Stáltaugar og bein í nefinu eru nauðsyn 23. maí 2015 12:00 Helga Möller Vísir Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“ Eurovision Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Vísir heyrði í nokkrum Eurovision-förum og spurði út í frammistöðu okkar og úrslit fimmtudagskvöldsins þar sem Ísland lenti komst ekki áfram. Helga Möller: Þekkir stressið af eigin raun „Hún var greinilega stressuð, og ég þekki það af eigin raun að það er erfitt að eiga við ef það nær tökum á manni. Þegar ég lenti í 16. sæti fannst mér ég hafa brugðist þjóðinni, en þá voru ekki neinir samfélagsmiðlar og í dag geta þeir sem þar skrifa verið ansi harðorðir. En hún er glæsileg, þessi stúlka, kemur vel fyrir og skilaði vel af sér. Ég er viss um að hún hefur bein í nefinu og það er heilmikið varið í hana,“ segir Helga Möller. Aðspurð um úrslitakvöldið segir hún þetta: „Ég er eiginlega með fimm lönd sem koma til greina: Ítalía, Rússland, Ástralía, Noregur og Svíþjóð. Rússland kom mér á óvart og Lettland líka, en ég á erfitt að segja til um hver vinnur.“Eyþór Ingi: Getum verið óvægin „Það þarf stáltaugar í þetta og mér fannst hún standa sig ótrúlega vel. Vandamálið við Eurovision er ekki að syngja fyrir allan þennan fjölda í salnum. Panikkið kemur þegar er kveikt á myndavélunum og þetta fer í beina útsendingu. Að syngja í Eurovision er ekkert mál, en að syngja fyrir Íslendinga í Eurovision er erfiðara. Við getum verið svolítið óvægin,“ segir Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hann var á leið norður þar sem hann ætlar að njóta helgarinnar með fjölskyldunni. „Annars hef ég lítið fylgst með keppninni, líkt og áður. Ég er bara spenntur að horfa á þetta með krökkunum með snakk í skál og hafa gaman.“Sverrir StormskerSverrir Stormsker: Hefði mátt hækka um heiltón „Þetta var glæsilegt hjá henni, hún stóð sig helvíti vel. Það kom falskur tónn hjá henni, en það er allt í lagi, það gerist hjá öllum. Lagið var líka stórfínt, en það vantar alla melódíu í það. Ég hugsa að ef lagið hefði verið hækkað um heiltón, þá hefði það komið betur út. Byrjunin varð svolítið ógreinileg og það var eins og hún væri að muldra,“ segir Sverrir Stormsker um frammistöðu íslenska hópsins. „Annars hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta fer. Það eina sem ég hef hlustað á er íslenski flutningurinn og hef ekki hugmynd um hvernig hitt stöffið er. Mér finnst líka alltaf betra að horfa á þetta ferskt á laugardeginum.“ Birgitta HaukdalBirgitta Haukdal: Áttum að lauma okkur í úrslit „Hún skein eins og stjarna á sviðinu. Alveg ótrúlega falleg og sjarmerandi. Hún stóð sig ágætlega og við getum verið stolt af frammistöðunni. Á meðan við erum að senda út fólk sem er ekki með meiri reynslu en þetta þá er það eðlilegt að verða stressaður. Þetta var ekki okkar besta rennsli og riðillinn var erfiður, en við hefðum alveg átt að lauma okkur í úrslitin,“ segir Birgitta Haukdal, aðspurð um framlag Íslands í undankeppninni. En hver fer með sigur af hólmi? „Ég er í íslensku dómnefndinni, þannig að ég get ekki verið að segja mikið. En það er fullt af flottum og sterkum lögum, þannig að það verður erfitt að sjá hver vinnur. Það getur allt gerst á þessum þremur mínútum.“
Eurovision Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira