Fíll í herberginu Stjórnarmaðurinn skrifar 20. maí 2015 07:00 Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira