Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Sveinn Arnarson skrifar 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur Davíð fór hörðum orðum um erlenda kröfuhafa í ræðu sinni. Sagði hann kröfuhafa með fjölda almannatengla að störfum við skýrslugerðir og sálgreiningu andstæðinga þeirra. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira