Mikil markmið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 15. desember 2015 07:00 Parísarsamkomulagið var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 á sunnudag. Samkomulagið mun taka gildi árið 2020 þegar Kýótó-bókunin rennur sitt skeið. Ísland var með undanþágu frá þeirri bókun. Hún heimilaði losun á 1.600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja hér upp stóriðju. Í þetta sinn er Ísland undanþágulaust – og er því á sama báti og önnur ríki heims í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og hyggst leggja sitt af mörkum til að markmið samningsins náist. Hvert ríki mun setja sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar til þess að halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega 90 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum, Hugi Ólafsson, að hann kæmi ekki auga á nokkur einustu vonbrigði með niðurstöðu ráðstefnunnar. Markmið Íslands má finna í sóknaráætlun sem lögð var fram í nóvember. Þar má finna nokkuð ómótaðar hugmyndir og er áætlunin að útfæra þær betur eftir niðurstöðu samkomulagsins í París nú um helgina. Þessum sannkallaða tímamótasamningi ber að fagna. Og það innilega. Lengi vel var ekki útséð með það hvort samkomulag yfir höfuð næðist. Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði þessar samningaviðræður þær flóknustu og erfiðustu sem hann hefði nokkurn tímann tekið þátt í. Það eru stór orð komandi frá manni sem tekið hefur þátt í friðarumleitunum á mörgum stríðshrjáðustu svæðum heims síðasta tæpa áratuginn. Á sama tíma og um var að ræða erfiðustu samningaviðræðurnar voru þær jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið samkvæmt Ban Ki-moon. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í yfirlýsingu þegar samkomulagið var í höfn að stjórnvöld myndu leggja sitt af mörkum bæði hér heima og við að miðla þekkingu og reynslu til annarra þjóða. Í Fréttablaðinu í gær sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður vinstri grænna, að næsta verkefni væri að sýna að gjörðir fylgdu orðum. Ljóst er að íslenska samninganefndin hefur fengið víðtækt umboð fyrir hönd þjóðarinnar í samningaviðræðunum. Það verður að hrósa stjórnvöldum fyrir slíkt, enda ljóst að mjög mun reyna á þolrifin þegar kemur að því að mæta hagsmunaaðilum í mengunarvaldandi starfsemi til að standa við okkar skyldu samkvæmt samningnum. Taka verður undir með Svandísi og leggja áherslu á að efndirnar verði í samræmi við orðin. Miðað við framgöngu okkar fámennu þjóðar á þessum vettvangi eru fyrirheitin fögur og engin ástæða til að efast um að ráðamönnum sé ekki full alvara með að gangast við þeim skyldum sem samningurinn leggur þeim á herðar. En lofa skal mey að morgni; það verður í það minnsta áhugavert að sjá stóriðju- og olíuborunaráætlanir stjórnvalda næstu misserin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Parísarsamkomulagið var samþykkt með lófataki að lokinni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna Cop21 á sunnudag. Samkomulagið mun taka gildi árið 2020 þegar Kýótó-bókunin rennur sitt skeið. Ísland var með undanþágu frá þeirri bókun. Hún heimilaði losun á 1.600 þúsund tonnum af koltvísýringi svo hægt væri að byggja hér upp stóriðju. Í þetta sinn er Ísland undanþágulaust – og er því á sama báti og önnur ríki heims í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og hyggst leggja sitt af mörkum til að markmið samningsins náist. Hvert ríki mun setja sér eigin aðgerðaáætlun til að ná markmiðum um minnkun losunar til þess að halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við 2°C. Alls koma 195 ríki að Parísarsamkomulaginu sem dekkar ríflega 90 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum í dag. Þetta er fyrsti samningur sinnar tegundar þar sem öll ríki eru með í aðgerðum og markar að því leyti tímamót. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði formaður samninganefndar Íslands í loftslagsmálum, Hugi Ólafsson, að hann kæmi ekki auga á nokkur einustu vonbrigði með niðurstöðu ráðstefnunnar. Markmið Íslands má finna í sóknaráætlun sem lögð var fram í nóvember. Þar má finna nokkuð ómótaðar hugmyndir og er áætlunin að útfæra þær betur eftir niðurstöðu samkomulagsins í París nú um helgina. Þessum sannkallaða tímamótasamningi ber að fagna. Og það innilega. Lengi vel var ekki útséð með það hvort samkomulag yfir höfuð næðist. Ban Ki-moon aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði þessar samningaviðræður þær flóknustu og erfiðustu sem hann hefði nokkurn tímann tekið þátt í. Það eru stór orð komandi frá manni sem tekið hefur þátt í friðarumleitunum á mörgum stríðshrjáðustu svæðum heims síðasta tæpa áratuginn. Á sama tíma og um var að ræða erfiðustu samningaviðræðurnar voru þær jafnframt þær mikilvægustu fyrir mannkynið samkvæmt Ban Ki-moon. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í yfirlýsingu þegar samkomulagið var í höfn að stjórnvöld myndu leggja sitt af mörkum bæði hér heima og við að miðla þekkingu og reynslu til annarra þjóða. Í Fréttablaðinu í gær sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður vinstri grænna, að næsta verkefni væri að sýna að gjörðir fylgdu orðum. Ljóst er að íslenska samninganefndin hefur fengið víðtækt umboð fyrir hönd þjóðarinnar í samningaviðræðunum. Það verður að hrósa stjórnvöldum fyrir slíkt, enda ljóst að mjög mun reyna á þolrifin þegar kemur að því að mæta hagsmunaaðilum í mengunarvaldandi starfsemi til að standa við okkar skyldu samkvæmt samningnum. Taka verður undir með Svandísi og leggja áherslu á að efndirnar verði í samræmi við orðin. Miðað við framgöngu okkar fámennu þjóðar á þessum vettvangi eru fyrirheitin fögur og engin ástæða til að efast um að ráðamönnum sé ekki full alvara með að gangast við þeim skyldum sem samningurinn leggur þeim á herðar. En lofa skal mey að morgni; það verður í það minnsta áhugavert að sjá stóriðju- og olíuborunaráætlanir stjórnvalda næstu misserin.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun