Sjálfala bankakerfi hamlar uppbyggingu Skjóðan skrifar 21. janúar 2015 13:00 Vísir Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Það vakti athygli á dögunum, skömmu eftir að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði stýrivexti bankans sem notaðir eru á innlán viðskiptabanka í Seðlabankanum, að Arion banki skyldi tilkynna hækkun á nafnvöxtum verðtryggðra útlána. Hækkunin nam hálfu prósentustigi sem er á bilinu 11-13 prósenta hækkun. Innlánsvextir hækkuðu ekki og því jók bankinn vaxtamun sinn. Íslenskir bankar hafa lengi legið undir ámæli fyrir að selja þjónustu sína dýrt. Vaxtamunur er mun hærri en þekkist í nágrannalöndum og raunvextir hafa um árabil verið margfaldir þegar borið er saman við önnur lönd í okkar heimshluta. Við þetta bætist að bankarnir hafa á undanförnum árum og misserum stórhækkað þjónustugjöld sín auk þess sem dregið hefur verið úr þjónustu og útibúum fækkað. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfaldur þegar horft er til alþjóðlegs samanburðar. Þetta dregur úr samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og íslenska hagkerfisins í heild. Hár fjármagnskostnaður stendur í vegi fyrir nauðsynlegum fjárfestingum og uppbyggingu. Fyrir vikið nær íslenskt atvinnulíf ekki að skapa nægilega mörg störf. Alkunna er að atvinnuleysi hér á landi er dulbúið með ýmsum hætti. Opinberar atvinnuleysistölur segja aðeins hluta sögunnar. Fjöldi Íslendinga hefur á undanförnum árum horfið af vinnumarkaði. Margir hafa flutt úr landi en aðrir hafa hrökklast af atvinnuleysisbótum yfir á forsjá sveitarfélaga. Þúsundir eru skráðir öryrkjar. Ónóg fjárfesting og vanmáttug atvinnusköpun skýrir þessa þróun að hluta. Ríki og sveitarfélög verða af skatttekjum og lenda í miklum útgjöldum vegna stækkandi hóps fólks á besta aldri sem virðist ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkað. Stór hluti vandans stafar af skorti á samkeppni á íslenskum bankamarkaði. Gjaldeyrishöft loka íslenska hagkerfið af og inni í þessu lokaða hagkerfi er svo bankakerfi, sem er svo þungt á fóðrum að ekki duga því minna en margfaldir útlánsvextir á við önnur lönd. Engir erlendir bankar starfa hér á landi og varla er breytinga á því að vænta á meðan hér er í notkun minnsti gjaldmiðill í heimi. Verðtrygging á að tryggja lánveitendum að útlán þeirra beri ávallt jákvæða raunvexti. Í verðtryggingu felst gríðarlegt öryggi fyrir lánveitendur sem ætti að endurspeglast í mjög lágum nafnvöxtum. Það skýtur því skökku við að nafnvextir verðtryggðra lána skuli hækkaðir þegar verðbólga kemst loks niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Voru vextirnir þó fyrir talsvert hærri en óverðtryggðir vextir í nágrannalöndum Íslands. Vextir og þjónustugjöld íslenskra banka eru kennslubókardæmi um bankakerfi sem líður fyrir skort á samkeppni. Þar sem bankar ganga sjálfala og ákveða vexti að vild ríkir fákeppni.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira