Það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri! Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 30. desember 2015 08:00 Hugarfar heillar þjóðar er skemmtilegt fyrirbæri. Við þekkjum vel hvernig við alhæfum um heilu og hálfu þjóðirnar. Í viðskiptum mínum við Finna hef ég t.d. oft heyrt að finnska þjóðin sé svartsýn og skeptísk í hugarfari, hugsi sitt en segi fátt. Eg veit hins vegar vel að Finnar eru afar skemmtilegir og nauðalíkir okkur Íslendingum. Þegar við erum sjálf að tala saman um umræðuna hér á landi þá kvörtum við yfir neikvæðni og bölsýni en erum samt síbrosandi hvert til annars, heilsandi hægri vinstri til nágranna, kunningja, vina og jafnvel til ókunnugra þar sem við spígsporum um borg og bý að kaupa flugelda og gerum okkur klár fyrir gamlárskvöld. Í heitu pottunum lendum við á spjalli sem gjarnan byrjar með góðlátlegum umræðum um veðrið og færum okkur með einhverjum náttúrulegum hætti yfir í bölsýnisspjall um tíðina og pólitíkina sem endar yfirleitt með setningum eins og „það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri“. Í heita pottinum í minni hverfislaug lenti ég í spjalli sem endranær og nú fékk ég samúð frá pottalingum. Það er nú meira hvað þið unga fólkið eruð dugleg að reyna að breyta þessu landi, var sagt við mig. Ég lyftist öll upp enda afar gaman að vera kölluð unga fólkið þegar maður er að skríða inn á sextugsaldurinn. Ert þú ekki þarna konukonan? Sem er að stýra konum í atvinnulífinu. Já, mikill er máttur minn svara ég, en ég stýri nú ekki konum í atvinnulífinu þær stýra sér sjálfar en eftir útskýringar um hvert mitt hlutverk væri sem formaður FKA þá byrjaði spjallið um atvinnulífið af alvöru. Á einhvern undursamlegan hátt tókst okkur að ræða af mikilli ástríðu um ástandið í landinu árið 2015, verkföll, kjarasamninga, SALEK-hópinn, ferðaþjónustu, sjávarútveg, atvinnuástand, gjaldeyrishöftin og loftslagsbreytingar. Setningar eins og fussum svei yfir stjórnmálamönnum/konum og hvaða árátta þetta væri í konum þessa lands að vilja taka við stjórninni. Við ættum bara að vera dauðfegnar að þurfa ekki að vera að berjast í þessari leiðindapólitík. Eftir miklar umræður, útskýringar sem hljómuðu oft á tíðum eins og í amerískum dómssal. Umræðan var stórkostleg og það sem byrjaði sem tveggja manna spjall við unga konu var orðið að fullum potti af fólki sem hlustaði, fussaði og skellihló. Börnin heyrðu hlátrasköllum og komu hlaupandi. Hvað er að gerast afi? sagði einn snáði. Það er sosum ekki neitt, við erum bara að fara yfir árið 2015 og það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri, sagði maðurinn skælbrosandi. Samræðunum lauk með niðurstöðu um að það væri gott að búa á Íslandi við frið og nóg að bíta og brenna. Stjórnmálamenn væri barasta bestu skinn sem vildu vel og að það væri jú best að bæði kynin kæmu að stjórnum samfélagsins, fyrirtækja og fjölskyldunnar. Þetta sker er ekki að fara til fjandans heldur þvert á móti Hér býr góð og gestrisin þjóð, við góðan aðbúnað. Og ef allt fer til fjandans þá brosum við bara því við vitum að þetta reddast allt. Pottalingarnir úr Árbæjarlaug spá góðu ári 2016 við frið á vinnumarkaði, losun gjaldeyrishafta, kærleik til flóttamanna og almenna dásemd. Gleðilegt nýtt ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Hugarfar heillar þjóðar er skemmtilegt fyrirbæri. Við þekkjum vel hvernig við alhæfum um heilu og hálfu þjóðirnar. Í viðskiptum mínum við Finna hef ég t.d. oft heyrt að finnska þjóðin sé svartsýn og skeptísk í hugarfari, hugsi sitt en segi fátt. Eg veit hins vegar vel að Finnar eru afar skemmtilegir og nauðalíkir okkur Íslendingum. Þegar við erum sjálf að tala saman um umræðuna hér á landi þá kvörtum við yfir neikvæðni og bölsýni en erum samt síbrosandi hvert til annars, heilsandi hægri vinstri til nágranna, kunningja, vina og jafnvel til ókunnugra þar sem við spígsporum um borg og bý að kaupa flugelda og gerum okkur klár fyrir gamlárskvöld. Í heitu pottunum lendum við á spjalli sem gjarnan byrjar með góðlátlegum umræðum um veðrið og færum okkur með einhverjum náttúrulegum hætti yfir í bölsýnisspjall um tíðina og pólitíkina sem endar yfirleitt með setningum eins og „það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri“. Í heita pottinum í minni hverfislaug lenti ég í spjalli sem endranær og nú fékk ég samúð frá pottalingum. Það er nú meira hvað þið unga fólkið eruð dugleg að reyna að breyta þessu landi, var sagt við mig. Ég lyftist öll upp enda afar gaman að vera kölluð unga fólkið þegar maður er að skríða inn á sextugsaldurinn. Ert þú ekki þarna konukonan? Sem er að stýra konum í atvinnulífinu. Já, mikill er máttur minn svara ég, en ég stýri nú ekki konum í atvinnulífinu þær stýra sér sjálfar en eftir útskýringar um hvert mitt hlutverk væri sem formaður FKA þá byrjaði spjallið um atvinnulífið af alvöru. Á einhvern undursamlegan hátt tókst okkur að ræða af mikilli ástríðu um ástandið í landinu árið 2015, verkföll, kjarasamninga, SALEK-hópinn, ferðaþjónustu, sjávarútveg, atvinnuástand, gjaldeyrishöftin og loftslagsbreytingar. Setningar eins og fussum svei yfir stjórnmálamönnum/konum og hvaða árátta þetta væri í konum þessa lands að vilja taka við stjórninni. Við ættum bara að vera dauðfegnar að þurfa ekki að vera að berjast í þessari leiðindapólitík. Eftir miklar umræður, útskýringar sem hljómuðu oft á tíðum eins og í amerískum dómssal. Umræðan var stórkostleg og það sem byrjaði sem tveggja manna spjall við unga konu var orðið að fullum potti af fólki sem hlustaði, fussaði og skellihló. Börnin heyrðu hlátrasköllum og komu hlaupandi. Hvað er að gerast afi? sagði einn snáði. Það er sosum ekki neitt, við erum bara að fara yfir árið 2015 og það er allt að fara til fjandans á þessu blessaða skeri, sagði maðurinn skælbrosandi. Samræðunum lauk með niðurstöðu um að það væri gott að búa á Íslandi við frið og nóg að bíta og brenna. Stjórnmálamenn væri barasta bestu skinn sem vildu vel og að það væri jú best að bæði kynin kæmu að stjórnum samfélagsins, fyrirtækja og fjölskyldunnar. Þetta sker er ekki að fara til fjandans heldur þvert á móti Hér býr góð og gestrisin þjóð, við góðan aðbúnað. Og ef allt fer til fjandans þá brosum við bara því við vitum að þetta reddast allt. Pottalingarnir úr Árbæjarlaug spá góðu ári 2016 við frið á vinnumarkaði, losun gjaldeyrishafta, kærleik til flóttamanna og almenna dásemd. Gleðilegt nýtt ár.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun