Forsætisráðherra axlar ábyrgð Sigurður Oddsson skrifar 20. apríl 2015 14:05 Það kom að því að þjóðin eignaðist mann við Austurvöll, sem axlar ábyrgð á meðferð skattpeninga. Ekki var það þannig, þegar Landsímahúsið var selt og annað húsnæði tekið á leigu eftir innréttingar á kostnað Jóns og Gunnu. Það er verðugt markmið að koma Alþingi í eigið húsnæði fyrir 100 ára afmæli fullveldisins. Haldið er fram að við breytingu LSH frá Hringbraut tefjist ný hönnun byggingar sjúkrahússins um allt að tíu ár. Það er alrangt. Sjúkrahúsið verður bæði fyrr tilbúið, betra og ódýrara verði nú strax breytt frá Hringbraut í Fossvog. Í fyrsta lagi er byggingasvæði mikið aðgengilegra í Fossvogi og að mestu uppgröftur, en við Hringbraut er mest klöpp. Miklu fljótlegra og ódýrara er að byggja hátt hús í Fossvogi, en mörg lágreist hús dreifð yfir stórt svæði við Hringbraut. Best væri að byrja strax jarðvinnu og grafa út alla lóðina. Teikna og hanna húsið samtímis því, þannig að vinna við grunn og uppsteypu geti hafist strax að uppgreftri loknum. Í öðru lagi eru góðir arkitektar orðnir sérfræðingar í hönnun sjúkrahúsa eftir reynsluna af hönnun sjúkrahúss við Hringbraut, þar sem þeim var þröngur stakkur sniðinn. Eflaust hefði margt verið leyst á annan hátt, ef nóg hefði verið plássið. Fái þeir tækifæri til að hanna nýtt hús frá grunni í Fossvogi þá munu þeir vera snöggir að því og í leiðinni sníða af ýmsa vankanta, sem kunna að vera á húsinu við Hringbraut.Of lítið pláss á lóð RÚV Ég hefi fylgst með umræðunni um byggingu háskólasjúkrahúss í mörg ár. Í byrjun var rætt um Hringbraut, Fossvog og Vífilsstaði. Eini samanburður á staðsetningu, sem ég hefi séð var fyrir nokkrum árum. Þá báru forstjóri og framkvæmdastjóri LSH Hringbraut saman við einhvern stað fyrir utan Elliðaár. Niðurstaðan var Hringbraut í hag. Hún byggðist á forsendum, sem áttu betur við Fossvog, en Hringbraut. Þannig sönnuðu þeir að nýr spítali væri best staðsettur í Fossvogi. Ég hefi blandað mér í umræðuna um nýjan spítala með nokkrum blaðagreinum, sem margar hafa endað með hvatningu til þess að gerður væri raunhæfur samanburður á Hringbraut og Fossvogi. Ánægjulegt er að nú sé forsætisráðherra, sem hugsar út fyrir kassann og hefur kjark til að láta skoða hlutina miðað við aðstæður dagsins í dag. Ekki líst mér á að byggja sjúkrahúsið á lóð RÚV. Þar er of lítið pláss. RÚV má bjarga á einfaldari hátt með því að sameina Rás 1 og 2 í eina Rás. Líklega nægir að hætta að endurflytja efni til að fá eina góða rás, sem væri ódýrari rekstur en tvær. Þann hluta lóðar, sem ekki nýtist RÚV mætti selja fyrir byggingu minni íbúða, eins og nú er í tísku. Margir vinnustaðir og skólar eru í hjólafæri við Háaleiti og LSH í göngufæri. Það væri ekki ónýtt fyrir LSH að eiga blokk þar til útleigu fyrir starfsfólk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Sjá meira
Það kom að því að þjóðin eignaðist mann við Austurvöll, sem axlar ábyrgð á meðferð skattpeninga. Ekki var það þannig, þegar Landsímahúsið var selt og annað húsnæði tekið á leigu eftir innréttingar á kostnað Jóns og Gunnu. Það er verðugt markmið að koma Alþingi í eigið húsnæði fyrir 100 ára afmæli fullveldisins. Haldið er fram að við breytingu LSH frá Hringbraut tefjist ný hönnun byggingar sjúkrahússins um allt að tíu ár. Það er alrangt. Sjúkrahúsið verður bæði fyrr tilbúið, betra og ódýrara verði nú strax breytt frá Hringbraut í Fossvog. Í fyrsta lagi er byggingasvæði mikið aðgengilegra í Fossvogi og að mestu uppgröftur, en við Hringbraut er mest klöpp. Miklu fljótlegra og ódýrara er að byggja hátt hús í Fossvogi, en mörg lágreist hús dreifð yfir stórt svæði við Hringbraut. Best væri að byrja strax jarðvinnu og grafa út alla lóðina. Teikna og hanna húsið samtímis því, þannig að vinna við grunn og uppsteypu geti hafist strax að uppgreftri loknum. Í öðru lagi eru góðir arkitektar orðnir sérfræðingar í hönnun sjúkrahúsa eftir reynsluna af hönnun sjúkrahúss við Hringbraut, þar sem þeim var þröngur stakkur sniðinn. Eflaust hefði margt verið leyst á annan hátt, ef nóg hefði verið plássið. Fái þeir tækifæri til að hanna nýtt hús frá grunni í Fossvogi þá munu þeir vera snöggir að því og í leiðinni sníða af ýmsa vankanta, sem kunna að vera á húsinu við Hringbraut.Of lítið pláss á lóð RÚV Ég hefi fylgst með umræðunni um byggingu háskólasjúkrahúss í mörg ár. Í byrjun var rætt um Hringbraut, Fossvog og Vífilsstaði. Eini samanburður á staðsetningu, sem ég hefi séð var fyrir nokkrum árum. Þá báru forstjóri og framkvæmdastjóri LSH Hringbraut saman við einhvern stað fyrir utan Elliðaár. Niðurstaðan var Hringbraut í hag. Hún byggðist á forsendum, sem áttu betur við Fossvog, en Hringbraut. Þannig sönnuðu þeir að nýr spítali væri best staðsettur í Fossvogi. Ég hefi blandað mér í umræðuna um nýjan spítala með nokkrum blaðagreinum, sem margar hafa endað með hvatningu til þess að gerður væri raunhæfur samanburður á Hringbraut og Fossvogi. Ánægjulegt er að nú sé forsætisráðherra, sem hugsar út fyrir kassann og hefur kjark til að láta skoða hlutina miðað við aðstæður dagsins í dag. Ekki líst mér á að byggja sjúkrahúsið á lóð RÚV. Þar er of lítið pláss. RÚV má bjarga á einfaldari hátt með því að sameina Rás 1 og 2 í eina Rás. Líklega nægir að hætta að endurflytja efni til að fá eina góða rás, sem væri ódýrari rekstur en tvær. Þann hluta lóðar, sem ekki nýtist RÚV mætti selja fyrir byggingu minni íbúða, eins og nú er í tísku. Margir vinnustaðir og skólar eru í hjólafæri við Háaleiti og LSH í göngufæri. Það væri ekki ónýtt fyrir LSH að eiga blokk þar til útleigu fyrir starfsfólk!
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun