Enn tekist á um innihald bréfs utanríkisráðherra kolbeinn óttarsson proppé skrifar 18. mars 2015 11:15 Utanríkisráðherra telur að umsóknarferli Íslands að ESB sé að fullu lokið. Stjórnarandstaðan er ósammála og telur ferlið í gangi. Ráðherra var sakaður um að fara gegn þingræðinu og vilja takmarka málfrelsi þingmanna. vísir/gva Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu í gær. Eins og við var að búast fjallaði hún eingöngu um bréf það sem hann kynnti ráðamönnum Evrópusambandsins (ESB) á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherra ræddi efni bréfsins við þingheim. Fyrr um morguninn var Gunnar Bragi gestur á fundi utanríkismálanefndar, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki haft samráð við nefndina áður en bréfið var sent. Nokkuð hefur verið deilt um efni bréfsins, en Gunnar Bragi sagði það skýrt. „Hér er nefnilega um tiltölulega einfalt mál að ræða. Engum á að koma á óvart að ríkisstjórnin kjósi að búa svo um hnútana að þessu umsóknarferli sé nú lokið og að við teljum okkur ekki lengur til umsóknarríkja. Um það fjallar bréfið fyrst og síðast.“Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að utanríkisráðherra sýndi það, með því að leggja ekki fram tillögu um viðræðuslit, að hann vantreysti þinginu.vísir/vilhelmStjórnarandstaðan gaf lítið fyrir skýringar ráðherra, bæði á efni bréfsins en ekki síður á því hvers vegna ekki var haft samráð við þing og utanríkismálanefnd. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði afstöðu ráðherra til þingræðisins vera svo „brútal“ að annað eins hefði ekki heyrst í þingsölum. „Í reynd þýðir hún: Ráðherra getur farið sínu fram hvernig sem hann vill á meðan ekki er samþykkt vantraust á hann. Það er villimennska.“ Gunnar Bragi sagði stefnu núverandi ríkisstjórnar skýra, hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Ekki var á honum annað að skilja en að málinu væri nú svo komið að nýja samþykkt þings þyrfti ef breyta ætti um kúrs. „Frá því verður ekki vikið nema nýr meirihluti skapist á Alþingi en til þess þarf þá nýja ríkisstjórn og að mínu mati nýtt umboð og endurnýjun umsóknar.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðunum að mögulega væru þingmenn sammála um það eitt, að ekki yrðu teknar upp aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í takti við landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins. Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti munnlega skýrslu í gær. Eins og við var að búast fjallaði hún eingöngu um bréf það sem hann kynnti ráðamönnum Evrópusambandsins (ESB) á fimmtudag. Þetta var í fyrsta sinn sem ráðherra ræddi efni bréfsins við þingheim. Fyrr um morguninn var Gunnar Bragi gestur á fundi utanríkismálanefndar, en stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt hann fyrir að hafa ekki haft samráð við nefndina áður en bréfið var sent. Nokkuð hefur verið deilt um efni bréfsins, en Gunnar Bragi sagði það skýrt. „Hér er nefnilega um tiltölulega einfalt mál að ræða. Engum á að koma á óvart að ríkisstjórnin kjósi að búa svo um hnútana að þessu umsóknarferli sé nú lokið og að við teljum okkur ekki lengur til umsóknarríkja. Um það fjallar bréfið fyrst og síðast.“Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, sagði að utanríkisráðherra sýndi það, með því að leggja ekki fram tillögu um viðræðuslit, að hann vantreysti þinginu.vísir/vilhelmStjórnarandstaðan gaf lítið fyrir skýringar ráðherra, bæði á efni bréfsins en ekki síður á því hvers vegna ekki var haft samráð við þing og utanríkismálanefnd. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði afstöðu ráðherra til þingræðisins vera svo „brútal“ að annað eins hefði ekki heyrst í þingsölum. „Í reynd þýðir hún: Ráðherra getur farið sínu fram hvernig sem hann vill á meðan ekki er samþykkt vantraust á hann. Það er villimennska.“ Gunnar Bragi sagði stefnu núverandi ríkisstjórnar skýra, hagsmunum Íslands væri best borgið utan ESB. Ekki var á honum annað að skilja en að málinu væri nú svo komið að nýja samþykkt þings þyrfti ef breyta ætti um kúrs. „Frá því verður ekki vikið nema nýr meirihluti skapist á Alþingi en til þess þarf þá nýja ríkisstjórn og að mínu mati nýtt umboð og endurnýjun umsóknar.“ Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðunum að mögulega væru þingmenn sammála um það eitt, að ekki yrðu teknar upp aðildarviðræður að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í takti við landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins.
Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira