Dæmigert íslenskt ár framundan Skjóðan skrifar 30. desember 2015 08:15 Um áramótin eru rétt tæpir sextán mánuðir til þingkosninga. Ljóst er að eitthvað mikið þarf að breytast til að núverandi ríkisstjórnarflokkar verði áfram við völd að þeim loknum. Nú verður allt kapp lagt á að ljúka þeim verkefnum, sem eru í raunverulegum forgangi ríkisstjórnarinnar, fyrir kosningar. Biðin getur orðið löng þar til Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur komast aftur að kjötkötlunum, að minnsta kosti tveir einir saman. Ríkisstjórninni hefur mistekist það ætlunarverk sitt að koma kvótanum með varanlegum hætti á hendur þeirra sem nú halda á aflaheimildum. Fyrir liggur að á meðan Ólafur Ragnar Grímsson gegnir forsetaembætti mun þjóðin sjálf fá síðasta orðið um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, reyni ríkisstjórn að gera róttækar breytingar á kerfinu. Því hefur hann lýst yfir. Ekkert bendir til annars en að Ólafur bjóði sig aftur fram til embættisins og einsýnt að enginn mótframbjóðandi er líklegur til að fella hann. Því blasir við að forgangsmál ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum nær ekki í gegn. Á árinu 2015 hefur ríkisstjórnin lagt allt kapp á að ljúka uppgjöri við slitabúin. Við það uppgjör falla ýmsar helstu eignir slitabúanna í hendur ríkisins. Þar á meðal er Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki einnig. Þar með á ríkið tvo banka nánast að fullu og ræður miklu um ráðstöfun þess þriðja. Þeir sem fá að eignast stóru bankana munu ráða Íslandi næstu árin. Á liðnum misserum og árum hefur ýmsum bitum verið ráðstafað úr bönkunum til vildarvina þeirra. Þar á meðal má nefna Borgun, Haga og Símann. Þessi fyrirtæki eru þó sem brauðmylsna samanborið við bankana sjálfa. Ríkisstjórnin hefur aðeins rúmt ár til að stýra einkavæðingu nýja bankakerfisins og tryggja að ráðandi hlutur í þeim lendi ekki í höndunum á vandalausum. Það er stóra verkefnið á árinu 2016. Það verður svo huggun harmi gegn að þó að ekki hafi tekist að færa eignarhaldið á þjóðarauðlindinni varanlega í fang örfárra stórra útgerðarfélaga þá ræður sá þjóðarauðlindinni, sem á bankana, því bankarnir eiga veð í kvótanum. Þess vegna liggur svo mikið á að ljúka uppgjöri slitabúanna með samningum, sem ekki virðast vera sérlega hagstæðir fyrir íslenska ríkið og íslenska skattgreiðendur. Öllu máli skiptir að komast yfir eignirnar og þá helst nýju bankana. Þeim verður komið snarlega í verð fyrir kosningarnar 2017 og söluverðið verður lágt, enda engir útlendingar sem hafa minnsta áhuga á að eignast íslenskan banka. Bankarnir fara í hendur nokkurra stórra lífeyrissjóða og meðreiðarsveina þeirra. Árið 2016 verður dæmigert ár í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. Gleðilegt ár! Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Um áramótin eru rétt tæpir sextán mánuðir til þingkosninga. Ljóst er að eitthvað mikið þarf að breytast til að núverandi ríkisstjórnarflokkar verði áfram við völd að þeim loknum. Nú verður allt kapp lagt á að ljúka þeim verkefnum, sem eru í raunverulegum forgangi ríkisstjórnarinnar, fyrir kosningar. Biðin getur orðið löng þar til Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur komast aftur að kjötkötlunum, að minnsta kosti tveir einir saman. Ríkisstjórninni hefur mistekist það ætlunarverk sitt að koma kvótanum með varanlegum hætti á hendur þeirra sem nú halda á aflaheimildum. Fyrir liggur að á meðan Ólafur Ragnar Grímsson gegnir forsetaembætti mun þjóðin sjálf fá síðasta orðið um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, reyni ríkisstjórn að gera róttækar breytingar á kerfinu. Því hefur hann lýst yfir. Ekkert bendir til annars en að Ólafur bjóði sig aftur fram til embættisins og einsýnt að enginn mótframbjóðandi er líklegur til að fella hann. Því blasir við að forgangsmál ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum nær ekki í gegn. Á árinu 2015 hefur ríkisstjórnin lagt allt kapp á að ljúka uppgjöri við slitabúin. Við það uppgjör falla ýmsar helstu eignir slitabúanna í hendur ríkisins. Þar á meðal er Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki einnig. Þar með á ríkið tvo banka nánast að fullu og ræður miklu um ráðstöfun þess þriðja. Þeir sem fá að eignast stóru bankana munu ráða Íslandi næstu árin. Á liðnum misserum og árum hefur ýmsum bitum verið ráðstafað úr bönkunum til vildarvina þeirra. Þar á meðal má nefna Borgun, Haga og Símann. Þessi fyrirtæki eru þó sem brauðmylsna samanborið við bankana sjálfa. Ríkisstjórnin hefur aðeins rúmt ár til að stýra einkavæðingu nýja bankakerfisins og tryggja að ráðandi hlutur í þeim lendi ekki í höndunum á vandalausum. Það er stóra verkefnið á árinu 2016. Það verður svo huggun harmi gegn að þó að ekki hafi tekist að færa eignarhaldið á þjóðarauðlindinni varanlega í fang örfárra stórra útgerðarfélaga þá ræður sá þjóðarauðlindinni, sem á bankana, því bankarnir eiga veð í kvótanum. Þess vegna liggur svo mikið á að ljúka uppgjöri slitabúanna með samningum, sem ekki virðast vera sérlega hagstæðir fyrir íslenska ríkið og íslenska skattgreiðendur. Öllu máli skiptir að komast yfir eignirnar og þá helst nýju bankana. Þeim verður komið snarlega í verð fyrir kosningarnar 2017 og söluverðið verður lágt, enda engir útlendingar sem hafa minnsta áhuga á að eignast íslenskan banka. Bankarnir fara í hendur nokkurra stórra lífeyrissjóða og meðreiðarsveina þeirra. Árið 2016 verður dæmigert ár í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. Gleðilegt ár!
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira