Ósamhverfar verðbreytingar olíu Stjórnarmaðurinn skrifar 7. janúar 2015 09:00 Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum. Haft var eftir Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra H.F. verðbréfa, að fjárfestar trúi því að markaðurinn eigi talsvert inni. Ýmsar ástæður séu þar að baki, þar á meðal lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu. Árið 2014 fór verð á olíu hæst í 107 dollara í lok júní áður en við tók nánast óslitið lækkunarferli sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag kostar tunnan 53 dollara og hefur því lækkað um 50% á síðustu sex mánuðum. Hagur fyrirtækja, þar sem olía er stór hluti kostnaðar, hefur vænkast umtalsvert. Á þessum sex mánuðum hefur virði bréfa í Icelandair hækkað um 30% og HB Granda um 24%. Úti í heimi hafa bréf lággjaldaflugfélaganna Easyjet og RyanAir hækkað um 27% og 45% og FedEx hefur hækkað um 12%, svo dæmi séu nefnd. Að sama skapi hefur rekstur fyrirtækja, sem annaðhvort vinna og/eða selja olíu, þyngst. Exxon, eitt stærsta fyrirtæki heims, hefur tapað 12% af markaðsvirði sínu. Það skýtur því ansi skökku við að sjá verðþróun hlutabréfa í N1, en bréfin hafa hækkað um 43% yfir sama tímabil. Í heilbrigðu samkeppnisumhverfi á eldsneytismarkaði ætti verðþróun á olíu að skila sér að miklu leyti í breyttu verðlagi til neytenda. Það myndi hafa þau áhrif að jafnvel þótt innkaupsverð olíu lækki, myndi lækkun á útsöluverði eldsneytis, að öðru óbreyttu, valda rýrnun á framlegð og hagnaði. Það virðist þó ekki vera raunin. Ástæðan er mögulega sú að verðbreytingar á eldsneyti til íslenskra neytenda fylgja ekki heimsmarkaðsverði á olíu að öllu leyti. Auðvitað hafa gjöld, tollar og skattar þar áhrif, en einnig virðist verðlækkun á heimsmarkaðsverði á olíu skila sér hægar og síður inn í verðlag á eldsneyti til íslenskra neytenda en þegar um verðhækkanir er að ræða. Verðbreytingarnar eru ósamhverfar. Í þessu samhengi má benda á að á meðan olíuverð hefur lækkað um 50% hefur útsöluverð eldsneytis lækkað úr um það bil 250 krónum í 201, eða um tæp 20% – og er þar með talin lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5% í 24%. Rekstur olíufélaganna á Íslandi gæti því vænkast umtalsvert ef olíuverð helst jafn lágt og það er nú. Fjárfestar virðast að minnsta kosti vera á þeirri skoðun.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira