Egill telur MMA ekki íþrótt heldur ofbeldi Jakob Bjarnar skrifar 13. desember 2015 16:20 Egill telur MMA ekki íþrótt, sem fer fyrir brjóstið á Bubba sem spyr hvort skipa eigi feitu fólki að fara í megrun; því það sé óhollara. Egill Helgason sjónvarpsmaður og álitsgjafi er háðskur þegar hann fjallar um bardagann í MMA í nótt, á vefsvæði sínu á Eyjunni. Pistillinn er undir yfirskriftinni 114 höfuðhögg -- og þau urðu bara fleiri og hefst hann á þessum orðum: „Stundum er sagt að góð íþrótt sé gulli betri.“ Þegar líður á lesturinn má ljóst má vera að Egill telur MMA ekki íþrótt. Egill áður tjáð sig um andúð sína á MMA og ljóst að hann telur bardagann ekki tengjast íþróttum hætishót. Hann segir gríðarlegan fréttaflutningur hefur verið af viðureign Gunnars Nelson og Demians Maia í íþróttinni MMA, langmestur þó á fjölmiðlum 365.Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Það fór svo að Gunnar tapaði. Ósigur hans fólst í því að hann var keyrður niður í gólf, honum haldið og hann laminn viðstöðulaust í hausinn.“ Bubbi Morthens, sem lýsti bardögunum í nótt á Stöð 2 Sport, lætur til sín taka í athugasemdakerfinu og spyr hvernig menn nenni þessu tuði? „Menn ákveða sjálfir hvað þeir vilja og gera það eftir ströngum reglum í þessu dæmi þá MMA og hnefaleikum.“ Reyndar má þess geta að það var líkt og Bubbi væri tilbúinn í þennan slag því í lýsingu hans og Dóra DNA, kom Egill til tals og sagði Dóri eitthvað á þá leið að hann vonaði að Egill sæi ekki hversu blóðugt þetta var orðið á tímabili. Bubbi bendir Agli og skoðabræðrum hans og systrum á að það verði miklu alvarlegri slys í hestaíþróttum um heim allan en í hnefalekum og MMA og þetta geti menn sannreynt ef þeir nenni að leita sér upplýsinga um það á netinu. „Sumt fólk fer svo ílla með sig vegna ofáts, reykinga og drykkju,“ segir Bubbi og segir það þjóðfélaginu öllu dýrkeypt. Bubbi spyr meðal annars hvort rétt sé að skipa fólki sem er of feitt að fara í megrun? Tengdar fréttir Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15 Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Egill Helgason sjónvarpsmaður og álitsgjafi er háðskur þegar hann fjallar um bardagann í MMA í nótt, á vefsvæði sínu á Eyjunni. Pistillinn er undir yfirskriftinni 114 höfuðhögg -- og þau urðu bara fleiri og hefst hann á þessum orðum: „Stundum er sagt að góð íþrótt sé gulli betri.“ Þegar líður á lesturinn má ljóst má vera að Egill telur MMA ekki íþrótt. Egill áður tjáð sig um andúð sína á MMA og ljóst að hann telur bardagann ekki tengjast íþróttum hætishót. Hann segir gríðarlegan fréttaflutningur hefur verið af viðureign Gunnars Nelson og Demians Maia í íþróttinni MMA, langmestur þó á fjölmiðlum 365.Sjá einnig: Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson „Það fór svo að Gunnar tapaði. Ósigur hans fólst í því að hann var keyrður niður í gólf, honum haldið og hann laminn viðstöðulaust í hausinn.“ Bubbi Morthens, sem lýsti bardögunum í nótt á Stöð 2 Sport, lætur til sín taka í athugasemdakerfinu og spyr hvernig menn nenni þessu tuði? „Menn ákveða sjálfir hvað þeir vilja og gera það eftir ströngum reglum í þessu dæmi þá MMA og hnefaleikum.“ Reyndar má þess geta að það var líkt og Bubbi væri tilbúinn í þennan slag því í lýsingu hans og Dóra DNA, kom Egill til tals og sagði Dóri eitthvað á þá leið að hann vonaði að Egill sæi ekki hversu blóðugt þetta var orðið á tímabili. Bubbi bendir Agli og skoðabræðrum hans og systrum á að það verði miklu alvarlegri slys í hestaíþróttum um heim allan en í hnefalekum og MMA og þetta geti menn sannreynt ef þeir nenni að leita sér upplýsinga um það á netinu. „Sumt fólk fer svo ílla með sig vegna ofáts, reykinga og drykkju,“ segir Bubbi og segir það þjóðfélaginu öllu dýrkeypt. Bubbi spyr meðal annars hvort rétt sé að skipa fólki sem er of feitt að fara í megrun?
Tengdar fréttir Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15 Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Sjáðu bardaga McGregor: Conor rotaði Aldo á 13 sekúndum Conor McGregor er nýr heimsmeistari í fjaðurvigt. Hann stóð heldur betur undir öllum stóru orðunum í nótt. 13. desember 2015 06:15
Maia: Gunnar er frábær bardagamaður Demian Maia hrósaði Gunnari Nelson eftir glímu þeirra í Las Vegas í nótt. 13. desember 2015 06:36
Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni: Maia var of stór biti fyrir Gunnar Nelson Gunnar Nelson tapaði fyrir Brasilíumanninum á stigum í bardaganum í Las Vegas. Dóri DNA og Bubbi Morthens lýstu bardaganum. 13. desember 2015 04:11