Óttast að Þingvellir fari illa næstu vikur 11. apríl 2015 11:30 Í febrúar var strax mikil umferð ferðamanna á Þingvöllum. MYND/BERGLIND SIGMUNDSDÓTTIR Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru. Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru.
Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira