Á hvaða vegferð eru stjórnvöld í menntamálum? Guðríður Arnardóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðríður Arnardóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir m.a. um menntamál: Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að efla menntakerfið með hagsmuni nemenda og þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Áhersla verður lögð á samráð við hagsmunaaðila þegar ákvarðanir eru teknar á vettvangi ríkisins um skipulag náms og kennslu. Komið verði á fót samstarfsvettvangi menntamálayfirvalda, kennara og hagsmunaaðila í atvinnulífi um framtíðarsýn og mótun menntastefnu í þessum greinum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á að taka upp samstarf við hagsmunaaðila í menntamálum um þróun menntakerfisins og aukin gæði menntunar. Horft verði til 10 punkta samkomulagsins frá 2006 um fyrirmynd samstarfsins. Með samstarfinu verði einnig leitað leiða til að stytta nám á háskólastigi og auka samfellu milli skólastiga. Menntamálaráðherra hefur tekið nokkuð einhliða ákvörðun um að stytta námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú með tilheyrandi skerðingu á innihaldi náms. Í aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla frá árinu 2011 var gert ráð fyrir að framhaldsskólaeiningar skyldu vera á bilinu 200-240 og að einstakir skólar fengju að móta sitt námsframboð sjálfir en nú hefur verið horfið frá því og enginn skóli fær leyfi til að bjóða upp á nám sem er meira en 200 einingar. Það er viðbúið að þeir nemendur sem ætla í krefjandi háskólanám að loknu stúdentsprófi þurfi að bæta við þekkingu sína í tilteknum greinum áður en þeir setjast á háskólabekk. Þá viðbót munu þeir mögulega þurfa að sækja til einkaaðila og greiða fullu verði. Á sama tíma hefur verið forgangsraðað inn í framhaldsskólann þannig að 25 ára nemendur eiga þar ekki vísa skólavist. Þeir nemendur sem hafa einhverra hluta vegna helst úr lestinni hafa því þann eina kost, vilji þeir ganga menntaveginn, að kosta nám sitt sjálfir í gegnum einkageirann svo sem eins og háskólabrú. Til viðbótar virðast vera fyrirhugaðar sameiningar framhaldsskóla. Nú þegar hafa Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn verið sameinaðir og fréttir berast af mögulegri sameiningu Verkmenntaskólans á Akureyri, Menntaskólans á Tröllaskaga, Framhaldsskólans á Húsavík, Framhaldsskólans á Laugum og Menntaskólans á Akureyri. Hvort frekari sameiningar eru í farvatninu er ómögulegt að geta sér til um því að þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert samráð haft við fagaðila.Frekari einkavæðing Fjöldatakmarkanir inn í ríkisreknu framhaldsskólana munu óhjákvæmilega leiða til frekari einkavæðingar menntakerfisins. Þeir nemendur sem fá ekki inni í framhaldsskólunum verða að fjármagna skólagöngu sína sjálfir. Sameiningar framhaldsskólanna á landsbyggðinni gætu haft neikvæð áhrif á minnstu einingarnar og fækkað menntunartækifærum ungs fólks úti á landi. Þvert á stefnu ríkisstjórnarflokkanna hefur ekkert samráð verið haft við hagsmuna- og fagaðila um þessar breytingar og það sem meira er, Alþingi hefur nær ekkert fjallað um málið. Stjórnvöld marka stefnuna í menntamálum. Alþingi setur lög og ráðherra framfylgir þeim. Hér er á ferðinni gríðarleg menntapólitík og breyting frá fyrri stefnu sem virðist vera lætt inn bakdyramegin. Það er eitthvað bogið við þetta í mínum huga þar sem ráðherra fer sínu fram á meðan Alþingi ræðir fundarstjórn forseta. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar á að vera vegvísir stjórnarliða og ráðherra. Í ljósi þess að ráðherra gengur þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar í menntamálum furða ég mig á því hversu litla athygli málið hefur fengið hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna, Það ætti að vera þeirra að halda kúrs og sjá til þess að staðið sé við fyrirheitin sem skrifað var undir á Laugarvatni árið 2012.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun