Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu II: Hver er reynslan? Svandís Svavarsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 12:00 Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nýlega skrifaði ég grein um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu þar sem ég rakti hinar ýmsu afleiðingar einkavæðingar fyrir skattgreiðendur, sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk. Í stuttu máli má segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé dýrara, verra og ójafnara en opinbert heilbrigðiskerfi - og að einkavætt heilbrigðiskerfi hafi þann eina „kost“ að skapa gróða fyrir eigendur hina einkavæddu stofnana. Í ljósi þess að enn þráast sumir heitir hægrimenn við að reyna að réttlæta einkavæðingu heilbrigðisstofnana er ekki úr vegi að skoða aðeins betur eitt tiltekið dæmi um einkavæðingu á undanförnum árum - einkavæðinguna í Svíþjóð á undanförnum áratug eða svo, undir forystu sænska hægriflokksins sem þar var við völd þar til nýlega.Starfsfólki sagt upp Eitt af því fyrsta sem gerðist í Svíþjóð eftir að einkavæðingin fór á fullt var að einkareknar stofnanir ákváðu að „hagræða“ (les: skera niður) til að ná fram hámarks gróða fyrir eigendur sína, sem fólst fyrst og fremst í því að segja upp almennu starfsfólki í stórum stíl. Hluti af þessu starfsfólki var svo leigt aftur inn í einkavæddu heilbrigðisstofnanirnar í gegnum sérstök fyrirtæki sem sérhæfa sig í að leigja út starfsfólk til ýmissa verkefna. Þannig losnuðu einkavæddu stofnanirnar við að bera ábyrgð á starfsfólki sínu, sem missti mörg af þeim réttindum sem opinberir starfsmenn njóta. Nú var hægt að reka starfsfólk alveg eins og eigendum einkavæddu stofnananna hentaði án þess að verkalýðsfélögin fengju rönd við reist. Þessi þróun náði að vísu ekki til yfirmanna hinna einkavæddu stofnana, sem fjölgaði ört og hækkuðu um leið myndarlega í launum.Gróðinn sendur úr landi Einkavæddu stofnanirnar náðu vissulega umtalsverðum árangri í niðurskurði sínum, þótt hann hafi að vísu bitnað allverulega á þjónustunni sem veitt var. En hvert fór þá gróðinn af niðurskurðinum? Hvert fór mismunurinn á því að sem skattgreiðendur greiddu áður til heilbrigðisþjónustunnar og því sem þeir greiddu eftir einkavæðinguna? Hann fór að sjálfsögðu þráðbeint til eigenda þessara stofnana, sem fjárfest höfðu í einkavæddum heilbrigðisstofnunum í þeirri von að taka út úr rekstrinum myndarlegan arð. Allt var þetta í fyrirséð því það er auðvitað tilgangur og yfirlýst markmið einkafyrirtækja að skila hagnaði til eigenda sinna. Fljótlega kom þó í ljós dálítið sem ekki var jafn fyrirséð: Eigendur hinna nýju einkavæddu heilbrigðisstofnana létu sér ekki nægja að taka gróðann út úr rekstrinum, heldur komu þeir sér undan því að greiða skatta með því að senda hagnaðinn beint í skattaskjól. Til þessa voru notaðar aðferðir á borð við að láta fjárfestingafyrirtæki í skattaskjólum „lána“ dótturfyrirtækjum sínum í Svíþjóð á háum vöxtum til að hagnaðurinn yrði ekki skattskyldur í Svíþjóð. Með þessu móti tókst fimm stærstu einkavæddu velferðarfyrirtækjum Svíþjóðar að greiða aðeins rétt rúmlega 2% skatt af hagnaði sínum, eins og afhjúpað var í dagblaðinu Dagens Nyheter.Sænska einkavæðingin er víti til varnaðar Hægrimenn hafa gjarnan tekið Svíþjóð sem dæmi um sérlega vel heppnaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Þeir vilja jafnvel að við tökum okkur sænsku einkavæðinguna til fyrirmyndar. Þetta er undarlegt í ljósi þess hve misheppnuð sænska einkavæðingin var og er í raun og veru, en líka hjákátlegt í ljósi þess að sænska þjóðin kaus þessa stefnu burt með afgerandi hætti síðastliðið haust. Segja má að ekkert mál hafi skipað jafn stóran sess í sænsku kosningabaráttunni og einmitt gróðavæðing heilbrigðiskerfisins, og að það hafi í raun orðið sænsku hægristjórninni að falli. Nú bendir margt til þess að íslenska hægristjórnin ætli sér að lauma inn aukinni einkavæðingu án þess að fram fari opin og hreinskiptin umræða í samfélaginu.Það má ekki gerast.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun