta bara atvinnurekendum en ekki launafólki.Höfundur er lögfræðingur og starfar sem fréttamaður. Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun