Ívilnunarsamningar – jafnræði eða geðþótti? Stefanía K. Karlsdóttir skrifar 22. apríl 2015 09:00 Á undanförnum vikum hefur umræðan beinst nokkuð að ívilnunarsamningum stjórnvalda vegna nýfjárfestinga. Því miður hafa ýmsar staðreyndir í þeirri umræðu verið beygðar og aðrar ekki sagðar. Forsöguna má rekja til þess að undir forystu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykkti Alþingi lög nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Lög þessi heimiluðu framkvæmdavaldinu að gera ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestingaverkefna á landsbyggðinni eftir nákvæmum skilyrðum samþykktum af ESA, EFTA og Evrópusambandinu. Slíka samninga var hægt að gera vegna nýrra verkefna, nýrrar starfsemi eða sjálfstæðrar viðbótar við eldra verkefni. Lögin taka til nýfjárfestinga en ekki nýsköpunar og þau tilgreina nákvæma forskrift á því hvaða ívilnanir má veita. Settur var markviss rammi um ívilnunarveitingar stjórnvalda en fyrir þennan tíma voru þær sértækar og fyrst og fremst veittar erlendum stórfyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. Þessi nýja löggjöf gaf þannig öllum fyrirtækjum, bæði litlum og stórum, sem áformuðu nýfjárfestingu og uppfylltu skilyrði laganna kost á að sækja um ívilnanir. Fyrirtæki á fjármála-, vátrygginga- eða verðbréfasviði voru þó undanskilin. Umsóknar- og matsferli var stýrt af þriggja manna nefnd og voru allar umsóknir metnar eins samkvæmt skilyrðum laganna. Stjórnvöld hafa nú undirritað ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestinga við 12 fyrirtæki og er Matorka eitt þessara félaga. Fjórir ráðherrar; Katrín Júlíusdóttir, Oddný Harðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ragnheiður E. Árnadóttir hafa undirritað ívilnunarsamninga, sem allir eru efnislega eins og í samræmi við forskrift laganna, nema samningur við PCC á Húsavík. Meðal þessara fyrirtækja er Matorka sem áformar byggingu fjöleldisstöðvar á Reykjanesi. Ef af verkefninu verður mun það m.a. skapa milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, um 45 störf og skila milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð á næstu tíu árum þrátt fyrir ívilnunarsamning fyrirtækisins. Sá misskilningur hefur verið algengur í umræðunni að leggja ívilnanir að jöfnu við bein ríkisframlög. Það er alröng nálgun. Það eru bein ríkisframlög þegar t.d. eitt fiskeldisfyrirtæki fær 100 milljónir á fjárlögum ársins 2015 til uppbyggingar fiskeldisvinnslu á Vestfjörðum. Ívilnunarsamningar fela hins vegar í sér afslátt af tilteknum opinberum gjöldum í afmarkaðan tíma, upp að tiltekinni fjárhæð en ekki er um að ræða beinan fjárstuðning skv. fjárlögum. Engar ívilnanir eru veittar ef verkefnið kemst ekki af stað og þá verður heldur ekki af sköpun nýrra verðmæta, starfa eða skatttekna til ríkissjóðs og sveitarfélaga.Form sem er afar algengtEftir að lög nr. 99/2010 féllu úr gildi í árslok 2013 hafa stjórnvöld leitað staðfestingar Alþingis fyrir ívilnunarsamningum sem hafa í öllum tilvikum verið staðfestir óbreyttir. Nú standa eftir fjórir samningar sem ekki hafa verið staðfestir, þar af er einn samningur sem liggur nú fyrir atvinnuveganefnd. Á sama tíma liggur fyrir Alþingi nýtt frumvarp til laga um nýfjárfestingar. Frumvarpið er í öllum meginatriðum sambærilegt við fyrrnefnd lög og byggir á sömu römmum. Skiptar skoðanir eru sjálfsagt á því hvort rammalöggjöf um veitingu ívilnana sé rétta tækið til að örva og efla nýfjárfestingu á Íslandi. Í grein Völu Valtýsdóttur og Haraldar Birgissonar, sérfræðinga hjá Deloitte, í Viðskiptablaðinu þann 9. apríl sl. benda þau á að þetta form sé afar algengt í löndunum í kringum okkur, aðferð sem notuð er til að laða að erlenda fjárfestingu og efla fjárfestingu í atvinnulífi. Verkefni Alþingis er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort og þá hvernig rammalöggjöf skuli sett um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til framtíðar. Viljum við hafa kerfi sem hefur innbyggðan hvata fyrir fyrirtækin til að standa sig eða fara aftur í sértæk ríkisframlög veitt á fjárlögum? Óháð þeirri framtíðarmúsík er það óumdeild staðreynd að í gildi voru lög um ívilnanir um nýfjárfestingar sem allir gátu sótt um ef þeir settu stefnuna á nýfjárfestingu á landsbyggðinni. Í trausti þeirra laga hafa fjölmörg fyrirtæki lagt mikla vinnu í umsóknir og umsóknarferilinn, halda nú á undirrituðum samningum við stjórnvöld og hafa allar réttmætar væntingar til að þessir samningar verði efndir. Þessir samningar eru í einu og öllu í samræmi við þær leikreglur sem gilt hafa, þ.m.t. samningur Matorku. Sé það til alvarlegrar skoðunar að búa svo um hnútana í nýrri löggjöf að taka einn þeirra tólf samninga sem gerðir voru af stjórnvöldum út fyrir sviga og ógilda einhliða, eru það vinnubrögð sem mismuna fyrirtækjum og sæma ekki Alþingi. Það bryti freklega gegn jafnræði aðilanna sem þegar hafa gengið frá gerð ívilnunarsamninga. Þingheimur hlýtur að hafna slíkum ómálefnalegum vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft Skoðun Skoðun Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hefur umræðan beinst nokkuð að ívilnunarsamningum stjórnvalda vegna nýfjárfestinga. Því miður hafa ýmsar staðreyndir í þeirri umræðu verið beygðar og aðrar ekki sagðar. Forsöguna má rekja til þess að undir forystu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna samþykkti Alþingi lög nr. 99/2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Lög þessi heimiluðu framkvæmdavaldinu að gera ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestingaverkefna á landsbyggðinni eftir nákvæmum skilyrðum samþykktum af ESA, EFTA og Evrópusambandinu. Slíka samninga var hægt að gera vegna nýrra verkefna, nýrrar starfsemi eða sjálfstæðrar viðbótar við eldra verkefni. Lögin taka til nýfjárfestinga en ekki nýsköpunar og þau tilgreina nákvæma forskrift á því hvaða ívilnanir má veita. Settur var markviss rammi um ívilnunarveitingar stjórnvalda en fyrir þennan tíma voru þær sértækar og fyrst og fremst veittar erlendum stórfyrirtækjum í orkufrekum iðnaði. Þessi nýja löggjöf gaf þannig öllum fyrirtækjum, bæði litlum og stórum, sem áformuðu nýfjárfestingu og uppfylltu skilyrði laganna kost á að sækja um ívilnanir. Fyrirtæki á fjármála-, vátrygginga- eða verðbréfasviði voru þó undanskilin. Umsóknar- og matsferli var stýrt af þriggja manna nefnd og voru allar umsóknir metnar eins samkvæmt skilyrðum laganna. Stjórnvöld hafa nú undirritað ívilnunarsamninga vegna nýfjárfestinga við 12 fyrirtæki og er Matorka eitt þessara félaga. Fjórir ráðherrar; Katrín Júlíusdóttir, Oddný Harðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Ragnheiður E. Árnadóttir hafa undirritað ívilnunarsamninga, sem allir eru efnislega eins og í samræmi við forskrift laganna, nema samningur við PCC á Húsavík. Meðal þessara fyrirtækja er Matorka sem áformar byggingu fjöleldisstöðvar á Reykjanesi. Ef af verkefninu verður mun það m.a. skapa milljarða króna í gjaldeyristekjur á ári, um 45 störf og skila milljörðum króna í tekjur fyrir ríkissjóð á næstu tíu árum þrátt fyrir ívilnunarsamning fyrirtækisins. Sá misskilningur hefur verið algengur í umræðunni að leggja ívilnanir að jöfnu við bein ríkisframlög. Það er alröng nálgun. Það eru bein ríkisframlög þegar t.d. eitt fiskeldisfyrirtæki fær 100 milljónir á fjárlögum ársins 2015 til uppbyggingar fiskeldisvinnslu á Vestfjörðum. Ívilnunarsamningar fela hins vegar í sér afslátt af tilteknum opinberum gjöldum í afmarkaðan tíma, upp að tiltekinni fjárhæð en ekki er um að ræða beinan fjárstuðning skv. fjárlögum. Engar ívilnanir eru veittar ef verkefnið kemst ekki af stað og þá verður heldur ekki af sköpun nýrra verðmæta, starfa eða skatttekna til ríkissjóðs og sveitarfélaga.Form sem er afar algengtEftir að lög nr. 99/2010 féllu úr gildi í árslok 2013 hafa stjórnvöld leitað staðfestingar Alþingis fyrir ívilnunarsamningum sem hafa í öllum tilvikum verið staðfestir óbreyttir. Nú standa eftir fjórir samningar sem ekki hafa verið staðfestir, þar af er einn samningur sem liggur nú fyrir atvinnuveganefnd. Á sama tíma liggur fyrir Alþingi nýtt frumvarp til laga um nýfjárfestingar. Frumvarpið er í öllum meginatriðum sambærilegt við fyrrnefnd lög og byggir á sömu römmum. Skiptar skoðanir eru sjálfsagt á því hvort rammalöggjöf um veitingu ívilnana sé rétta tækið til að örva og efla nýfjárfestingu á Íslandi. Í grein Völu Valtýsdóttur og Haraldar Birgissonar, sérfræðinga hjá Deloitte, í Viðskiptablaðinu þann 9. apríl sl. benda þau á að þetta form sé afar algengt í löndunum í kringum okkur, aðferð sem notuð er til að laða að erlenda fjárfestingu og efla fjárfestingu í atvinnulífi. Verkefni Alþingis er að taka afstöðu til þeirrar grundvallarspurningar hvort og þá hvernig rammalöggjöf skuli sett um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til framtíðar. Viljum við hafa kerfi sem hefur innbyggðan hvata fyrir fyrirtækin til að standa sig eða fara aftur í sértæk ríkisframlög veitt á fjárlögum? Óháð þeirri framtíðarmúsík er það óumdeild staðreynd að í gildi voru lög um ívilnanir um nýfjárfestingar sem allir gátu sótt um ef þeir settu stefnuna á nýfjárfestingu á landsbyggðinni. Í trausti þeirra laga hafa fjölmörg fyrirtæki lagt mikla vinnu í umsóknir og umsóknarferilinn, halda nú á undirrituðum samningum við stjórnvöld og hafa allar réttmætar væntingar til að þessir samningar verði efndir. Þessir samningar eru í einu og öllu í samræmi við þær leikreglur sem gilt hafa, þ.m.t. samningur Matorku. Sé það til alvarlegrar skoðunar að búa svo um hnútana í nýrri löggjöf að taka einn þeirra tólf samninga sem gerðir voru af stjórnvöldum út fyrir sviga og ógilda einhliða, eru það vinnubrögð sem mismuna fyrirtækjum og sæma ekki Alþingi. Það bryti freklega gegn jafnræði aðilanna sem þegar hafa gengið frá gerð ívilnunarsamninga. Þingheimur hlýtur að hafna slíkum ómálefnalegum vinnubrögðum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun