Hjónabandið, frelsið og þjóðkirkjan Agnes M. Sigurðardóttir skrifar 22. maí 2015 07:00 Í Fréttablaðinu 14. maí sl. er frétt um samþykkta tillögu kirkjuþings unga fólksins um „að reglur þær sem nú eru í gildi um samviskufrelsi presta sem heimila prestum að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar verði afnumdar“ eins og segir í tillögunum. Fram kemur í fréttinni að biskup hafi ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Staðreyndin er sú að ég var aldrei spurð og vissi ekki af fréttinni fyrr en ég las hana í Fréttablaðinu. Hið stutta svar hefði verið að ég teldi þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og ég og yfir 90% presta innan þjóðkirkjunnar værum tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa.Kirkjuþing og löggjafinn Umræðan um hjónaband fólks af sama kyni var til umfjöllunar fyrir nokkrum árum í kirkju okkar. Málið var rætt víða innan kirkjunnar út frá guðfræðilegum forsendum og var á grundvelli þeirrar umræðu samþykkt á kirkjuþingi árið 2007 að ef lögum um staðfesta samvist yrði breytt þannig að trúfélög fengju heimild til að staðfesta samvist þá styddi Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing lagði í samþykkt sinni áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt. Ég ætla ekki að rifja upp þá umræðu en vek athygli á að þegar árið 1999 setti biskup form fyrir blessun og fyrirbæn yfir staðfesta samvist. Eftir breytingu á hjúskaparlögunum árið 2010 var sett nýtt form fyrir hjónavígslu í samræmi við hið nýja ákvæði um hjónaband fólks af sama kyni. Umfjöllun um samviskufrelsi presta varðandi hjónavígslu samkynhneigðra, þ.e. hvort prestar hefðu leyfi til að verða ekki við beiðni samkynhneigðra para um hjónavígslu fór einnig fram fyrir nokkrum árum. Í greinargerð með frumvarpi um breytingar á hjúskaparlögunum, sem lagt var fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009-2010 er í 6. kaflanum fjallað um ýmis álitaefni. Þar stendur varðandi skyldu eða heimild til að vígja: „Árétta ber að spurningar um vígsluheimild og vígsluskyldu snerta fyrst og fremst einstaka vígslumenn. Með hliðsjón af stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi þykir mega stefna að því að allir muni geta notið kirkjulegrar vígslu innan þjóðkirkjunnar ef annað eða bæði hjónaefna tilheyra þjóðkirkjunni þó að hver og einn eigi ekki rétt á vígslu af hálfu tiltekins vígslumanns.“ Eftir síðustu breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fólki af sama kyni er veittur réttur til að ganga í hjónaband hefur Þjóðkirkjan ávallt litið svo á að réttur samkynhneigðra til kirkjulegrar hjónavígslu væri tryggður þó friðhelgi prests til að fara eftir samvisku sinni væri ekki fyrir borð borinn.Engar reglur til Í áðurnefndri greinargerð með frumvarpinu um breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fjallað er um ýmis álitaefni stendur einnig að „samkvæmt 1. mgr. 22. gr. hjúskaparlaga eiga hjónaefni ótvíræðan rétt á að stofna til hjúskapar fyrir borgaralegum vígslumanni hvort sem þau eiga kröfu á kirkjulegri hjónavígslu eða ekki. Á kirkjulegum vígslumönnum hvílir ekki sams konar skylda. Í 16. og 17. gr. laganna er fjallað um vígsluheimild presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga og skv. 2. mgr. 22. gr. laganna getur ráðuneytið, að fengnum tillögum biskups, sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og nánari reglur um hvenær þeim sé þetta heimilt. Ákvæði þetta er óbreytt frá setningu eldri laga en ráðuneytið hefur ekki nýtt lagaheimildina til að setja umræddar reglur“. Af ástæðum sem mér eru ekki kunnar hefur ráðuneytið ekki kallað eftir tillögum biskups og ekki sett þessar reglur. Ef til vill er ástæðan sú að ekki hefur verið talin þörf á því. Samþykkt kirkjuþings unga fólksins verður send til kirkjuráðs til umfjöllunar og meðferðar eins og starfsreglur gera ráð fyrir. Tillöguna má sjá hér: http://kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2015/05/mal06.pdfAthugas. ritstj.Að gefnu tilefni skal tekið fram að við vinnslu fréttarinnar sem biskup vísar til í grein sinni og birtist á forsíðu Fréttablaðsins 14. maí síðastliðinn hafði blaðamaður samband við Biskupsstofu og leitaðist eftir því að fá viðbrögð biskups. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri upplýsingamála kirkjunnar og fjölmiðlafulltrúi, svaraði því til að biskup vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 14. maí sl. er frétt um samþykkta tillögu kirkjuþings unga fólksins um „að reglur þær sem nú eru í gildi um samviskufrelsi presta sem heimila prestum að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar verði afnumdar“ eins og segir í tillögunum. Fram kemur í fréttinni að biskup hafi ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu. Staðreyndin er sú að ég var aldrei spurð og vissi ekki af fréttinni fyrr en ég las hana í Fréttablaðinu. Hið stutta svar hefði verið að ég teldi þetta ekki vandamál innan kirkjunnar og ég og yfir 90% presta innan þjóðkirkjunnar værum tilbúin til að vígja fólk af sama kyni í hjónaband eins og lög leyfa.Kirkjuþing og löggjafinn Umræðan um hjónaband fólks af sama kyni var til umfjöllunar fyrir nokkrum árum í kirkju okkar. Málið var rætt víða innan kirkjunnar út frá guðfræðilegum forsendum og var á grundvelli þeirrar umræðu samþykkt á kirkjuþingi árið 2007 að ef lögum um staðfesta samvist yrði breytt þannig að trúfélög fengju heimild til að staðfesta samvist þá styddi Kirkjuþing það að prestum Þjóðkirkjunnar, sem eru vígslumenn að lögum, verði það heimilt. Kirkjuþing lagði í samþykkt sinni áherslu á að frelsi presta í þessum efnum verði virt. Ég ætla ekki að rifja upp þá umræðu en vek athygli á að þegar árið 1999 setti biskup form fyrir blessun og fyrirbæn yfir staðfesta samvist. Eftir breytingu á hjúskaparlögunum árið 2010 var sett nýtt form fyrir hjónavígslu í samræmi við hið nýja ákvæði um hjónaband fólks af sama kyni. Umfjöllun um samviskufrelsi presta varðandi hjónavígslu samkynhneigðra, þ.e. hvort prestar hefðu leyfi til að verða ekki við beiðni samkynhneigðra para um hjónavígslu fór einnig fram fyrir nokkrum árum. Í greinargerð með frumvarpi um breytingar á hjúskaparlögunum, sem lagt var fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009-2010 er í 6. kaflanum fjallað um ýmis álitaefni. Þar stendur varðandi skyldu eða heimild til að vígja: „Árétta ber að spurningar um vígsluheimild og vígsluskyldu snerta fyrst og fremst einstaka vígslumenn. Með hliðsjón af stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi þykir mega stefna að því að allir muni geta notið kirkjulegrar vígslu innan þjóðkirkjunnar ef annað eða bæði hjónaefna tilheyra þjóðkirkjunni þó að hver og einn eigi ekki rétt á vígslu af hálfu tiltekins vígslumanns.“ Eftir síðustu breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fólki af sama kyni er veittur réttur til að ganga í hjónaband hefur Þjóðkirkjan ávallt litið svo á að réttur samkynhneigðra til kirkjulegrar hjónavígslu væri tryggður þó friðhelgi prests til að fara eftir samvisku sinni væri ekki fyrir borð borinn.Engar reglur til Í áðurnefndri greinargerð með frumvarpinu um breytingar á hjúskaparlögunum þar sem fjallað er um ýmis álitaefni stendur einnig að „samkvæmt 1. mgr. 22. gr. hjúskaparlaga eiga hjónaefni ótvíræðan rétt á að stofna til hjúskapar fyrir borgaralegum vígslumanni hvort sem þau eiga kröfu á kirkjulegri hjónavígslu eða ekki. Á kirkjulegum vígslumönnum hvílir ekki sams konar skylda. Í 16. og 17. gr. laganna er fjallað um vígsluheimild presta og forstöðumanna skráðra trúfélaga og skv. 2. mgr. 22. gr. laganna getur ráðuneytið, að fengnum tillögum biskups, sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu og nánari reglur um hvenær þeim sé þetta heimilt. Ákvæði þetta er óbreytt frá setningu eldri laga en ráðuneytið hefur ekki nýtt lagaheimildina til að setja umræddar reglur“. Af ástæðum sem mér eru ekki kunnar hefur ráðuneytið ekki kallað eftir tillögum biskups og ekki sett þessar reglur. Ef til vill er ástæðan sú að ekki hefur verið talin þörf á því. Samþykkt kirkjuþings unga fólksins verður send til kirkjuráðs til umfjöllunar og meðferðar eins og starfsreglur gera ráð fyrir. Tillöguna má sjá hér: http://kirkjuthing.is/kerfi//skraarsofn/kirkjuthing/2015/05/mal06.pdfAthugas. ritstj.Að gefnu tilefni skal tekið fram að við vinnslu fréttarinnar sem biskup vísar til í grein sinni og birtist á forsíðu Fréttablaðsins 14. maí síðastliðinn hafði blaðamaður samband við Biskupsstofu og leitaðist eftir því að fá viðbrögð biskups. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri upplýsingamála kirkjunnar og fjölmiðlafulltrúi, svaraði því til að biskup vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun