Kaupmáttur launa aldrei hærri Willum Þór Þórsson og Þórunn Egilsdóttir skrifar 4. mars 2015 07:00 Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í aðdraganda kjarasamninga undanfarna mánuði hefur töluvert verið rætt um að nauðsyn sé á miklum almennum hækkunum og verkalýðsleiðtogar sagst tilbúnir í verkfallsaðgerðir ef kröfur þeirra verða ekki samþykktar undanbragðalaust. Margir þeirra hafa haldið því fram að kjarasamningar ríkisins við kennara og lækna hafi hleypt loftinu úr blöðru samstöðu um áherslu á kaupmáttarhækkun sem réði för við síðustu kjarasamninga. Í þessari umræðu er rétt að skoða nokkuð víðara samhengi hlutanna og spyrja sig að því hvað getur talist raunveruleg kjarabót fyrir launafólk? Nú er til dæmis ljóst að árangur síðustu kjarasamninga er ótvírætt sá að kaupmáttur hefur aukist, jafnvel meira en margir þorðu að vona. Sú skynsamlega nálgun að ríkið og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman að því að auka ráðstöfunartekjur og bæta kaupmátt hefur því skilað því sem vonast var til og jafnvel gott betur. Margir hnussa þó yfir slíkum boðskap. En þá er á það að líta að kaupmáttur mælir einfaldlega hvað hægt er að kaupa fyrir innihaldið í launaumslaginu. Ef kaupmáttur eykst um 5,3%, eins og hann hefur gert undanfarið ár, þýðir það að hægt er að bæta 5,3% meiri vörum í innkaupakerruna en áður fyrir sömu krónurnar. Slík búbót fyrir launamenn hefur sannarlega ekki verið á hverju strái undanfarin ár. Þessi nálgun ríkis og aðila vinnumarkaðarins hefur skilað því að kaupmáttur launa á Íslandi hefur aldrei mælst hærri en nú. Líklega er þó enn mikilvægari staðreynd fyrir allt almennt launafólk og heimili í landinu, að verðbólga mælist nú undir 1% og hér ríkir nú mesti verðlagsstöðugleiki sem sést hefur í 10 ár. Þess má geta að verðbólga hefur ekki verið minni síðan í lok árs 1994. Skynsamlegir kjarasamningar og ábyrg fjármálastjórnun í ríkisrekstrinum hafa átt sinn þátt í því að ná þessum árangri stöðugleika og aukins kaupmáttar. Það er augljóst að það er ekki launafólki í hag að ríflegar launahækkanir 90% vinnumarkaðarins leiði til verðlagsþrýstings. Íslendingar hafa því miður alltof mikla reynslu af víxláhrifum launa og verðlags og þekkja hin skaðlegu áhrif sem raungerast í hækkun vaxtabyrði og höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Því þarf að nálgast kjarasamninga með það í huga að verja stöðugleikann og auka kaupmáttinn. Sagan sýnir að það er líklegast til heilla fyrir þjóðfélagið. Í því samtali sem framundan er væri því skynsamlegast að horfa til krónutöluhækkana lægstu launa og mildari hækkana upp launastigann.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun