Menning

Tekur þú bestu jólamyndina í ár?

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Ævintýraskógur Verðlaunamyndina í fyrra tók Kristín Valdemarsdóttir.
Ævintýraskógur Verðlaunamyndina í fyrra tók Kristín Valdemarsdóttir. Mynd/Kristín Valdemarsdóttir
Fréttablaðið og Vísir efna til samkeppni um bestu jólaljósmyndina. Í verðlaun fyrir bestu myndina er glæsileg Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum.

Besta myndin verður á forsíðu Fréttablaðsins á aðfangadag og fleiri myndir úr keppninni í blaðinu og á Vísi.

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í keppninni eru vinsamlegast beðnir um að senda myndir sínar á netfangið [email protected]. Lesendur munu svo geta kosið bestu myndina á Vísi. Niðurstaða þeirra gildir að hálfu á móti áliti dómnefndar blaðsins.

Hver þátttakandi á að senda inn eina mynd og skal hún hafa verið tekin nú í aðdraganda jólanna. Jólaljósmyndakeppnin stendur frá deginum í dag, 10. desember, fram að miðnætti mánudaginn 21. desember. Tilkynnt verður um úrslitin á aðfangadag.

Hægt er að skoða myndirnar og taka þátt í valinu á síðunni visir.is/jolaljosmyndakeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×