Ráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun vegna langveiku drengjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2015 11:39 Ólöf Nordal. vísir/anton brink Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur óskað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnun og Rauða krossi Íslands varðandi það hvernig staðið var að hælisumsókn tveggja albanskra fjölskyldna sem vísað var frá landinu í liðinni viku. Mál fjölskyldnanna hafa vakið reiði í samfélaginu en í báðum fjölskyldum voru langveikir drengir en afar umdeilt er hvort þeir geti fengið viðeigandi læknismeðferð við sjúkdómum sínum í heimalandi sínu. Ráðherrann sat fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun og beindi Katrín Jakobsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurningu til Ólafar vegna albönsku fjölskyldnanna.„Þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag? Vísaði þingmaðurinn meðal annars í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur hefur verið hér á landi en þar er kveðið á um að öll börn hafi rétt til lífs og þroska og að gera eigi það sem er börnum fyrir bestu. Spurði Katrín ráðherrann hvort hún teldi kerfið þjóna þessum markmiðum Barnasáttmálans. Þá spurði hún jafnframt hvort að Ólöf ætli að beita sér fyrir breytingum á kerfinu svo að langveik börn væru ekki send úr landi. „Mér finnst það ekki vera rök í málinu, ekki frekar en þegar maður kemur að slösuðu barni á slysstað, þá hjálpar maður því barni þó að það geti komið önnur börn. Það geta ekki verið rök í málinu. Við vitum sem einstaklingar hver okkar skylda er en þurfum við ekki að endurhugsa hver skylda okkar er sem samfélag?“Óskar eftir að flytja Alþingi munnlega skýrslu um mál hælisleitenda og flóttamanna Ólöf sagði mjög miður að mál albönsku fjölskyldnanna hefðu ekki ratað til kærunefndar útlendingamála en greindi svo frá því að hún hafi óskað eftir upplýsingum frá viðeigandi stofnunum vegna þeirra. „Á föstudaginn var þá skrifaði ég bréf til Útlendingastofnunar og Rauða krossins, óskaði eftir því með hliðsjón af endurskoðun laga að farið væri yfir það hvernig að þessum málum væri staðið, þegar staðið væri að börnum sérstaklega, hvernig það mat færi fram, því ég eins og þingheimur allur þarf auðvitað að skilja það hvernig regluverkið gengur fyrir sig.“ Þá greindi ráðherra einnig frá því að hún hefði farið fram á það við forseta þingsins að fá að flytja munnlega skýrslu um málefni hælisleitenda og flóttafólks á Alþingi og kvaðst ráðherra búast við að sú umræða færi fram í lok vikunnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00 Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Vilja koma Kevi heim Ekkert er því til fyrirstöðu að albanska fjölskyldan sem vísað var úr landi á fimmtudag sæki aftur um hæli hér á landi, að mati lögmanns. Unnið er að fjármögnun og skipulagningu þess að koma fjölskyldunni aftur til Íslands. 14. desember 2015 06:00
Allsherjarnefnd ætlar að skoða mál albönsku fjölskyldnanna Annar fjölskyldufaðirinn segir að lögmaður þeirra hafi ráðlagt þeim að draga sína kæru til baka. 13. desember 2015 19:13
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent