Þjóðareign.is Þorvaldur Gylfason skrifar 14. maí 2015 07:00 Fyrstu kvótalögin voru samin á skrifstofum LÍÚ eins og rakið er í ritgerð Halldórs Jónssonar „Ákvarðanataka í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiða“ í Samfélagstíðindum 1990 (bls. 99-141). Fyrir liggja ljósir vitnisburðir um afleiðingar þessa. Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, segir í bók sinni Umsátrið (2009, bls. 206): „Handhafar kvótans urðu þeir valdamenn, sem máli skiptu í sjávarplássunum í kringum landið. Þeir höfðu líf plássanna í hendi sér. ... Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna stóðu nær undantekningarlaust með kvótahöfunum. Þeir vissu sem var, að snerust þeir gegn þeim, væri stjórnmálaferli þeirra lokið. ... Frambjóðendur í prófkjörum þurftu og þurfa að leita fjárstuðnings ..., þar á meðal hjá handhöfum kvóta. Það jafngilti pólitísku sjálfsmorði að rísa upp gegn handhafa kvóta á landsbyggðinni.“Ef þú átt hús Vandinn hefur ágerzt. Nýlegt dæmi er ákvörðun ríkisstjórnarinnar 2009-2013 um að leggja ekki auðlindagjald á makrílveiðar þótt ríkissjóður berðist í bökkum eftir hrun eins og hann gerir enn. Önnur dæmi eru afturköllun áður ákveðinnar hækkunar veiðigjalda 2013 og nú síðast makrílfrumvarpið, sem liggur fyrir Alþingi og kveður á um úthlutun kvóta með miklum afslætti til sex ára í senn frekar en til eins árs eins og hingað til. Hér er á ferðinni grímulaus tilraun til að binda hendur Alþingis fram í tímann til að hafa af þjóðinni réttmætan arð hennar af eign sinni – og það meðan t.d. heilbrigðiskerfið getur ekki sinnt frumskyldum sínum og landið logar í verkföllum. Makrílfrumvarpið, nái þjóðin ekki að bera hönd fyrir höfuð sér og stöðva það, gæti orðið upptakturinn að því að festa í sessi um langan aldur ranglætið, óhagkvæmnina og ófriðinn, sem stafar af fiskveiðistjórnarkerfinu. Málið er einfalt. Ef þú átt hús, þá viltu ekki að tengdamóðir þín leigi það vini sínum langt fram í tímann fyrir brot af réttu verði.Fullt gjald Alþingi hefur brugðizt þjóðinni í kvótamálinu og einnig brugðizt alþjóðasamfélaginu. Tökum þjóðina fyrst. Nýja stjórnarskráin kveður á um „fullt gjald“ fyrir veiðiréttinn. Í greinargerð frumvarps Stjórnlagaráðs er því vandlega lýst hvað í orðunum felst. Fullt gjald er markaðsgjald, þ.e. hæsta gjald sem nokkur er fús til að greiða á markaði með sama hætti og sjálfsagt þykir t.d. á húsnæðismarkaði. Þegar Alþingi hafði legið yfir stjórnarskrárfrumvarpinu í sjö til átta mánuði 2011-2012 kvaddi það stjórnlagaráðsmenn saman til aukafundar til að fá svör við nokkrum spurningum, m.a. þeirri spurningu hvort breyta mætti orðunum „fullt gjald“ í „sanngjarnt gjald“. Fundurinn svaraði spurningunni neitandi afdráttarlaust og einum rómi með þeim rökum að í eignarréttarákvæði frumvarpsins, sem er óbreytt frá 1944, er kveðið á um að „fullt verð“ skuli koma fyrir eignarnám. Til að gæta innra samræmis og gera öllum eignarrétti jafnhátt undir höfði þarf „fullt“ verð að standa í báðum ákvæðum. Við bætist að „sanngjarnt gjald“ mætti e.t.v. skoða sem stjórnarskrárvarinn afslátt handa útvegsmönnum. Alþingi lét sér segjast og „fullt gjald“ fékk að standa óbreytt þar til það gerðist á lokametrum meðferðar frumvarpsins á Alþingi 2013 að í stað orðanna „gegn fullu gjaldi“ voru skyndilega komin orðin „gegn eðlilegu gjaldi“. Þingmenn eiga eftir að upplýsa hver laumaði þessari dulbúnu efnisbreytingu inn í frumvarpið eins og til að veita útvegsmönnum fyrirheit um stjórnarskrárvarinn afslátt. Mínar heimildir á Alþingi herma að breytingin hafi verið gerð að undirlagi þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta þarf að upplýsa.Mannréttindi Mannréttindanefnd SÞ birti bindandi álit 2007 þess efnis að fiskveiðistjórnarkerfið bryti gegn mannréttindum og fyrirskipaði ríkisstjórninni að nema mannréttindabrotaþáttinn, þ.e. mismununina, brott úr kerfinu og greiða skaðabætur sjómönnunum tveim sem höfðuðu málið, þeim Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni. Ríkisstjórnin lofaði mannréttindanefndinni bót og betrun, m.a. með því að lögfesta nýja stjórnarskrá með auðlindaákvæði til að bregðast við vandanum. Auðlindaákvæðið í frumvarpi Stjórnlagaráðs tekur fullt tillit til álits mannréttindanefndarinnar. Nefndin brást við í góðri trú með því að fella málið niður 2012. En þá gerist það að ríkisstjórnin svíkst aftan að mannréttindanefndinni með því að salta stjórnarskrárfrumvarpið sem var forsenda nefndarinnar fyrir niðurfellingu málsins. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum mannréttindanefndarinnar við þessum upplýsingum um háttalag Alþingis. Stjórnarskrárfélagið hefur sent nefndinni bréf um málið. Ef allt væri með felldu væri nýja stjórnarskráin sem 67% kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 nú þegar í gildi. Þá dygðu 23.000 undirskriftir kosningabærra manna til að setja makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæði án milligöngu forseta Íslands. Undirskriftirnar eru þegar komnar upp fyrir 31.000. Þú getur sagt forsetanum skoðun þína, lesandi minn góður, með því að skrifa undir áskorun til hans á vefsetrinu thjodareign.is um að vísa málinu í þjóðaratkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorvaldur Gylfason Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Fyrstu kvótalögin voru samin á skrifstofum LÍÚ eins og rakið er í ritgerð Halldórs Jónssonar „Ákvarðanataka í sjávarútvegi og stjórnun fiskveiða“ í Samfélagstíðindum 1990 (bls. 99-141). Fyrir liggja ljósir vitnisburðir um afleiðingar þessa. Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, segir í bók sinni Umsátrið (2009, bls. 206): „Handhafar kvótans urðu þeir valdamenn, sem máli skiptu í sjávarplássunum í kringum landið. Þeir höfðu líf plássanna í hendi sér. ... Þingmenn landsbyggðarkjördæmanna stóðu nær undantekningarlaust með kvótahöfunum. Þeir vissu sem var, að snerust þeir gegn þeim, væri stjórnmálaferli þeirra lokið. ... Frambjóðendur í prófkjörum þurftu og þurfa að leita fjárstuðnings ..., þar á meðal hjá handhöfum kvóta. Það jafngilti pólitísku sjálfsmorði að rísa upp gegn handhafa kvóta á landsbyggðinni.“Ef þú átt hús Vandinn hefur ágerzt. Nýlegt dæmi er ákvörðun ríkisstjórnarinnar 2009-2013 um að leggja ekki auðlindagjald á makrílveiðar þótt ríkissjóður berðist í bökkum eftir hrun eins og hann gerir enn. Önnur dæmi eru afturköllun áður ákveðinnar hækkunar veiðigjalda 2013 og nú síðast makrílfrumvarpið, sem liggur fyrir Alþingi og kveður á um úthlutun kvóta með miklum afslætti til sex ára í senn frekar en til eins árs eins og hingað til. Hér er á ferðinni grímulaus tilraun til að binda hendur Alþingis fram í tímann til að hafa af þjóðinni réttmætan arð hennar af eign sinni – og það meðan t.d. heilbrigðiskerfið getur ekki sinnt frumskyldum sínum og landið logar í verkföllum. Makrílfrumvarpið, nái þjóðin ekki að bera hönd fyrir höfuð sér og stöðva það, gæti orðið upptakturinn að því að festa í sessi um langan aldur ranglætið, óhagkvæmnina og ófriðinn, sem stafar af fiskveiðistjórnarkerfinu. Málið er einfalt. Ef þú átt hús, þá viltu ekki að tengdamóðir þín leigi það vini sínum langt fram í tímann fyrir brot af réttu verði.Fullt gjald Alþingi hefur brugðizt þjóðinni í kvótamálinu og einnig brugðizt alþjóðasamfélaginu. Tökum þjóðina fyrst. Nýja stjórnarskráin kveður á um „fullt gjald“ fyrir veiðiréttinn. Í greinargerð frumvarps Stjórnlagaráðs er því vandlega lýst hvað í orðunum felst. Fullt gjald er markaðsgjald, þ.e. hæsta gjald sem nokkur er fús til að greiða á markaði með sama hætti og sjálfsagt þykir t.d. á húsnæðismarkaði. Þegar Alþingi hafði legið yfir stjórnarskrárfrumvarpinu í sjö til átta mánuði 2011-2012 kvaddi það stjórnlagaráðsmenn saman til aukafundar til að fá svör við nokkrum spurningum, m.a. þeirri spurningu hvort breyta mætti orðunum „fullt gjald“ í „sanngjarnt gjald“. Fundurinn svaraði spurningunni neitandi afdráttarlaust og einum rómi með þeim rökum að í eignarréttarákvæði frumvarpsins, sem er óbreytt frá 1944, er kveðið á um að „fullt verð“ skuli koma fyrir eignarnám. Til að gæta innra samræmis og gera öllum eignarrétti jafnhátt undir höfði þarf „fullt“ verð að standa í báðum ákvæðum. Við bætist að „sanngjarnt gjald“ mætti e.t.v. skoða sem stjórnarskrárvarinn afslátt handa útvegsmönnum. Alþingi lét sér segjast og „fullt gjald“ fékk að standa óbreytt þar til það gerðist á lokametrum meðferðar frumvarpsins á Alþingi 2013 að í stað orðanna „gegn fullu gjaldi“ voru skyndilega komin orðin „gegn eðlilegu gjaldi“. Þingmenn eiga eftir að upplýsa hver laumaði þessari dulbúnu efnisbreytingu inn í frumvarpið eins og til að veita útvegsmönnum fyrirheit um stjórnarskrárvarinn afslátt. Mínar heimildir á Alþingi herma að breytingin hafi verið gerð að undirlagi þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Þetta þarf að upplýsa.Mannréttindi Mannréttindanefnd SÞ birti bindandi álit 2007 þess efnis að fiskveiðistjórnarkerfið bryti gegn mannréttindum og fyrirskipaði ríkisstjórninni að nema mannréttindabrotaþáttinn, þ.e. mismununina, brott úr kerfinu og greiða skaðabætur sjómönnunum tveim sem höfðuðu málið, þeim Erlingi Sveini Haraldssyni og Erni Snævari Sveinssyni. Ríkisstjórnin lofaði mannréttindanefndinni bót og betrun, m.a. með því að lögfesta nýja stjórnarskrá með auðlindaákvæði til að bregðast við vandanum. Auðlindaákvæðið í frumvarpi Stjórnlagaráðs tekur fullt tillit til álits mannréttindanefndarinnar. Nefndin brást við í góðri trú með því að fella málið niður 2012. En þá gerist það að ríkisstjórnin svíkst aftan að mannréttindanefndinni með því að salta stjórnarskrárfrumvarpið sem var forsenda nefndarinnar fyrir niðurfellingu málsins. Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum mannréttindanefndarinnar við þessum upplýsingum um háttalag Alþingis. Stjórnarskrárfélagið hefur sent nefndinni bréf um málið. Ef allt væri með felldu væri nýja stjórnarskráin sem 67% kjósenda samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 nú þegar í gildi. Þá dygðu 23.000 undirskriftir kosningabærra manna til að setja makrílfrumvarp ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæði án milligöngu forseta Íslands. Undirskriftirnar eru þegar komnar upp fyrir 31.000. Þú getur sagt forsetanum skoðun þína, lesandi minn góður, með því að skrifa undir áskorun til hans á vefsetrinu thjodareign.is um að vísa málinu í þjóðaratkvæði.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun