Ekki svarað fjögurra ára gamalli kvörtun sveinn arnarsson skrifar 12. mars 2015 07:15 Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands seldi öðrum fjárfestum Sjóvár fyrir um 1,6 milljarði minna en Ursus vildi kaupa félagið á. Að mati Heiðars Más hafa skattgreiðendur orðið af þeirri upphæð. Umboðsmaður Alþingis hefur enn ekki svarað kvörtun Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, sem hann sendi embættinu árið 2010. „Hann hefur lofað því vel á þriðja ár að svar komi í næstu viku svo ég veit ekki hvað ég á að halda lengur,“ segir Heiðar Már. Heiðar Már kvartaði til umboðsmanns Alþingis í nóvembermánuði árið 2010 sökum þess að eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands hefði ekki staðið nægilega vel að málum varðandi sölu ríkisins á Sjóvá. Ursus, félag í eigu Heiðars Más, hefði boðið tæplega ellefu milljarða króna í félagið en að hans sögn hefði honum verið ýtt út úr söluferlinu. Síðar var Sjóvá selt öðrum aðilum fyrir lægri upphæð en Ursus bauð. „Þetta mál snýr að sölu á eigum ríkisins. Þar buðum við tæpa ellefu milljarða króna. Félagið er síðan selt fyrir um 9,3 milljarða. Tjón skattgreiðenda er því mikið. Eins og hlutirnir hafa þróast er mitt tjón um þrír milljarðar króna,“ segir Heiðar Már.Tryggvi GunnarssonTryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir rétt að málið hafi dregist en von sé á að svar berist fljótlega. „Þegar málið kemur hingað inn á borð er því ekki lokið af hálfu stjórnvalda en það er skilyrði þess að umboðsmaður geti fjallað um kvörtun. Það var síðan niðurstaða ríkissaksóknara árið 2012 að rannsókn hinna meintu brota skyldi hætt og þá var ekki tilefni til þess að umboðsmaður skoðaði þau atvik. Hins vegar vörpuðu atvik sem fram komu í þessari kvörtun ljósi á ýmis almenn atriði svo sem um birtingu á reglum Seðlabankans á sínum tíma og fyrirkomulag ákveðinna atriða í starfi bankans og í lögum um þessi mál. Það hefur legið fyrir um nokkurn tíma að þessu máli yrði lokið af minni hálfu sem frumkvæðismáli um þessi almennu atriði. Ég hafði vonast til þess að þessu máli væri lokið nú en annir við afgreiðslu á kvörtunum hafa leitt til þess að það hefur ekki tekist,“ segir Tryggvi.Heiðar Már GuðjónssonUmboðsmaður Alþingis hefur ítrekað tjáð Alþingi að auka þurfi fjárveitingar til embættisins ef stofnunin eigi að geta sinnt öllum þeim verkefnum sem hún á að sinna. Í júní á síðasta ári benti Heiðar Már á að enn hefði ekkert svar borist frá umboðsmanni. „Ég inni hann eftir svörum opinberlega síðastliðið sumar. Þá var lofað bót og betrun. Síðan hefur ekkert gerst og ég bíð áfram. Þessi kvörtun mín snýr að íslenskri stjórnsýslu. Svo virðist sem einstakir embættismenn hafi hugsanlega látið persónulega skoðun á mönnum ráða ferðinni frekar en hvað lögin segja,“ segir Heiðar Már. Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur enn ekki svarað kvörtun Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, sem hann sendi embættinu árið 2010. „Hann hefur lofað því vel á þriðja ár að svar komi í næstu viku svo ég veit ekki hvað ég á að halda lengur,“ segir Heiðar Már. Heiðar Már kvartaði til umboðsmanns Alþingis í nóvembermánuði árið 2010 sökum þess að eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands hefði ekki staðið nægilega vel að málum varðandi sölu ríkisins á Sjóvá. Ursus, félag í eigu Heiðars Más, hefði boðið tæplega ellefu milljarða króna í félagið en að hans sögn hefði honum verið ýtt út úr söluferlinu. Síðar var Sjóvá selt öðrum aðilum fyrir lægri upphæð en Ursus bauð. „Þetta mál snýr að sölu á eigum ríkisins. Þar buðum við tæpa ellefu milljarða króna. Félagið er síðan selt fyrir um 9,3 milljarða. Tjón skattgreiðenda er því mikið. Eins og hlutirnir hafa þróast er mitt tjón um þrír milljarðar króna,“ segir Heiðar Már.Tryggvi GunnarssonTryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir rétt að málið hafi dregist en von sé á að svar berist fljótlega. „Þegar málið kemur hingað inn á borð er því ekki lokið af hálfu stjórnvalda en það er skilyrði þess að umboðsmaður geti fjallað um kvörtun. Það var síðan niðurstaða ríkissaksóknara árið 2012 að rannsókn hinna meintu brota skyldi hætt og þá var ekki tilefni til þess að umboðsmaður skoðaði þau atvik. Hins vegar vörpuðu atvik sem fram komu í þessari kvörtun ljósi á ýmis almenn atriði svo sem um birtingu á reglum Seðlabankans á sínum tíma og fyrirkomulag ákveðinna atriða í starfi bankans og í lögum um þessi mál. Það hefur legið fyrir um nokkurn tíma að þessu máli yrði lokið af minni hálfu sem frumkvæðismáli um þessi almennu atriði. Ég hafði vonast til þess að þessu máli væri lokið nú en annir við afgreiðslu á kvörtunum hafa leitt til þess að það hefur ekki tekist,“ segir Tryggvi.Heiðar Már GuðjónssonUmboðsmaður Alþingis hefur ítrekað tjáð Alþingi að auka þurfi fjárveitingar til embættisins ef stofnunin eigi að geta sinnt öllum þeim verkefnum sem hún á að sinna. Í júní á síðasta ári benti Heiðar Már á að enn hefði ekkert svar borist frá umboðsmanni. „Ég inni hann eftir svörum opinberlega síðastliðið sumar. Þá var lofað bót og betrun. Síðan hefur ekkert gerst og ég bíð áfram. Þessi kvörtun mín snýr að íslenskri stjórnsýslu. Svo virðist sem einstakir embættismenn hafi hugsanlega látið persónulega skoðun á mönnum ráða ferðinni frekar en hvað lögin segja,“ segir Heiðar Már.
Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira