Tollarnir bjaga markaðinn Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. mars 2015 07:00 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tilkynnti í umræðum á Alþingi í fyrradag að fram undan væri heildarendurskoðun á tollakerfinu hérlendis. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann kerfið flókið og margbrotið, það leggi kostnað á atvinnulíf og hið opinbera og skili tiltölulega litlum tekjum í ríkissjóð. Tekjur ríkisins af tollum og aðflutningsgjöldum eru nefnilega ekki nema 5,5 milljarðar sem er innan við eitt prósent af heildartekjum ríkisins. Þrátt fyrir það hefur myndast heill iðnaður í kringum tolla og tollafgreiðslu auk þess sem mörg fyrirtæki þurfa sérstaka starfsmenn til að sjá um sín tollamál. Þá eru tollar á Íslandi tæplega þrefalt hærri en í nágrannalöndunum og skilvirkni í framkvæmd kerfisins minni. Tollar eru lagðir á samkvæmt tollskrá í 21 vöruflokki og í yfir 12 þúsund tollnúmerum. Óskiljanlegir tollar draga úr skilvirkni verslunar og verðlagningar í landinu og hækka þannig vöruverð til neytenda. Tollar geta einnig haft mikil áhrif á neyslu fólks, skekkja þannig samkeppni, draga úr vöruviðskiptum og flytja verslun úr landi. Einföldun á tollkerfinu væri því til mikils hagræðis fyrir neytendur, innflytjendur, framleiðendur og iðnaðinn. „Þegar maður horfir til þess hversu litlu þeir skila í raun, þá finnst mér að við hljótum að þurfa að skoða möguleikana á því að afmá þá einn af öðrum,“ sagði Bjarni sem hyggst horfa sérstaklega til tolla á fatnað til að byrja með. Samkeppnisstaða innlendrar fata- og skóverslunar hefur að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, versnað. Hann segir stóran hluta fatnaðar sem fluttur er hingað til lands í gegnum Evrópusambandið frá ríkjum utan sambandsins í raun tvítollaðan þar sem Evrópusambandið leggi á 15 prósenta toll og síðan komi 15 prósenta tollur ofan á það verð hér á Íslandi. Rannsóknir benda enda til að Íslendingar kaupi á bilinu 30 til 45 prósent af sínum fatnaði í útlöndum, mismunandi eftir tegundum, en mest af barnafatnaði. Íslenskir neytendur hljóta að fagna þessari viðleitni ráðherrans og vonast til að sem mest verði úr þessum fyrirætlunum hans. Það er auðvitað óheppilegt að Íslendingar kjósi fremur að versla erlendis en hér á landi, hvort sem um er að ræða fatakaup eða annað, og íslensk verslun þarf að hafa svigrúm til að bjóða vörur á hagstæðu verði enda er slíkt besta leiðin til að auka hér kaupmátt. Sé Bjarna alvara um að afmá hér þetta stórundarlega tollakerfi, eins og vel að merkja hefur verið lagt til í landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins svo árum skiptir, setur það einnig þrýsting á samstarfsflokkinn sem fer með landbúnaðarráðuneytið. Af 21 tollvöruflokki eru þrír sem snúa að matvælum og eru á forræði landbúnaðarráðherra. Íslensk heimili verja um 10 til 18 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á mat- og drykkjarvöru. Tekjulægstu heimilin eyða hærra hlutfalli en þau tekjuhærri. Íslenskir neytendur munu varla sætta sig við að landbúnaðurinn verði eina eftirlegukindin í tollakerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, tilkynnti í umræðum á Alþingi í fyrradag að fram undan væri heildarendurskoðun á tollakerfinu hérlendis. Í samtali við Fréttablaðið sagði hann kerfið flókið og margbrotið, það leggi kostnað á atvinnulíf og hið opinbera og skili tiltölulega litlum tekjum í ríkissjóð. Tekjur ríkisins af tollum og aðflutningsgjöldum eru nefnilega ekki nema 5,5 milljarðar sem er innan við eitt prósent af heildartekjum ríkisins. Þrátt fyrir það hefur myndast heill iðnaður í kringum tolla og tollafgreiðslu auk þess sem mörg fyrirtæki þurfa sérstaka starfsmenn til að sjá um sín tollamál. Þá eru tollar á Íslandi tæplega þrefalt hærri en í nágrannalöndunum og skilvirkni í framkvæmd kerfisins minni. Tollar eru lagðir á samkvæmt tollskrá í 21 vöruflokki og í yfir 12 þúsund tollnúmerum. Óskiljanlegir tollar draga úr skilvirkni verslunar og verðlagningar í landinu og hækka þannig vöruverð til neytenda. Tollar geta einnig haft mikil áhrif á neyslu fólks, skekkja þannig samkeppni, draga úr vöruviðskiptum og flytja verslun úr landi. Einföldun á tollkerfinu væri því til mikils hagræðis fyrir neytendur, innflytjendur, framleiðendur og iðnaðinn. „Þegar maður horfir til þess hversu litlu þeir skila í raun, þá finnst mér að við hljótum að þurfa að skoða möguleikana á því að afmá þá einn af öðrum,“ sagði Bjarni sem hyggst horfa sérstaklega til tolla á fatnað til að byrja með. Samkeppnisstaða innlendrar fata- og skóverslunar hefur að sögn Andrésar Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, versnað. Hann segir stóran hluta fatnaðar sem fluttur er hingað til lands í gegnum Evrópusambandið frá ríkjum utan sambandsins í raun tvítollaðan þar sem Evrópusambandið leggi á 15 prósenta toll og síðan komi 15 prósenta tollur ofan á það verð hér á Íslandi. Rannsóknir benda enda til að Íslendingar kaupi á bilinu 30 til 45 prósent af sínum fatnaði í útlöndum, mismunandi eftir tegundum, en mest af barnafatnaði. Íslenskir neytendur hljóta að fagna þessari viðleitni ráðherrans og vonast til að sem mest verði úr þessum fyrirætlunum hans. Það er auðvitað óheppilegt að Íslendingar kjósi fremur að versla erlendis en hér á landi, hvort sem um er að ræða fatakaup eða annað, og íslensk verslun þarf að hafa svigrúm til að bjóða vörur á hagstæðu verði enda er slíkt besta leiðin til að auka hér kaupmátt. Sé Bjarna alvara um að afmá hér þetta stórundarlega tollakerfi, eins og vel að merkja hefur verið lagt til í landsfundarályktunum Sjálfstæðisflokksins svo árum skiptir, setur það einnig þrýsting á samstarfsflokkinn sem fer með landbúnaðarráðuneytið. Af 21 tollvöruflokki eru þrír sem snúa að matvælum og eru á forræði landbúnaðarráðherra. Íslensk heimili verja um 10 til 18 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á mat- og drykkjarvöru. Tekjulægstu heimilin eyða hærra hlutfalli en þau tekjuhærri. Íslenskir neytendur munu varla sætta sig við að landbúnaðurinn verði eina eftirlegukindin í tollakerfinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun