Ungt og leikur sér Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. janúar 2015 06:00 Sómakærir Íslendingar signdu sig þegar fregnir bárust í síðustu viku af Snapchat–reikningnum Saurlífi. Þar deildi aragrúi ungs fólks vafasömum ljósmyndum og myndskeiðum af sér og sínum nánustu með umheiminum. Fyrirbærið rataði í fréttir og forvitni ég ákvað að sjálfsögðu að skoða hvað um var rætt. Eftir dágóðan skammt af krumpuðum kynfærum og lögulegum lortum í klósettskálum lokaði ég forritinu og hugsaði með mér að líklega væri Saurlífi síðasti naglinn í líkkistu klámkynslóðarinnar. En auðvitað opnaði ég Saurlífið aftur seinna sama dag. Reyndar undir því yfirskini að ég væri að sýna vinum mínum það og við okkur blöstu margfalt grófari hlutir en ég nefndi hér áður. En var þetta virkilega svona slæmt? Á tímum þar sem netníðingar herja á hvert það ungmenni sem vogar sér að vera öðruvísi er ég ekki svo viss. Á Saurlífinu virtist sem sumir væru hreinlega að keppast við að vera öðruvísi. Og þarna kenndi ýmissa grasa. Feitir og mjóir með stór typpi og lítil, fallegt fólk og forljótt, misstór brjóst, ör, bólur og slit, ófríðir peppaðir upp og fólk í sjálfsvígshugleiðingum hvatt til að leita sér hjálpar. Eiginlega allt nema „eðlilegheit“ rataði inn á Saurlífi. Auðvitað er erfitt að taka upp hanskann fyrir framtakið þegar ólögráða ungmenni geta með örfáum fingrahreyfingum fengið að sjá meira af kynlífi og fíkniefnaneyslu en frægustu rokksveitir heims hafa séð baksviðs yfir ævina. En ég ætla samt að gera það. Kannski er Snapchat ekki besti vettvangurinn. Til þess er aðgengið of auðvelt fyrir smáfólk. En konseftið sem slíkt er ekki svo galið. En hvað veit ég? Kannski misstu ungmennin áhuga á þessu um leið og þetta kom í fréttunum og varð „mainstream“. Miðaldra sleðar farnir að tala um Saurlífi á kaffistofum, haldandi að þeir séu með puttann á púlsinum. Ungu fólki finnst ekkert gaman þegar fullorðna fólkið andar ofan í hálsmálið á því. Og þess vegna spái ég Facebook–grúppunni Sjomlatips engu sérstöku langlífi. Það er nefnilega búið að samþykkja mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Sómakærir Íslendingar signdu sig þegar fregnir bárust í síðustu viku af Snapchat–reikningnum Saurlífi. Þar deildi aragrúi ungs fólks vafasömum ljósmyndum og myndskeiðum af sér og sínum nánustu með umheiminum. Fyrirbærið rataði í fréttir og forvitni ég ákvað að sjálfsögðu að skoða hvað um var rætt. Eftir dágóðan skammt af krumpuðum kynfærum og lögulegum lortum í klósettskálum lokaði ég forritinu og hugsaði með mér að líklega væri Saurlífi síðasti naglinn í líkkistu klámkynslóðarinnar. En auðvitað opnaði ég Saurlífið aftur seinna sama dag. Reyndar undir því yfirskini að ég væri að sýna vinum mínum það og við okkur blöstu margfalt grófari hlutir en ég nefndi hér áður. En var þetta virkilega svona slæmt? Á tímum þar sem netníðingar herja á hvert það ungmenni sem vogar sér að vera öðruvísi er ég ekki svo viss. Á Saurlífinu virtist sem sumir væru hreinlega að keppast við að vera öðruvísi. Og þarna kenndi ýmissa grasa. Feitir og mjóir með stór typpi og lítil, fallegt fólk og forljótt, misstór brjóst, ör, bólur og slit, ófríðir peppaðir upp og fólk í sjálfsvígshugleiðingum hvatt til að leita sér hjálpar. Eiginlega allt nema „eðlilegheit“ rataði inn á Saurlífi. Auðvitað er erfitt að taka upp hanskann fyrir framtakið þegar ólögráða ungmenni geta með örfáum fingrahreyfingum fengið að sjá meira af kynlífi og fíkniefnaneyslu en frægustu rokksveitir heims hafa séð baksviðs yfir ævina. En ég ætla samt að gera það. Kannski er Snapchat ekki besti vettvangurinn. Til þess er aðgengið of auðvelt fyrir smáfólk. En konseftið sem slíkt er ekki svo galið. En hvað veit ég? Kannski misstu ungmennin áhuga á þessu um leið og þetta kom í fréttunum og varð „mainstream“. Miðaldra sleðar farnir að tala um Saurlífi á kaffistofum, haldandi að þeir séu með puttann á púlsinum. Ungu fólki finnst ekkert gaman þegar fullorðna fólkið andar ofan í hálsmálið á því. Og þess vegna spái ég Facebook–grúppunni Sjomlatips engu sérstöku langlífi. Það er nefnilega búið að samþykkja mig.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun