Vill milda tilskipanir EES kolbeinn óttarsson proppé skrifar 16. febrúar 2015 08:00 Frosti Sigurjónsson vill meta fordómalaust hvort fríverslunarsamningar gagnist Íslendingum betur en EES-samningurinn, en margt skaðlegt fylgi honum. fréttablaðið/gva Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hefur velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“Sigrún MagnúsdóttirVaxandi pirrings virðist gæta innan Framsóknarflokksins í garð Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og þeirra Evróputilskipana sem Íslendingar verða að innleiða vegna veru sinnar í EES. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir regluverk EES íþyngjandi og ekki allt Íslendingum í hag sem þaðan komi, þótt margt sé ágætt. Hann vísar í þrýsting um að lögleiða gengistryggð lán. Meta þurfi kosti og galla samstarfsins. „Það þarf að hlusta líka á sjónarmið Íslendinga í þessu. Ef þetta á að vera gott samband, þetta Evrópska efnahagssvæði, þá verður að taka tillit til aðstæðna sem hér eru. Þær eru öðruvísi.“ Frosti telur einnig að leggjast eigi yfir hvort aðild Íslendinga að Schengen hafi verið til góðs eða ekki. Til að mynda hafi ekki tekist að efna loforð um ferðalög án vegabréfs. Þá þurfi að spyrja sig að því hví Bretar velji að vera utan Schengen að hluta. Frosti situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Mun hann beita sér fyrir endurmati á aðild að EES og Schengen? „Já, já, ég gæti alveg hugsað mér það. Ég mundi alveg styðja það allavega að þetta yrði skoðað og metið hver hefur verið árangurinn af verunni í Schengen, hverjir væru kostir þess og gallar. Og ég held að við ættum líka í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið að meta það öðru hvoru hvort það sé besta mögulega formið á samstarfinu við þessi aðildarríki,“ segir Frosti og vísar í önnur samstarfsform eins og fríverslunarsamninga. Málið kom upp á fundi Framsóknarflokksins á laugardag, þar sem nokkrir fundarmenn lýstu yfir efasemdum varðandi EES-aðild. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að í þingflokkum beggja stjórnarflokkanna séu mjög miklar áhyggjur af þeim fjölda Evróputilskipana sem Alþingi berist til samþykktar. Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir að reglugerðafarganið sem berist í gegnum EES hafi lengi verið eitur í beinum framsóknarmanna og annarra. Hún hefur velt því upp hvort ekki sé hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. „Ég hef líka rætt það niðri í ráðuneyti, eftir að ég kom, að ég hefði ígrundað þetta með sjálfri mér, hvort við tækjum ekki réttu íslensku orðin inn oft og tíðum.“Sigrún MagnúsdóttirVaxandi pirrings virðist gæta innan Framsóknarflokksins í garð Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og þeirra Evróputilskipana sem Íslendingar verða að innleiða vegna veru sinnar í EES. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir regluverk EES íþyngjandi og ekki allt Íslendingum í hag sem þaðan komi, þótt margt sé ágætt. Hann vísar í þrýsting um að lögleiða gengistryggð lán. Meta þurfi kosti og galla samstarfsins. „Það þarf að hlusta líka á sjónarmið Íslendinga í þessu. Ef þetta á að vera gott samband, þetta Evrópska efnahagssvæði, þá verður að taka tillit til aðstæðna sem hér eru. Þær eru öðruvísi.“ Frosti telur einnig að leggjast eigi yfir hvort aðild Íslendinga að Schengen hafi verið til góðs eða ekki. Til að mynda hafi ekki tekist að efna loforð um ferðalög án vegabréfs. Þá þurfi að spyrja sig að því hví Bretar velji að vera utan Schengen að hluta. Frosti situr í utanríkismálanefnd Alþingis. Mun hann beita sér fyrir endurmati á aðild að EES og Schengen? „Já, já, ég gæti alveg hugsað mér það. Ég mundi alveg styðja það allavega að þetta yrði skoðað og metið hver hefur verið árangurinn af verunni í Schengen, hverjir væru kostir þess og gallar. Og ég held að við ættum líka í sambandi við Evrópska efnahagssvæðið að meta það öðru hvoru hvort það sé besta mögulega formið á samstarfinu við þessi aðildarríki,“ segir Frosti og vísar í önnur samstarfsform eins og fríverslunarsamninga. Málið kom upp á fundi Framsóknarflokksins á laugardag, þar sem nokkrir fundarmenn lýstu yfir efasemdum varðandi EES-aðild. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að í þingflokkum beggja stjórnarflokkanna séu mjög miklar áhyggjur af þeim fjölda Evróputilskipana sem Alþingi berist til samþykktar.
Alþingi Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira