Komdu og láttu ögra þér örlítið Sigríður Jónsdóttir skrifar 12. mars 2015 13:00 Hópnum tekst eiginlega að gera hið ómögulega með notkun rýmisins í Tjarnarbíói. Minnisvarði. Tjarnarbíó. 16 elskendur: Aðalbjörg Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Gunnar Karel Másson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason og Saga Sigurðardóttir. Listræn stjórn: Karl Ágúst Þorbergsson. Leikmynd og búningar 16 elskenda: Brynja Björnsdóttir og hópurinn. Búningar: Una Stígsdóttir. Tónlist: Gunnar Karel Másson. Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikhópurinn 16 elskendur frumsýndi Minnisvarða, sitt fimmta verk, í Tjarnarbíó nú um helgina. Þau hafa starfað síðan 2008 og voru tilnefnd til tvennra Grímuverðlauna árið 2012 fyrir sína síðustu sýningu, Sýningu ársins. Sköpunarferli hópsins grundvallast af lýðræðislegum og leitandi vinnubrögðum þannig að enginn eiginlegur handritshöfundur kemur að sýningunni en Karl Ágúst er skrifaður fyrir listrænni stjórnun. Í nýja verkinu taka þau fyrir mikilvægi sjónarspils í samfélagi nútímans og sviðsetningu sjálfsins. Sjálfhverfu okkar á tímum internetsins er stjórnað af skrásettum atvikum frekar en augnablikum sem við njótum. En mannkynið er víst ekki nema agnarsmár hluti af hinum risastóra himingeimi og Minnisvarði undirstrikar þá staðreynd á virkilega áhugaverðan hátt í þremur aðskildum þáttum.Minnisvarði eftir 16 elskendur er virkilega spennandi tilraunaleikhús.Ekki vil ég spilla fyrir með því að segja of mikið um notkunina á rýminu en hópnum tekst eiginlega að gera hið ómögulega: að staðsetja áhorfendur fyrir aftan svalirnar í Tjarnarbíó án þess að sýningin missi kraft. Lausnir þeirra á rýmistakmörkum hússins eru einkar skemmtilegar og einskorðast ekki við sætaskipan hússins. Þau taka sér góðan tíma til að láta fyrsta þátt ná risi, nánast án orða, en algjörlega frábær tónlist frá Gunnari Karel sem hann spilar sjálfur á sviðinu gefur tóninn rækilega. Bæði leikmyndin og búningar hópsins, í yfirumsjá Brynju Björnsdóttur, eru gríðarlega vel heppnuð en þá sérstaklega neðri leikmyndin sem er í felum fram að miðri sýningu. Búningar Unu Stígsdóttur eru sömuleiðis gífurlega skemmtilegir. En miðpunktur sýningarinnar er hin gullna plata Voyager-leiðangursins þar sem hópurinn rekur sögu Carls Sagan og Ann Druyan. Þau fengu það einstaka verkefni að safna saman hljóðum frá Jörðinni til þess að senda út í alheiminn. Á þessari plötu sem þýtur nú í átt að eilífðinni má ekki einungis finna kveðjur frá öllum heimshornum heldur einnig náttúruhljóð og tóndæmi, s.s. fyrsta kafla Fimmtu sinfóníu Beethovens og lagið Flæðandi straumar (Liu Shui) frá Kína en það lag varð hvatinn að því að skötuhjúin ákváðu að giftast. Að lokum tóku Sagan og Druyan þá ákvörðun að heilabylgjur hennar myndu fylgja með Voyager út í geim. Þessi stórkostlega saga er grunnurinn fyrir seinni tvo þætti sýningarinnar þar sem sýningin er brotin upp og tekur óvænta stefnu, með aðstoð sjálfboðaliða. Á frumsýningunni var þessi annar þáttur bráðfyndinn. Það er eiginlega ómögulegt að uppljóstra frekar um innihald sýningarinnar án þess að spilla fyrir en sjón er sögu ríkari. Í heildina hafa 16 elskendur einstaklega flotta sviðsframkomu sem er öguð og fagurfræðilega sterk. Þau eru einlæg án þess að detta ofan í naflaskoðun, einbeitt án þess að taka sig of alvarlega og kómísk án þess að krefjast hlátraskalla. Minnisvarði er kannski ekki fyrir alla en tilvalið tækifæri fyrir leikhúsgesti sem vilja láta ögra sér örlítið.Niðurstaða: Virkilega spennandi tilraunaleikhús sem tekur listræna áhættu og uppskeran er eftir því. Gagnrýni Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Minnisvarði. Tjarnarbíó. 16 elskendur: Aðalbjörg Árnadóttir, Brynja Björnsdóttir, Davíð Freyr Þórunnarson, Eva Rún Snorradóttir, Gunnar Karel Másson, Karl Ágúst Þorbergsson, Ragnar Ísleifur Bragason og Saga Sigurðardóttir. Listræn stjórn: Karl Ágúst Þorbergsson. Leikmynd og búningar 16 elskenda: Brynja Björnsdóttir og hópurinn. Búningar: Una Stígsdóttir. Tónlist: Gunnar Karel Másson. Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikhópurinn 16 elskendur frumsýndi Minnisvarða, sitt fimmta verk, í Tjarnarbíó nú um helgina. Þau hafa starfað síðan 2008 og voru tilnefnd til tvennra Grímuverðlauna árið 2012 fyrir sína síðustu sýningu, Sýningu ársins. Sköpunarferli hópsins grundvallast af lýðræðislegum og leitandi vinnubrögðum þannig að enginn eiginlegur handritshöfundur kemur að sýningunni en Karl Ágúst er skrifaður fyrir listrænni stjórnun. Í nýja verkinu taka þau fyrir mikilvægi sjónarspils í samfélagi nútímans og sviðsetningu sjálfsins. Sjálfhverfu okkar á tímum internetsins er stjórnað af skrásettum atvikum frekar en augnablikum sem við njótum. En mannkynið er víst ekki nema agnarsmár hluti af hinum risastóra himingeimi og Minnisvarði undirstrikar þá staðreynd á virkilega áhugaverðan hátt í þremur aðskildum þáttum.Minnisvarði eftir 16 elskendur er virkilega spennandi tilraunaleikhús.Ekki vil ég spilla fyrir með því að segja of mikið um notkunina á rýminu en hópnum tekst eiginlega að gera hið ómögulega: að staðsetja áhorfendur fyrir aftan svalirnar í Tjarnarbíó án þess að sýningin missi kraft. Lausnir þeirra á rýmistakmörkum hússins eru einkar skemmtilegar og einskorðast ekki við sætaskipan hússins. Þau taka sér góðan tíma til að láta fyrsta þátt ná risi, nánast án orða, en algjörlega frábær tónlist frá Gunnari Karel sem hann spilar sjálfur á sviðinu gefur tóninn rækilega. Bæði leikmyndin og búningar hópsins, í yfirumsjá Brynju Björnsdóttur, eru gríðarlega vel heppnuð en þá sérstaklega neðri leikmyndin sem er í felum fram að miðri sýningu. Búningar Unu Stígsdóttur eru sömuleiðis gífurlega skemmtilegir. En miðpunktur sýningarinnar er hin gullna plata Voyager-leiðangursins þar sem hópurinn rekur sögu Carls Sagan og Ann Druyan. Þau fengu það einstaka verkefni að safna saman hljóðum frá Jörðinni til þess að senda út í alheiminn. Á þessari plötu sem þýtur nú í átt að eilífðinni má ekki einungis finna kveðjur frá öllum heimshornum heldur einnig náttúruhljóð og tóndæmi, s.s. fyrsta kafla Fimmtu sinfóníu Beethovens og lagið Flæðandi straumar (Liu Shui) frá Kína en það lag varð hvatinn að því að skötuhjúin ákváðu að giftast. Að lokum tóku Sagan og Druyan þá ákvörðun að heilabylgjur hennar myndu fylgja með Voyager út í geim. Þessi stórkostlega saga er grunnurinn fyrir seinni tvo þætti sýningarinnar þar sem sýningin er brotin upp og tekur óvænta stefnu, með aðstoð sjálfboðaliða. Á frumsýningunni var þessi annar þáttur bráðfyndinn. Það er eiginlega ómögulegt að uppljóstra frekar um innihald sýningarinnar án þess að spilla fyrir en sjón er sögu ríkari. Í heildina hafa 16 elskendur einstaklega flotta sviðsframkomu sem er öguð og fagurfræðilega sterk. Þau eru einlæg án þess að detta ofan í naflaskoðun, einbeitt án þess að taka sig of alvarlega og kómísk án þess að krefjast hlátraskalla. Minnisvarði er kannski ekki fyrir alla en tilvalið tækifæri fyrir leikhúsgesti sem vilja láta ögra sér örlítið.Niðurstaða: Virkilega spennandi tilraunaleikhús sem tekur listræna áhættu og uppskeran er eftir því.
Gagnrýni Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira