Ekki tala saman Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Það er mjög mikilvægt að tala ekki mikið við annað fólk. Annað fólk getur verið annarrar skoðunar en maður sjálfur. Ef annað fólk hefur rétt fyrir sér, þá þarf maður að breyta öllu sem maður hefur ákveðið. Það er vesen. Ég held að tilhneigingin til þess að nálgast mannlífið svona sé rót margra vandamála hér á landi. Það er skoðun Bjartrar framtíðar að flest mál sé hægt að leysa með því að tala saman. Krafa um samráð í stjórnmálum hefur verið rauður þráður í málflutningi okkar frá stofnun. „Þið viljið bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. En lífið er ekki Dýrin í Hálsaskógi!“ Á þennan hátt hefur krafa Bjartrar framtíðar oft verið léttvæg fundin. Það er ekki á nokkurn hátt krafa okkar að fólk sé vinir. Fólk má vera óvinir. Við gerum hins vegar þá kröfu, að fólk – bæðir vinir og óvinir – líti á það sem skyldu sína í siðmenntuðu samfélagi að tala saman. Við viljum að fólk reyni sífellt, í sameiningu, að finna álitlegar leiðir til lausnar á vandamálum og koma í veg fyrir hörmungar. Í stjórnmálum er þessi krafa einstaklega mikilvæg. Þar er verið að sýsla með hag almennings og framtíð barna okkar. Hvað ætli samráðsleysið sem ríkir í samfélaginu núna kosti? Ástæða þess að Björt framtíð boðar samráð er ekki sú að við séum hippar. Hún er þessi: Samráðsleysi og botnlausar deilur leiða til sóunar á tíma, hæfileikum og peningum. Alþingi er dæmi um þetta og það sem meira er: Íslenskt samfélag í heild sinni er um þessar mundir átakanlegur vitnisburður um þann gríðarlega kostnað sem langvarandi samráðsleysi hefur í för með sér. Það eru verkföll úti um allt. Stálin stinn mætast með óheyrilegum skaða fyrir samfélagið. Því miður. Hvernig gerðist þetta? Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunarsamfélagi út í þvílíkar ógöngur? Mér finnst svarið blasa við: Með þvermóðsku. Stífni. Einræðistilburðum. Svikum. Skætingi. Dylgjum. Með því að tala ekki saman. Höldum því áfram, endilega. Ekkert fjandans Dýrin í Hálsaskógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft Skoðun Skoðun Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að tala ekki mikið við annað fólk. Annað fólk getur verið annarrar skoðunar en maður sjálfur. Ef annað fólk hefur rétt fyrir sér, þá þarf maður að breyta öllu sem maður hefur ákveðið. Það er vesen. Ég held að tilhneigingin til þess að nálgast mannlífið svona sé rót margra vandamála hér á landi. Það er skoðun Bjartrar framtíðar að flest mál sé hægt að leysa með því að tala saman. Krafa um samráð í stjórnmálum hefur verið rauður þráður í málflutningi okkar frá stofnun. „Þið viljið bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. En lífið er ekki Dýrin í Hálsaskógi!“ Á þennan hátt hefur krafa Bjartrar framtíðar oft verið léttvæg fundin. Það er ekki á nokkurn hátt krafa okkar að fólk sé vinir. Fólk má vera óvinir. Við gerum hins vegar þá kröfu, að fólk – bæðir vinir og óvinir – líti á það sem skyldu sína í siðmenntuðu samfélagi að tala saman. Við viljum að fólk reyni sífellt, í sameiningu, að finna álitlegar leiðir til lausnar á vandamálum og koma í veg fyrir hörmungar. Í stjórnmálum er þessi krafa einstaklega mikilvæg. Þar er verið að sýsla með hag almennings og framtíð barna okkar. Hvað ætli samráðsleysið sem ríkir í samfélaginu núna kosti? Ástæða þess að Björt framtíð boðar samráð er ekki sú að við séum hippar. Hún er þessi: Samráðsleysi og botnlausar deilur leiða til sóunar á tíma, hæfileikum og peningum. Alþingi er dæmi um þetta og það sem meira er: Íslenskt samfélag í heild sinni er um þessar mundir átakanlegur vitnisburður um þann gríðarlega kostnað sem langvarandi samráðsleysi hefur í för með sér. Það eru verkföll úti um allt. Stálin stinn mætast með óheyrilegum skaða fyrir samfélagið. Því miður. Hvernig gerðist þetta? Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunarsamfélagi út í þvílíkar ógöngur? Mér finnst svarið blasa við: Með þvermóðsku. Stífni. Einræðistilburðum. Svikum. Skætingi. Dylgjum. Með því að tala ekki saman. Höldum því áfram, endilega. Ekkert fjandans Dýrin í Hálsaskógi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun