Kynningarfulltrúar Íslands Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. janúar 2015 08:00 Það var touché atriðið í Skaupinu þar sem fallega fólkið í rándýru lopapeysunum horfði sakleysislega bláum augum á túristana og samþykkti að allar þeirra misskildu uppnumdu hugmyndir um Ísland væru sannar. Þjóðarrembingurinn er oft asnalegur og auðvelt að hlæja að stanslausum landkynningargír þjóðarsálarinnar. Nokkrum klukkustundum fyrir Skaup ákváðum við systir mín og fjölskylda hennar að kveikja í nokkrum flugeldum fyrir matinn, svona ef einn lítill þriggja ára yrði of þreyttur eftir matinn fyrir flugeldastuð. Við stóðum því bara ein úti á götu með tvö blys, tvær litlar rakettur og stjörnuljósapakka, öll á því að það yrði aldeilis fín skemmtun fyrir þriggja ára. Verandi stödd í Þingholtunum leið ekki á löngu þar til nokkrir glaðir Ameríkanar í vetrarferð komu aðvífandi og spurðu hvort þeir mættu fylgjast með. Eftirvæntingin skein úr augum þeirra þar sem þau hnipptu hvert í annað og sögðu spennt að nú myndu þau sjá hvernig þessir Íslendingar héldu upp á gamlárskvöld og „kveiktu í skammtinum sínum“ eins og þau orðuðu það á meðan þau beindu myndavélunum til himins. Við vorum gjörsamlega óviðbúin þessari ábyrgð og ég sá systur mína verða ögn vandræðalega þar sem hún bograði yfir hálslöngu flöskunni með rakettuprikinu og sagði þeim brosandi að auðvitað væri það sjálfsagt en bætti við hikandi að þetta yrði reyndar ekkert merkileg sýning og að vonandi gætu þau gert sér hana að góðu. Ég tók undir og útskýrði óðamála að þau mættu ekki verða fyrir vonbrigðum því þetta væri bara svona smá fyrir barnið og Íslendingar byrjuðu ekki að sprengja fyrr en síðar um kvöldið þegar yrði alvöru ljósadýrð. Á meðan dreifðum við stjörnuljósum til þeirra allra í fullkomnu meðvirkniskasti svo þeim leiddist nú ekki alveg hrikalega. Það er auðvitað vandræðalegt að standa sjálfan sig að því að detta alveg ómeðvitað í einarða PR-starfsemi fyrir land og þjóð. Við höfum þó eflaust flest upplifað hlutverk þessa kynningarfulltrúa og af þeim þjóðareinkennum sem voru tekin fyrir í Skaupinu held ég svei mér að það geti svo sem líka bara verið eitt það krúttlegasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Það var touché atriðið í Skaupinu þar sem fallega fólkið í rándýru lopapeysunum horfði sakleysislega bláum augum á túristana og samþykkti að allar þeirra misskildu uppnumdu hugmyndir um Ísland væru sannar. Þjóðarrembingurinn er oft asnalegur og auðvelt að hlæja að stanslausum landkynningargír þjóðarsálarinnar. Nokkrum klukkustundum fyrir Skaup ákváðum við systir mín og fjölskylda hennar að kveikja í nokkrum flugeldum fyrir matinn, svona ef einn lítill þriggja ára yrði of þreyttur eftir matinn fyrir flugeldastuð. Við stóðum því bara ein úti á götu með tvö blys, tvær litlar rakettur og stjörnuljósapakka, öll á því að það yrði aldeilis fín skemmtun fyrir þriggja ára. Verandi stödd í Þingholtunum leið ekki á löngu þar til nokkrir glaðir Ameríkanar í vetrarferð komu aðvífandi og spurðu hvort þeir mættu fylgjast með. Eftirvæntingin skein úr augum þeirra þar sem þau hnipptu hvert í annað og sögðu spennt að nú myndu þau sjá hvernig þessir Íslendingar héldu upp á gamlárskvöld og „kveiktu í skammtinum sínum“ eins og þau orðuðu það á meðan þau beindu myndavélunum til himins. Við vorum gjörsamlega óviðbúin þessari ábyrgð og ég sá systur mína verða ögn vandræðalega þar sem hún bograði yfir hálslöngu flöskunni með rakettuprikinu og sagði þeim brosandi að auðvitað væri það sjálfsagt en bætti við hikandi að þetta yrði reyndar ekkert merkileg sýning og að vonandi gætu þau gert sér hana að góðu. Ég tók undir og útskýrði óðamála að þau mættu ekki verða fyrir vonbrigðum því þetta væri bara svona smá fyrir barnið og Íslendingar byrjuðu ekki að sprengja fyrr en síðar um kvöldið þegar yrði alvöru ljósadýrð. Á meðan dreifðum við stjörnuljósum til þeirra allra í fullkomnu meðvirkniskasti svo þeim leiddist nú ekki alveg hrikalega. Það er auðvitað vandræðalegt að standa sjálfan sig að því að detta alveg ómeðvitað í einarða PR-starfsemi fyrir land og þjóð. Við höfum þó eflaust flest upplifað hlutverk þessa kynningarfulltrúa og af þeim þjóðareinkennum sem voru tekin fyrir í Skaupinu held ég svei mér að það geti svo sem líka bara verið eitt það krúttlegasta.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun