Fjórfalt fleiri létust í umferðinni í ár Una Sighvatsdóttir skrifar 28. desember 2015 19:00 Sextán hafa látist í umferðinni það sem af er ári, fjórfalt fleiri en í fyrra. Skýringar má meðal annars finna í fjölgun ferðamanna, en einnig má rekja fleiri banaslys en áður til andlegra veikinda og hás aldurs ökumanna.Banaslysum í umferðinni hefur farið fækkandi sé litið yfir undanfarinn áratug, en eru þó umtalsvert fleiri í ár en síðustu ár á undan.Umferðarslys eru einhver mesta heilbrigðisvandi sem við stöndum frammi fyrir í dag en reynslan sýnir að með markvissum aðgerðum og forvörnum er hægt að sporna gegn þeim. Undanfarinn áratug hefur banaslysum í umferðinni farið fækkandi. Sé litið til síðustu fimm ára hefur meðalfjöldi látinna verið um tíu á ári, samanborið við tæp 19 að meðaltali á ári á fimm ára tímabili þar á undan. Áberandi fæstir létust í fyrra, aðeins fjórir. Þessa fækkun má meðal annars þakka aukinni bílbeltanotkun, vegaumbótum og forvörnum. Ekkert banaslys varð til dæmis í ár vegan ofsaaksturs. Andleg og líkamleg veikindi baki fleiri slysum en áður Af þeim sextán sem létust voru hinsvegar fimm erlendir ferðamenn. Til samanburðar létust engir erlendir ferðamenn í fyrra eða árið áður. Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að þarna sé nýr hópur sem þurfi að skoða með fyrirbyggjandi aðgerðir í huga. „En það er ekki öll sagan sögð með þessum slysum. Annað sem við erum að sjá líka á þessu ári eru slys sem má skýra með veikindum, bæði andlegum og líkamlegum veikindum og vegna eldri ökumanna. Þannig að þetta er aðeins frábrugðin mynd frá því sem við höfum séð hin fyrri ár.“Smári Sveinsson uppfærði tölu látinna á skiltinu við Sandskeið í dag. Hann hefur sinnt því starfi í áraraðir.„Vinna sem maður vill síst fá“ Smári Sveinsson er maðurinn sem annast skiltið á Sandskeið sem heldur utan um fjölda látinna. Fréttastofa hitti á Smára þegar hann hækkaði töluna í sextán í dag, vegna ferðamanns sem lést í Öræfasveit á öðrum degi jóla. „Ég er búinn að koma hérna í þónokkur ár. Maður fær upphringingu svona annað slagið. Of oft,“ segir Smári. „Þetta er eiginlega vinna sem maður vill síst fá.“ Smári segist tvisvar sinnum hafa þurft að setja upp hærri tölu vegna fólks sem hann þekkti sjálfur persónulega. Hann hefur því miður þurft að gera sér mun fleiri ferðir að skiltinu í ár en í fyrra, síðast á aðfangadag, og segir að skrefin séu sérstaklega þung þegar banaslys verða yfir hátíðarnar. „Þetta hefur ekki skeð lengi að svona mörg slys verði eins og í ár og þetta kom bara í runu núna, í desember má segja. Það var lengi vel átta og síðan hefur þetta hlaðist upp. Tvöfaldast.“Ágúst Mogensen segir að aðeins frábrugðin mynd sé á banaslysum í ár miðað við fyrri ár. Rannsaka þurfi hvernig unnt sé að bregðast við þróuninni.Áfram stefnt að fækkun banaslysa Rannsóknarnefnd umferðarslysa mun nú greina slysin sem urðu á árinu til að sjá hvernig hægt er að bregðast við fjölguninni. Ágúst segir ástæðulaust að standa ráðþrota gagnvart banaslysum og vísar til umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda, sem nær fram til ársins 2022. Meginmarkmið hennar eru tvö:-Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki um 5% á ári fram til ársins 2022-Að fjöldi látinna í umferðinni á hverjua 100.000 íbúa verði ekki meiri en best gerist í heiminum árið 2022 „Við getum bætt forvarnir, bætt merkingar í vegakerfinu og reynt að ná betur til erlendu ferðamannanna,“ nefnir Ágúst sem dæmi um fyrirbyggjandi aðgerðir í takti við þróunina. „Við lítum svo á að það megi fækka alvarlegum slysum og banaslysum. Við höfum séð af reynslu að það er hægt og viljum stefna í þá átt áfram.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Sextán hafa látist í umferðinni það sem af er ári, fjórfalt fleiri en í fyrra. Skýringar má meðal annars finna í fjölgun ferðamanna, en einnig má rekja fleiri banaslys en áður til andlegra veikinda og hás aldurs ökumanna.Banaslysum í umferðinni hefur farið fækkandi sé litið yfir undanfarinn áratug, en eru þó umtalsvert fleiri í ár en síðustu ár á undan.Umferðarslys eru einhver mesta heilbrigðisvandi sem við stöndum frammi fyrir í dag en reynslan sýnir að með markvissum aðgerðum og forvörnum er hægt að sporna gegn þeim. Undanfarinn áratug hefur banaslysum í umferðinni farið fækkandi. Sé litið til síðustu fimm ára hefur meðalfjöldi látinna verið um tíu á ári, samanborið við tæp 19 að meðaltali á ári á fimm ára tímabili þar á undan. Áberandi fæstir létust í fyrra, aðeins fjórir. Þessa fækkun má meðal annars þakka aukinni bílbeltanotkun, vegaumbótum og forvörnum. Ekkert banaslys varð til dæmis í ár vegan ofsaaksturs. Andleg og líkamleg veikindi baki fleiri slysum en áður Af þeim sextán sem létust voru hinsvegar fimm erlendir ferðamenn. Til samanburðar létust engir erlendir ferðamenn í fyrra eða árið áður. Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarsviðs hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að þarna sé nýr hópur sem þurfi að skoða með fyrirbyggjandi aðgerðir í huga. „En það er ekki öll sagan sögð með þessum slysum. Annað sem við erum að sjá líka á þessu ári eru slys sem má skýra með veikindum, bæði andlegum og líkamlegum veikindum og vegna eldri ökumanna. Þannig að þetta er aðeins frábrugðin mynd frá því sem við höfum séð hin fyrri ár.“Smári Sveinsson uppfærði tölu látinna á skiltinu við Sandskeið í dag. Hann hefur sinnt því starfi í áraraðir.„Vinna sem maður vill síst fá“ Smári Sveinsson er maðurinn sem annast skiltið á Sandskeið sem heldur utan um fjölda látinna. Fréttastofa hitti á Smára þegar hann hækkaði töluna í sextán í dag, vegna ferðamanns sem lést í Öræfasveit á öðrum degi jóla. „Ég er búinn að koma hérna í þónokkur ár. Maður fær upphringingu svona annað slagið. Of oft,“ segir Smári. „Þetta er eiginlega vinna sem maður vill síst fá.“ Smári segist tvisvar sinnum hafa þurft að setja upp hærri tölu vegna fólks sem hann þekkti sjálfur persónulega. Hann hefur því miður þurft að gera sér mun fleiri ferðir að skiltinu í ár en í fyrra, síðast á aðfangadag, og segir að skrefin séu sérstaklega þung þegar banaslys verða yfir hátíðarnar. „Þetta hefur ekki skeð lengi að svona mörg slys verði eins og í ár og þetta kom bara í runu núna, í desember má segja. Það var lengi vel átta og síðan hefur þetta hlaðist upp. Tvöfaldast.“Ágúst Mogensen segir að aðeins frábrugðin mynd sé á banaslysum í ár miðað við fyrri ár. Rannsaka þurfi hvernig unnt sé að bregðast við þróuninni.Áfram stefnt að fækkun banaslysa Rannsóknarnefnd umferðarslysa mun nú greina slysin sem urðu á árinu til að sjá hvernig hægt er að bregðast við fjölguninni. Ágúst segir ástæðulaust að standa ráðþrota gagnvart banaslysum og vísar til umferðaröryggisáætlunar stjórnvalda, sem nær fram til ársins 2022. Meginmarkmið hennar eru tvö:-Að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki um 5% á ári fram til ársins 2022-Að fjöldi látinna í umferðinni á hverjua 100.000 íbúa verði ekki meiri en best gerist í heiminum árið 2022 „Við getum bætt forvarnir, bætt merkingar í vegakerfinu og reynt að ná betur til erlendu ferðamannanna,“ nefnir Ágúst sem dæmi um fyrirbyggjandi aðgerðir í takti við þróunina. „Við lítum svo á að það megi fækka alvarlegum slysum og banaslysum. Við höfum séð af reynslu að það er hægt og viljum stefna í þá átt áfram.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira