CCP eins og stór fiskur í lítilli tjörn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. maí 2015 07:00 Þegar fyrirtæki flytja höfuðstöðvar sínar losnar bæði um fjármagn og þekkingu, bendir Frosti Sigurjónsson á. Fréttablaðið/Stefán „Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
„Ekkert er óeðlilegt við að fyrirtæki sem stefna á erlendan markað eða starfa á erlendum markaði færi höfuðstöðvar sínar þangað sem markaðir eru eða fjárfestarnir til að halda áfram að vaxa,“ segir Frosti Sigurjónsson, þingmaður og fyrrverandi stjórnarformaður CCP, um þær fréttir að hluti af starfsemi fyrirtækisins verði fluttur úr landi og alþjóðlegir samningar og gjaldeyrishöft séu ástæðan.Lítill heimamarkaður „Ísland er frábær staður til að taka fyrstu skrefin og fara frá hugmynd upp í ákveðna stærð. Oft kemur svo að því að fyrirtæki þurfa að færa starfsemi til útlanda til að halda áfram velgengni sinni. Svo gætu þeir líka þurft að færa höfuðstöðvar úr landi til að ná til fjárfesta. Þetta er mjög verðmætt skeið, þetta sprotaskeið frá hugmynd til útrásar og skapar mikil verðmæti hér á Íslandi, við eigum líka að geta sleppt fyrirtækjum til þess að þau nái að breiða út vængi sína til fulls. Heimamarkaðurinn okkar er lítill og ástæðan sem CCP nefndi á hluthafafundi sem ég var á er skortur á aðgangi að fólki. Það getur orðið erfitt að finna einmitt það sérhæfða starfsfólk sem til þarf til starfseminnar,“ segir hann og telur að smæð markaðarins ráði mestu um ákvörðun fyrirtækisins. Hann segir Seðlabankann hafa liðkað mjög til vegna fjárfestinga.Seðlabankinn hefur slípað ferla „Ég þekki til margra fyrirtækja hér á Íslandi sem hafa fengið erlenda fjármögnun og svo hina hliðina líka, því það er augljóst að erlendir fjárfestar kjósa frekar að fjárfesta í umhverfi sem menn þekkja vel. Fjármagnshöftin gera mönnum auðvitað erfiðara fyrir að fá fjárfestingu til landsins. Hins vegar má segja Seðlabankanum til hróss og gjaldeyriseftirlitinu þar að hann hefur slípað sína ferla til svo það er auðveldara fyrir íslensk sprotafyrirtæki að lifa innan og utan þeirra. Þetta var gríðarlega erfitt fyrst en nú eru mörg fordæmi komin. Jafnvel er þetta mjög vel kynnt á heimasíðu Seðlabankans.“Fái að fljúga úr hreiðrinu Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, með módel af geimskipi úr EVE Online tölvuleiknum. Frosti Sigurjónsson segir mikilvægt að auðvelda fyrirtækjum sem þurfa, að flytja höfuðstöðvar sínar úr landi.Fréttablaðið/ErnirDýrmæt hringrás Frosti segir íslensku samfélagi til góða að sleppa tökunum af stórum fyrirtækjum. „Þegar fyrirtæki eru orðin ákveðið stór, annaðhvort orðin það stórir fiskar í lítilli tjörn að þau eiga erfitt með að finna sérþekkingu sem þau þurfa hérlendis eða fjárfesta af þeirri stærðargráðu sem þarf til að fara í þær gríðarlegu markaðsfjárfestingar sem eru fram undan, þá er eðlilegt að við segjum að það sé kominn tími til þess að fljúga úr hreiðrinu. Þá losnar um þekkingu, því einhverjir starfsmenn vilja ekki flytja úr landi. Þessir sömu aðilar stofna ný fyrirtæki og þekkingin þróast áfram. Þetta er dýrmætasti parturinn af hringrás fyrirtækja, nýsköpunarhringrásin.“Ekki háð stórfyrirtækjum Frosti tekur dæmi af falli Nokia í Finnlandi. „Það var orðið tröll í hagkerfinu. Þegar fyrirtækinu fór að hnigna þá varð efnahagssamdráttur í Finnlandi. Eftir fall Nokia þá spruttu úr fyrirtækinu mörg nýsköpunarfyrirtæki sem skapa verðmæti í dag. Öll fyrirtæki hafa sinn feril og ef því er hamlað þá getur því farið að hnigna. Við getum ekki haldið öllum okkar stærstu fyrirtækjum, þau geta orðið of stór fyrir Ísland. Við eigum miklu frekar að keppa í því að framleiða þessi fyrirtæki.“ Hann segir ekki ákjósanlegt að íslenskur efnahagur verði jafn háður stórfyrirtæki og Finnland varð háð rekstri Nokia. „Þá gæti það fyrirtæki farið að setja þinginu og stjórnvöldum afarkosti. Þá byrjar regluverkið að svigna í átt að stórfyrirtækjum frá hagsmunum lítilla fyrirtækja og heimilanna. Við megum ekki verða háð stórfyrirtækjum.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira